Tindur 59 - Hrafnabjörg - Tröllatindar - Ţjófahnúkur 21. maí 2011

 


Klettaklöngur um Hrafnabjörg
Tröllatinda og Ţjófahnúk
Í brakandi vorblíđu og tćru útsýni


Gengiđ á Hrafnabjörgum međ Ţórisjökul, Skjaldbreiđ, Tindaskaga, Tröllatinda, Hlöđufelli og Skriđu í baksýn.

Hún var notaleg og afslöppuđ tindferđin ţann 21. maí ţegar 18 Toppfarar tóku fimm tinda göngu "baksviđs" (e.backstage!)
á
Ţingvöllum í fallegu vorveđri og óskertu útsýni allan hringinn ţar sem klöngrast var upp og niđur fimm tinda.


Glittir í hlíđar Hrafnabjarga vinstra megin, Tröllatindarnir ţrír, Tindaskagi og Ţjófahnúkur.

Lagt var af stađ frá vörđu vélsleđamanna, Bragabót vestan megin Hrútafjalla og Kálfstinda og blés vindurinn ţarna napurt til ađ byrja međ eftir norđangarrann sem ríkt hefur á landinu síđustu daga og olli snjókomu á Vestfjörđum, Norđurlandi og Norđ-Austurlandi... en ţessi vindur ţagnađi er leiđ á morgunin svo eftir sat logniđ međ okkur ţađ sem eftir lifđi dags.

Uppgangan á Hrafnabjörg var létt og laggóđ međ óskertu útsýni suđur til sjávar, Ţingvalla, Hengilsvćđisins
 og allan hringinn ţegar ofar dró.

Elsa Inga, Áslaug, Irma og Brynja međ Hrútafjöll nćr og Flosatind í Kálfstindum hćstan fjćr...
...tindinn sem viđ klifum í magnađri ferđ á brattri og hálri leiđ á Kálfstinda 1. maí í fyrra
.

Veislan var 360 gráđur uppi á Hrafnabjörgum...
Esjufjallgarđurinn hér, Búrfell á Ţingvöllum í hvarfi fyrir vörđunni og Botnssúlur bak viđ Helgu.

Nöpur golan enn viđ völd en fjarađi svo úti ţarna á Hrafnabjörgum ţegar viđ gengum norđur ađ brúnunum viđ Tröllatinda.

Ţađ er ekki hćgt ađ vera í slćmum félagsskap á fjöllum...

Átján Toppfarar međ
Oki, Fanntófelli, Ţórisjökli, Skjaldbreiđ og Tindaskaga...

Elsa Inga, Óli, Dóra, Día, Áslaug, Hildur Vals, Björn, Arnar, Irma, Örn, Helga Bj., Kjartan, Guđrún Helga, Lilja Sesselja, Brynja, Steinunn, Anton, Guđmundur K., og Jóhann en Bára tók mynd
og Dimma og Von gćttu hagsmuna hópsins međan á myndatöku stóđ...

Ţvílík veisla... góđar fréttir af Hnúksförum, Ţeim Óskari og Skúla Wildboys međ fjallgönguklúbbnum sínum Fjallahress og Hrútsfjallstindaförum, ţeim Nonna og Ástu Henriks og viđ vorum reglulega međ hugann á Vatnajökli...
alveg grunlaus um hamfarirnar sem ţar voru í ađsigi síđar um daginn...
 http://mbl.is/frettir/innlent/2011/05/21/horfdi_a_bolsturinn_koma_upp/

Víđáttan víđfeđm og einstakt ađ fá óskert útsýni til jöklanna í norđri.

Tröllatindarnir hér í fangi göngumanna fremst á mynd...
Ósköp saklausir og litlir svona ofan af
Hrafnabjörgum en brattir og illkleifir tveir ţeirra
og átti Tröllkarlinn eftir ađ skella mönnum skelk í bringu...


Kvígindisfell, Fanntófell og Oköxl vinstra megin.

Austurbrúnir Hrafnabjarga eru ókleifar en svipmiklar ţegar gengiđ er fram á ţćr
og viđ nutum veđurblíđunnar sem nú tók öll völd dagsins.

Góđ leiđ niđur norđaustan megin og sólin bakađi bergiđ í vorhitanum...

