Næsta æfing er 14 ára afmælisganga þriðjudaginn 25. maí:

Mórauðakinn

Skarðsheiðartindur nr. 9 af 22 á árinu 


Ganga á færi allra í ágætis gönguformi fyrir frekar krefjandi
en einstaklega fallega kvöldgöngu á litríkt og fjölbreytt fjall í norðanverðri Skarðsheiði
sem gefur einstaka sýn um hamraveggi hennar yfirgnæfandi fyrir ofan okkur.
Nú munum við standa undir tindunum sem við erum búin með á Skarðsheiðinni og horfa upp eftir þeim.

Skyrta - bindi - hattur - sparilegt nesti - þjálfarar koma með freyðivín - skálum á tindinum !

moraudakinn_2007.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 20 mín akstur

Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, til hægri þjóðveg 47 og svo þjóðveg 520 um Dragháls og hann ekinn niður í Skorradal þar sem beygt er til vinstri (vestur) út eftir dalnum og beygt inn afleggjara til vinstri merktur "Selsskógur" og sá afleggjari ekinn upp eftir að góðu malarstæði við ánna.

Tölfræðin

 

6,5 km

 

3 klst. 

  571 m hæð

 521 m hækkun

 94 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Upp með gljúfrinu og stiklað nokkrum sinnum yfir ána og upp austurhrygginn  áleiðis á hnúka Mórauðukinnar um lausgrýttar líparít bungur upp á tind. 

 

Niður vesturhlíðarnar um lendar Skarðsheiðarinnar sjálfrar undir Hádegishyrnu og Miðkambi með Skessuhornið yfirgnæfandi á vinstri hönd. Best er  að þræða svo kindagötur utan í norðurhlíðum Kinnarinnar að gljúfrinu aftur þar sem skógurinn er orðinn svo þéttur.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.