Eftir Hrafnabjörg biđu Tröllatindarnir uppgöngu...

...móbergsslegnir, lausir í sér og brattir...

Fyrri nestistími dagsins viđ fótaskör Tröllkarlsins...

Besta veđriđ í matarpásu ţađ sem af er árinu...
Viđ sátum bara og slökuđum vel á ...jú, verđum viđ ekki ađ halda áfram... ţó ţetta vćri ósköp notalegt...

Ţjálfarar fundu góđa leiđ upp í könnunarleiđangri ţann 4. maí í mun meira vetrarfćri en ţennan dag 21.dag  sama mánađar... en í nestistímanum leitađi Örn ađ skemmtilegri leiđ ţó brattari vćri međ rimanum sem liggur úr klettinum til suđurs...

Jú fćrt en ansi bratt og laust í sér og ekki á fćri allra í klúbbnum... 

En í ţessum leiđangri voru bara mćttir ţeir sem ćtluđu sér alla tindana og létu sig hafa ţađ
skjálfandi á köflum međ ađstođ í grennd...

Međal annars Hildur Vals og Lilja Sesselja sem eru međ reyndustu konum Toppfara
og hafa fariđ í flestar af
erfiđustu ferđum klúbbsins, enda getur ekkert slegiđ ţćr út af laginu... 

Ţeir sem fyrst fóru upp hjálpuđu hinum neđar... eđa tóku myndir og lofuđu bót og betri tímum ţarna uppi...

Sjá mergjađa mynd Kjartans á fésbókinni sem hann er ađ taka á ţessari mynd:
http://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=1723681056645&id=1376913439#!/photo.php?fbid=2044737288005&set=a.2044727367757.124781.1531581867&type=1&theater

Anton var bjargvćtturinn á versta karlanum...

Riminn rúmađi eiginlega bara einn í einu til ađ byrja međ...

...og viđ klöngruđumst áfram í eftirskjálftunum eftir móbergsvegginn...

Og allt gekk framar vonum enda ósérhlífinn hópur á ferđ...

Ţetta skánađi á "meginlandinu" ofar sem breikkađi og gaf betra ráđrúm m. a. til ađ nota stafina...

... í greiđfćrum en lausum móbergsklöppunum...

Tindurinn á Tröllapabba eins og kvenţjálfarinn skírđi hann... Tröllkarlinn eiginlega betra orđ ţar sem Anton kallađi Tröllamömmuna Tröllskessu... já, ţađ var betur viđ hćfi ţessara hrjúfu og harđneskjulegu tinda...

Vinkonurnar Steinunn og Brynja... Dóra hans Nonna Hrútsfjalls ;-)... Anton - já, hvar var eiginlega Hjölli?... Irma og Helga...
jú og
Von, fjallagarpur sem gefur foryztuskvísunum Dimmu og Díu ekkert eftir...

Ţađ voru líka bara hörkutól úr röđum ferfćtlinga klúbbsins í ţessari ferđ en Von var sú eina sem klöngrađist upp Tröllkarlinn án vandrćđa, Dimma rúllađi niđur í grjóthruni og Día lét ekki plata sig út í ţessa vitleysu,
svo ţćr stöllur fundu sína leiđ hvor upp á skárri stađ austan megin...


Hrútafjöll og Kálfstindar í baksýn

Niđur var fariđ bratta skriđu norđan megin sem var skemmtilegra en ađ fara niđur austan megin eins og ţjálfarar ćtluđu sér eftir könnunarleiđangur fyrr í maí, en ţessi var fín a la Anton enda hafđi snjóa vel leyst fram eftir mánuđinum...

Hálkan hverfandi nema rétt efst og Kjartan gćtti félaganna á ţeim hálkubletti til síđasta manns...

Sá var brattur, ţessi Tröllkarl...

En ósköp saklaust séđ neđan frá... eins og oft á fjöllum ţar sem sjónrhorniđ segir ólíkt til um fćri...

Niđri bakađi hitinn okkur eftir svitabađiđ viđ bröltiđ og viđ fćkkuđum fötum...

Fremra og Innra Mjóafell í baksýn vinstra megin en ţar ţrćddum viđ okkur um síđasta sumar
og horfđum ţá til
Hrafnabjarga og Tröllatinda og ráđgerđum ţessa göngu sem nú varđ ađ veruleika...

Tröllabarniđ litla var ósköp saklaust á einfaldri leiđ upp í 619 m hćđ...

Ofan af ţví sást vel til Tröllskessunnar sem var síđasti Tröllatindur dagsins...
Bratti hennar og áferđ í stíl viđ
Tröllkarlinn en öllu mýkri ţó og fíngerđari eins og kvenna er lagiđ ;-)

Helga, Örn, Brynja, Kjartan, Áslaug og Dóra međ Botnssúlur og Ármannsfel i baksýn ofan af barnslegum tindinum...

Elsa Inga, Irma, Hildur Vals. og Helga Björns međ Búrfell í Ţingvallasveit í baksýn og hluta Hrafnabjarga og Tröllkarlsins vinstra megin á mynd... og jú, Syđstu Súlu Botnssúlna lengst til hćgri ef mađur gefur ađeins gaum...

Greiđfćrt ofan af óhörđnuđu Tröllabarninu og hćsti tindur Kálfstinda - nafnlaus - í baksýn undan Hrútafjöllum...
ţjálfarar ţegar búnir ađ setja
nyrđri Kálfstinda á dagskrá áriđ 2012...

Landslagiđ er oft ansi stílhreint og taktfast í mynstrum, litum og áferđ...

Sumariđ sigrađi sannarlega í ţessari ferđ... snjórinn mátti sín einskis ţó hann vćri dreifđur um allt... sólin og hitinn bakađi jörđina svo allt ilmađi og mađur andađi hreinlega lyktina af sumrinu ađ sér...

Tröllskessan framundan um rimann á sama hátt og á Tröllkarlinum en ţessi var greiđfćrari
og ólíkt betri uppáferđar sögđu menn... ;-)

Fínasta klöngur ţar sem hendur voru óspart notađar til stuđnings og stafirnir lítiđ nýttir í ţessari ferđ...

Lengra var ekki fariđ međ hópinn ţó Örn og strákarnir strákarnir fyndu betri leiđ alla leiđ en ţjálfarar höfđu fundiđ fyrr í mánuđinum... en samt ekki nógu örugga fyrir heilan hóp ađ fara eftir bröltiđ á Tröllkarlinum sem reif verulega í svo viđ létum 593 m hćđ nćgja...

Óli, Hildur vals og Steinunn međ norđurhlíđar Hrafnabjarga vinstra megin og fjallgarđ Esjunnar í fjarska...

Niđur var klöngrast í leit ađ skjólbetri stađ fyrir allan hópinn...

Ţví Tröllskessan tók ekki annađ í mál en ađ viđ kíktum inn í kaffi...

Ţar sem spjallađ var yfir kakóbollanum um framtíđargöngur í Skaftafelli sem bíđa okkar í óendanlega
árlegum maíferđum á
Vatnajökul...

Úr ţví tindi Tröllskessunnar var ekki náđ fórum viđ međ lendum hennar til norđvesturs...

 ...af ţví klifurkettirnir voru ekki búnir ađ fá nóg af klöngri...

Nyrsti hluti Tröllatinda međ Ţórisjökul, Skjaldbreiđ, Tindskaga og Skriđu í baksýn.

Viđ klöngruđumst niđur norđuröxlina á Tröllskessunni áđur en snúiđ var viđ til baka...

Í nánast hjartalaga snjóskaflinum varđ manni hugsađ til Ástu Henriks... sem kleif Hrútsfjallstinda á sömu augnablikum ásamt Nonna hennar Dóru... Jú, ţau komust á tindinn eftir eingöngu 8 klst. uppgöngu eđa tveimur klukkustundum fljótar en viđ fyrir tveimur vikum enda 8 manna hópur í einni línu og ţá er lífiđ ađeins einfaldara á jökli... frábćrt ađ fá svona góđar fréttir af ţeim á okkar göngu ;-)

Viđ áđum og spjölluđum í tíma og ótíma ţennan dag... hvorki veđur né tími rak á eftir okkur....
Ţetta var
slakasta ganga ársins og viđ nutum hennar til hins ítrasta eftir barning vetrarins og harđneskju vorsins...

Skefilsfjöll í baksýn.. ein af sex tindahryggjum svćđisins sem viđ ćtlum ađ bćta smám saman í safniđ nćstu árin...

Litiđ til baka á Tröllskessuna međ Irmu og Lilju Sesselju á góđu "til-baka-spjalli"...

Ţjófahnúkur var síđasti tindur dagsins og á ţessu dóli var ekkert sjálfsagđara en ađ taka hann međ...

Fínasta leiđ ţarna upp...

Klöngriđ orđiđ ósjálfrátt og fumlaust...

Snjórinn óđum ađ hverfa í vorsólinni og lítiđ frost í jörđu...

Björn međ Tröllkarlinn í baksýn og glćsilegar Botnssúlurnar í fjarska og Ármannsfell í pilsfaldinum á ţeim...

Mosinn er einn af bestu vinum Toppfara... sem mikilvćgt er ađ fara mjúkum fótum um...

Ţjófahnúkur mćldist 703 m hár og gaf frábćrt útsýni til allra átta...
Ţađ var nóg ađ gera ţennan dag viđ ađ virđa fyrir sér fjallasýnina...

Dimma lagđi sig á Ţjófahnúk eins og sönnum fjallagarpi sćmir ţegar tćkifćri gefst í fjallgöngferđum...
Hún lenti í honum kröppum á
Tröllkarlinum ţegar hún rann niđur í grjóthruni og hvekktist ađeins viđ ţađ
en braggađist fljótt enda öllu vön međ félögum sínum á fjöllum...

Ţjófahnúkur var greiđfćr upp og niđur...
Bílarnir í fjarska í suđri og ţangađ var síđasti áfangastađur dagsins ađ sinni...

Flosatindur i Kálfstindahryggnum gćgist upp bak viđ Hrútafjöll...

Día gćtti Áslaugar sinnar vel... og Dóru ţar sem Drífa var í sveitinni ţennan dag...

Ţarna blés golan ađeins í fyrsta sinn frá ţví um morguninn...

En viđ gengum fljótlega niđur í steikjandi hitann
og urđum ađ fćkka fötum niđri á láglendinu í rúmlega 500 m hćđ ađ bílunum...

Mosiđ og hrauniđ straujađ síđustu kílómetrana og eldborgin gengin ţarna í leiđinni...

Óli og Björn á eldborginni međ Ţjófahnúk í baksýn og Tröllatindana fjćr vinstra megin.

Sprungiđ á dekki ţjálfara ţegar göngunni lauk...
Ţetta var náttúrulega allt of léttur dagur til ađ enda svona átakalaust fyrir sig...
og Jóhann, Óli og Kjartan ađstođuđu viđ ađ koma nýju gúmmíi undir kaggann, haf ţökk fyrir strákar ;-)

Notalegur endir á ţćgilegri tindferđ í fyrsta sumarveđrinu í ár... viđ tímdum ekki heim frekar en fyrri daginn og tókum góđa hvíld í mosanum áđur en lagt var af stađ til byggđa... sćl og slök eftir endurnćrandi dag í óbyggđum sem gaf heilmikiđ klöngur og magnađa fjallasýn í fallegu veđri sem var ansi sumarlegt ;-) ... og endađi međ ósköpum ţar sem gos hófst í Grímsvötnum síđar um kvöldiđ og virtist ţegar ţetta er skrifađ vera eitt ţađ stćrsta í Grímsfjalli á okkar tímum...
http://is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8DslandsŢversniđ af tindum dagsins:
Hrafnabjörg 780 m- Tröllakarl 626 m - Tröllabarn 619 m - Tröllskessa 593 m (ekki alla leiđ) og Ţjófahnúkur 703 m. 

Alls 11,3 km (gps sýndu 10,2 -12,4 km) á 6:05 - 6:14 klst. upp í 780 - 626 - 619 - 593 - 703 m hćđ
međ
1.010 m hćkkun alls milli tinda miđađ viđ 535 m upphafshćđ.

Sjá allar myndir ţjálfara hér:
https://picasaweb.google.com/Toppfarar/T59HrafnabjorgTrollatindarJofahnukur210511#

Frábćrar myndir félaganna á www.facebook.com

Og myndbönd ţjálfara úr ferđinni hér:
 

 

 

Viđ erum á toppnum... hvar ert ţú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viđarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir