Næsta æfing er þriðjudaginn 30. nóvember:

Háihnúkur Akrafjalli

Aðventuganga


Okkar hefðbundna aðventuganga á Akrafjall á færi allra í sæmilegu gönguformi
upp þéttar brekkurnar á göngustíg alla leiðina upp á syðri tindinn sem blasir við frá Reykjavík

Jólasveinahúfur og jólalegt nesti !

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Akrafjall í norður frá Reykjavík með Háahnúk dekkstan vinstra megin á mynd.
Tekin í desember 2007.

akrafjall_081207.jpg
jolasveinn.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu frá Össur
eða kl. 17:45 gangandi frá fjallsrótum. 

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Akranesi og beygt inn ómerktan afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að fjallinu (keyra hægar, hafa augun hjá sér, erfitt að sjá afleggjarann í myrkrinu)
og keyrt á malarvegi að merktu bílastæði við fjallsrætur.

Lengri leiðin ef ofangreind er ófær vegna snjóa eða krapa: Keyrt alveg út að þjóðveg Akranesbæjar að afleggjara merktum "Borgarnes" hægra megin, þar beygt til hægri þar til skilti merkt "Akrafjall" vísar leiðina upp að fjallsrótum (passa að beygja ekki of snemma).

Tölfræðin

 

     5,6 km

 

2 - 2,5 klst. 

     550 m hæð

     530  m hækkun

    65 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða í snarpri brekku með brúnum fjallsins í suðvestri með mögnuðu útsýni til sjávar og höfuðborgar á göngustíg sem er fjölfarinn allt árið um kring.

 

Gæta þarf varúðar í myrkrinu og fylgja slóðanum þar sem gengið er meðfram brúnunum alla leiðina.

Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 8. júní: 

Svörtuloft Kjalardalur Geirmundartindur

Akrafjalli


Mjög spennandi ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi um fáfarnar slóðir upp á hæsta tind Akrafjalls norðan megin upp gullfallegan dal með klöngri upp á glæsilegar brúnir og niður frekar bratta en mjög skemmtilega leið.  Sjá Kjalardal hér svipmikinn á mynd hægra megin í Akrafjalli og Geirmundartind hæstan hægra megin. Magnaður dalur sem er vel þess virði að kynnast betur og fá allt aðra mynd af Akrafjalli en á hefðbundnum gönguleiðum um það. 

akrafjall_nordan_2009.JPG

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 40 mín akstur

Ekið frá borginni um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng þar sem beygt er til hægri þegar komið er úr göngunum (eins og verið sé að fara í Borgarnes) en fljótlega þegar búið er að aka meðfram Akrafjalli öllu og komið norður fyrir það er beygt inn veg nr. 51 (eins og verið sé að fara á Akranes norðan megin Akrafjalls) og sá vegur ekinn meðfram norðurhlíðum Akrafjalls þar til komið er að bænum Kjalardal þar sem bílum er lagt við veginn.

Tölfræðin

 

 8 - 9 km

 

 3,5 - 4 klst. 

   648 m hæð

 390 m hækkun

  62 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Gengið upp þéttar grasi grónar brekkur gullfallegs Kjalardals meðfram gljúfrinu og um grjót, skriður og kletta góða leið upp á Svörtuloft og svo upp á brúnirnar sem eru raktar alla leið á Geirmundartind ef veður leyfir.

 

Farið niður frekar bratta en vel færa leið austan við Geirmundartind (uppgönguleiðin okkar um "Pytta").

 

Ef veður er ekki gott sleppum við Geirmundartindi en tökum helst allan Kjalardalinn upp á brún.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 15. mars: 

Arnarfell Þingvöllum


Mjög falleg ganga á fjölbreytt fjall við strendur Þingvallavatns
sem gefur einstakt útsýni yfir Þingvallasvæðið og vatnið í sérlega fallegu umhverfi.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 

 

Mynd:  Arnarfell frá þjóðveginum í könnunarleiðangri þjálfara 19. apríl 2010

arnarfell_thingv_190410.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd: Um 40 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um Þingvallaafleggjara að Þingvöllum, framhjá þjónustumiðstöð og í átt að Gjábakka þar sem beygt er fljótlega til hægri inn ómerktan afleggjara við Arnarfell (hlið á afleggjaranum) þar sem bílar eru skildir eftir við beygjuna nær fjallinu ef það er bílfært vegna snjóalaga, annars nær þjóðveginum, metið á staðnum.

Tölfræðin

 

    5 - 7 km

 

2 - 3 klst. 

       274 m hæð

 

350 - 410 m hækkun

       130 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um birkiskóg, gras, mosa, melar, grjót, móbergsklappir og skriður  eftir fellinu endilöngu frá norðri til suðurs og til baka austan megin á slóða (5 km) eða niður vestan megin að fjörum Þingvallavatns og þaðan til baka mun flóknari leið EF færi og veður leyfir (7 km). 

Fjölbreytt og gullfalleg gönguleið í mögnuðu umhverfi.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 24. ágúst: 

 

Brennifell, Hestdadlsöxl og Hlíðarbrúnir

Skarðsheiðardraumurinn
... tindar 12, 13 og 14 af 22


Mjög spennandi og falleg leið á færi allra í sæmlegu gönguformi
fyrir nokkuð langa en einfalda kvöldgöngu um nýjar slóðir á lægri bungurnar sem rísa suðaustan megin í Skarðsheiðinni
og falla í skuggann af hæstu tindum hennar en koma vonandi á óvart sakir fegurðar og nýrra útsýnisstaða. 

 

skardsheidin_160907.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 60 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið um vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng og til hægri þjóðveg 47 og svo þjóðveg 520 að Draghálsi þar sem bílum er lagt á sama stað og í janúar þegar farið var á Hádegishyrnu.

Tölfræðin

 

  7 - 9 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     520 m hæð

    450 m hækkun

   200 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

 Um ótroðnar slóðir tilraunakennda leið þar sem stikla þarf yfir (eða vaða, takið með vaðskó í bílinn til öryggis, við sjáum ána frá bílunum) upp með ægifögru gljúfri Hestadalsár og um grýtt heiðarland í suðausturhlíðum Skarðsheiðarinnar þar sem múlar og hlíðar liggja ofan við Geitabergsvatn. Farinn hringur og metið hvort farið er niður að vatninu til baka eftir landslagi og tíma. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 10. maí:
 

ATH BREYTING - Vífilsfellið verður eftir viku !

Búrfellsgjá
í endurheimt eftir jökulinn
 

Létt og stutt kvöldganga í endurheimt eftir Suðurtind Hrútsfjallstinda
og svo heim  í "áfram Systur"  í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva :-) 


Mynd:  Húsfell vinstra megin, Grindaskörð og Bollarnir í baksýn, Valahnúkar hægra megin
og Langahlíð þar að baki. Tekin 31. ágúst 2008.

burfellsgja_310808.jpg

Akstur
 

Kl. 17:30 á slaginu
frá fjallsrótum NB !

 

Aksturslengd:
Hittumst við fjallsrætur NB !
Fólksbílafært.

Ekið suður fyrir Vífilsstaðavatn og Heiðmerkurveg (408) að Hjallaenda þar sem bílum er lagt á nýja malarstæðinu.

Tölfræðin

 

   6  km

 

1,5+ klst. 

      178  m hæð

 

220 m hækkun

      116  m upphafshæð

Erfiðleikastig 1-2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða alla leið og svo mosagróið hraun að Búrfelli og upp hraunskriður þess. Gengið hringinn um gígbarminn og niður með gjánni og hrauntröðinni til baka.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 12. apríl:

Dragafell frá Draganum
og fjörur Skorradalsvatns til baka


Nýtt fjall í safnið um ávala fjallsbungu sem rís í framhaldi af Skarðsheiðinni
og geymir m. a. leiðina um Síldarmannagötur á frekar léttri og einfaldari leið
sem við ætlum að skreyta með fjöruferð um Skorradalsvatn til baka.  

Keðjubroddar og höfuðljós með til öryggis.
 

Mynd:  Dragafell hægra megin á mynd með hluta af Skorradalsvatni í baksýn.
Tekin ofan af Brennifelli á þriðjudagsæfingu 24. ágúst 2021.

brennifell_ofl_240821 (13).jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5 

 

Aksturslengd: Um 60 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng og til hægri þjóðveg 47 og svo þjóðveg 520 að Draghálsi þar sem bílum er lagt á sama stað og í janúar þegar farið var á Hádegishyrnu.

Tölfræðin

 

   7 - 8+  km

 

3+ klst. 

       460 m hæð

 

250 m hækkun

       229 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um mosa, gras og klettagrjót upp heiðina á Dragafelli og niður meðfram Fálkagili í klettahjöllum og hugsanlega kjarri niður að Skorradalsvatni þar sem við sækjum okkur orku og kyrrð af vatninu áður en við göngum láglendið til baka og skáskerum okkur aftur upp Dragafellið til baka eða fylgjum veginum, metið á staðnum eftir veðri. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 25. maí...
 

Eldborg

Nyrðri og Syðri

Lambafellshrauni

Ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi fyrir frekar langa en ekki erfiða kvöldgöngu
á lága og formfagra gíga í Lambafellshrauni austan Bláfjalla
þar sem brölt er um stíg gullfallega leið í gegnum hraunið.  

eldborg_nyrdri_sydri_170809.JPG

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 20 mín akstur

Ekið um Suðurlandsveg frá borginni og beygt til hægri inn Þrengslaveg og hann ekinn með Lambafellshnúk á hægri hönd og beygt þar mjög fljótlega inn ómerktan og frekar óljósan afleggjara til hægri að skarðinu milli Lambafellshnúks og Lambafells (sami staður og á þau fjöll í haust NB).  

Tölfræðin

 

9 km

 

2,5+ klst. 

  482 og 445 m hæð

265 m hækkun

288 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið á stíg um úfið Lambafellshraunið á tvo formfagra gíga sem rísa upp úr hrauninu og gefa mjög fallegt útsýni yfir Bláfjöllin í vestri og Þrengslafjöllin í austri. 

Frekar greiðfær leið en þó ágætis brölt í misúfnu hrauninu í fallegu landslagi. 

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 5. apríl:

Eldvörpin Reykjanesi
um Prestastíg, Reykjaveg og Árnastíg


Löng en greiðfær og mjög spennandi ný þriðjudagsleið um eldheita gíga á Reykjanesi
sem við heilluðumst af á fyrsta legg #ÞvertyfirÍsland í fyrra
þar sem gengið er um stíga Presta, Reykja og Árna á flottri hringleið.

Keðjubroddar og höfuðljós með til öryggis þar sem við gætum lent í myrkri í lokin.
 

Mynd:  Gígaröð Eldvarpa tekin ofan af einum gígnum á fyrsta legg #ÞvertyfirÍsland 30. janúar 2021. 

eldvorpin_300121 (93)_edited.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Ásvallalaug Hf NB !

 

Aksturslengd: Um 45 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um Reykjanesbraut og beygt til vinstri afleggjarann til Grindavíkur veg 43 og Bláa lónsins og ekið að Grindavík þar sem beygt er til hægri veg 425 þar til komið er að smá afleggjara nálægt bænum Húsatóftir þar sem bílum er lagt rétt við veginn. 

Tölfræðin

 

    11 km

 

3-4 klst. 

       75 m hæð

 

180 m hækkun

       13 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Um mosa og hraun á Prestastíg til að byrja með greiðfæra leið að gígunum þar sem komið er inn á Reykjaveginn og brölt upp á þá og notið einstaks landslagsins og hitans sem enn stafar af þessum gígum og farið til baka um Árnastíg.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 31. ágúst: 

Djúpavatnskambur Fíflavallafjall Hrútafell

Reykjanesi


Mjög litrík og formfögur leið á færi allra í sæmlegu gönguformi
fyrir frekar miðlungs létta kvöldgöngu þar sem þrætt er eftir margbreytilegu og einstaklega fallegu fjalli um töfraslóðir Reykjanessins
þar sem við ætlum helst að skjótast upp á brúnirnar ofan við Djúpavatn í byrjun göngu og á Hrútafell í bakaleiðinn ef veður leyfir. 

 

fiflavallafjall_100511.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf NB !

Um 20 mín akstur
Fólksbílafært en betra að vera ekki á mjög lágum bílum. 

Ekið frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut og beygt til vinstri inn á veg 42 í nýja hverfinu og sá vegur ekinn að Vatnsskarði en stuttu áður er beygt inn afleggjara um Vigdísarvelli og Vigdísarvallavegur ekinn að Lækjarvöllum við Djúpavatn sem gangan hefst.

Tölfræðin

 

   8 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     371 m hæð

    540 m hækkun

    212 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Létt brölt í grasi, mosa, hrauni, klöppum og möl á móbergsslegið fjall í litríku og einstaklega fögru landslagi á Reykjanesi með frábæru útsýni á hin ýmsu fjöll og vötn allt í kring.

 

Byrjum helst á litla kambinum ofan við Djúpavatn og skjótumst upp á litla Hrútafellið í bakaleiðinni ef veður leyfir.  


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 15. júní: 

Flosatindur

Kálfstindum við Þingvelli


Tignarleg og frekar krefjandi ganga á færi allra í ágætis gönguformi  á flottan tind í Kálfstindaröðinni í Þingvallasveit
þar sem farið er hefðbundna leið á stíg upp í Flosaskarð og brölt í grjótskriðum upp á Flosatind og farið sömu leið til baka.

 

Til samanburðar við Kjalardalinn í Akrafjalli þá er þessi ganga svipuð eða jafnvel aðeins léttari. 

Mynd: Flosatindur í miðjunni með snjóföl efst með hina Kálfstindana beggja vegna við sig, tekin 19. apríl 2010:

kalfstindar_190410-(2).jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 60 mín akstur
Jeppar eða jepplingar
síðasta kaflann NB
Hægt að ferja af fólksbílum ef þarf

Ekið austur á Þingvelli, framhjá Þjónustumiðstöðinni og áfram suðaustur og beygt til vinstri veginn um Lyngdalsheiði. Hann ekinn yfir heiðina og beygt til vinstri afleggjarann inn að Laugarvatnshelli en í stað þess að aka að honum er farið um sléttan vegaslóða yfir Laugarvatnsvelli að suðurhlíðum Þverfells við Flosaskarð þaðan sem lagt er af stað gangandi.

Tölfræðin

 

 5,5 km

 

 3,5 - 4 klst. 

   836 m hæð

  641 m hækkun

  192 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið frá Grenhólum í ilmandi biskiskógi upp í Flosaskarð á góðum stíg í hliðarhalla alla leið í skarðið með glæsilega Kálstindana yfirgnæfandi ofan okkar og brölt svo beint þaðan upp á Flosatind um brattar skriður og móbergsklappir þar sem gæta þarf að grjóthruni (lausagrjót ofan á móbergsklöppum). Kyngimagnað útsýni er af Flosatindi og því munum við njóta þar góða stund og borða nestið áður en farið er sömu leið til baka niður. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 4. janúar:

Kögunarhóll Rauðhóll Geithóll
#EsjanÖll2022
Tindar 1-3 af 53 og ganga 1 af 14 á árinu 


Fyrsta Esjugangan á árinu þar sem við söfnum öllum tindum og hólum Esjunnar
á sjö þriðjudagsæfingum og í sex tindferðum.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Hólarnir í suðurhlíðum Esjunnar undir Þverfellshorni... Rauðhóll vinstra megin út af mynd, Geithóll ofarlega á mynd (hryggurinn)
og Kögunarhóll neðar út af mynd. 

geitholl_esju_050319.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 á slaginu
gangandi frá bílastæðinu við Esjuna

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg í gegnum borgina og beygt inn afleggjarann að Esjunni og bílum lagt á hefðbundna bílastæðinu við fjallsrætur. 

Tölfræðin

 

   8 km

 

3 klst. 

     566 m hæð

     600 m hækkun

      6 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið frá bílastæði Esjunnar hefðbundna leið upp að Steini í blábyrjun en beygt svo til hægri og farið yfir Mógilsána á stíg til að byrja með en fljótlega farið út af honum og gengið á Kögunarhól og ofar á Rauðhól sem eru aðeins vestan við slóðann sem kominn er upp að Geithól. Gengið á Geithól frá Rauðhóli og farið af honum hefðbundna slóðann niður eftir aftur í skóginn og niður í bílana.  

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 7. desember:

Geldinganes hringleið

Jólaljósaganga


Mjög falleg ganga sem leynir á sér meðfram fjöruborði Geldinganess allan hringinn á færi allra í klúbbnum
á stíg að hluta til en á köflum um úfið, þýft, grýtt og mýrlent landslag með einstaka sýn á borgina og fjöllin hennar
með sjóinn samferða okkur allan tímann... hringleið sem sannarlega er falinn fjársjóður innan borgarinnar.


Jólasveinahúfur og jólalegt nesti !

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Geldinganes úr meistarasmiðju Lars Wibe Lund, fengin að láni af veraldarvefnum

jolasveinn.jpg
jolasveinn.jpg
geldinganes_matswibelund.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 á slaginu
gangandi NB frá bílastæðinu 
við Geldinganes.

Fólksbílafært. 

Ekið inn í Grafarvog um Gullinbrú og áfram þann veg (Strandvegur) alla leið að og meðfram listaverkabrekkunni þaðan sem Geldinganesið blasir við og malarafleggjari liggur að bílastæði við aðstöðu kajakklúbbsins í fjöruborðinu.
 

Tölfræðin

 

  7,5 km

 

2 - 2,5 klst. 

     20 m hæð

     70  m hækkun

    1 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið frá malarstæðinu um malarveg og svo um göngustíg og kindagötur meðfram ströndinni og um fjöruna allan hringinn á mjög fjölbreyttri leið í mosa, grasi, þúfum, grjóti, mýri og möl. Leiðin er yfirleitt blaut að hluta og stórgrýtt norðan megin svo verið vel skóuð, með legghlífar, keðjubrodda og gott höfuðljós.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Þjálfarar fara í sumarfrí 22. júní - 20. júlí. Klúbbmeðlimir sjá um þriðjudagsæfingarnar í fjarveru
þjálfara - sjá dagskrána hér og viðburði/tilkynningu fyrir hvern þriðjudag á lokaða fb-hóp klúbbsins.

 

Næsta æfing MEÐ þjálfurum er þriðjudaginn 27. júlí: 

Hafnarfjall upp geilina á fimm tinda

Klausturstunguhóll, Katlaþúfa, Þverhnúkur, Þverfell og Tungukollur


Glæsileg en krefjandi og löng kvöldganga á færi allra í góðu gönguformi um kyngimagnaða leið í Hafnarfjalli á bröttustu tvö fjöllin
í fjallgarðinum sem líta ekki árennilega út en eru vel fær þegar nær er komið og algert ævintýri að ganga um.

hafnarfjall_allir_tindar_merktir_a_mynd_
187aef_hafn_210611-(29).jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið frá borginni um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Borgarnesi en stuttu áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni er stuttur afleggjari á hægri hönd þar sem við leggjum bílunum. Sami staður og síðustu skipti á Hafnarfjalli. 

Tölfræðin

 

  9 - 10 km

 

 5 - 6 klst. 

    855 m hæð

   928 m hækkun

   68 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið upp mjög þéttar og skriðukenndar brekkur Klausturstunguhóls og ofar upp með hryggnum hans og þrætt svo með grasi grónum klettahjöllum í talsverðum hliðarhalla með gott hald í mosa og grasi að geilinni góðu sem lúrir falin þar til nær er komið.  Klöngrast upp þrönga ævintýralegu geilina og þrætt létta leið upp á Klausturstunguhól og yfir á hina tindana upp og niður í möl og mosa og kyngimögnuðu útsýni. Þrætt svo niður magnaðar brúnirnar á Tungukolli í grjóti og skriðu um vel færa leið þó hún virðist ófær séð úr fjarska. Mögnuð leið !

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 26. október: 

Helgafell í Hafnarfirði

um hraungatið og öxlinaMjög skemmtileg og öðruvísi leið á Helgafell Hafnfirðinga sem alltaf stendur fyrir sínu. 

Keðjubroddar og höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Helgafell í Hf frá gamla bílastæðinu 11. september árið 2007. 

helgafell_hf_110907.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 frá bílastæðinu við Helgafellið. 

Fólksbílafært. 

Ekið gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut, framhjá N1 bensínstöðinni við Setbergshverfið og suður Reykjanesbrautina að vegaslaufu sem vísar á Kaldársel og Áslandshverfi. Sú slaufa ekin upp brúna eftir skiltunum merktum að Kaldárseli og ekið inn veginn norðaustur í átt að Helgafelli, með Setbergshverfið á vinstri hönd og Áslandshverfið á hægri hönd alls um 5 km þar til komið er að skilti sem vísar á nýtt, stórt malbikað bílastæði frá 2018 þar sem nýr merktur göngustígur liggur að fjallinu.

Tölfræðin

 

    7+ km

 

2,5 klst. 

    340  m hæð

     260 m hækkun

    150 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Mjög skemmtileg og öðruvísi leið á Helgafellið, á stíg að mestu með ágætis klöngri bratta leið í gegnum hraungatið sem er fallegur leynistaður í fjallinu og allir þurfa að kynnast. 


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 7. september: 

Húsafjall Fiskidalsfjall Festarfjall

Reykjanesi


Mjög skemmtileg og frekar létt ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi upp og niður þrjú lág fjöll
við suðurströnd landsins , ekki langt frá gosstöðvunum. 

Tökum höfuðljósin alltaf með hér með, þar sem farið er að skyggja á kvöldin, yfirförum ljósin og rafhlöðurnar
og verum alltaf með auka rafhlöður meðferðis í bakpokanum.  

 

festarfjall_hphelgason.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf NB !

Um 30 mín akstur
Fólksbílafært.

Ekið frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut til Grindavíkur og þaðan beygt til vinstri veg 427 að Húsafjalli þar sem bílum er lagt á malbikað útskot á veginum (afleggjari líka fjallsmegin þar sem hægt er að leggja nokkrum bílum). 
 

Best að vera ekki á mörgum bílum þar sem pláss er takmarkað og passa þarf hundana í umferðinni framhjá. 

Tölfræðin

 

   6,7 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     211 m hæð

    433 m hækkun

    10 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Brölt upp og niður þrjú fjöll í frekar þéttum brekkum og breytilegu landslagi um skriður, mosa, hraun, klappir og möl á lág og létt móbergsslegin fjöll við suðurströnd landsins á Reykjanesi þar sem bjarminn frá gosstöðvunum mun vonandi skreyta eitthvað kvöldið. 


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 25. janúar:

Húsfell
frá Kaldárseli


Frekar löng en einföld kvöldganga á færi allra í sæmilegu gönguformi
á frekar létt fjall með langri og fallegri aðkomu í hrauni og mosa á Helgafellssvæðinu. 

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 


 

Mynd:  Húsfell séð frá Valahnúkum að vetri til á þriðjudagsæfing 10. mars 2009

husfell_2009.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 á slaginu
frá bílatæðinu við Helgafell Hf

Fólksbílafært. 

Ekið gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut, framhjá N1 bensínstöðinni við Setbergshverfið og suður Reykjanesbrautina að vegaslaufu sem vísar á Kaldársel og Áslandshverfi. Sá vegur ekinn til enda að bílastæðinu við Helgafell í Hafnarfirði.

Tölfræðin

 

    9,5 km

 

2,5 - 3 klst. 

     297 m hæð

     480 m hækkun

       90 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið á greiðfærum stíg sem liggur að Helgafelli á jafnsléttu þar til komið er að Valahnúkum sem eru þveraðir á góðum stað og farið yfir hraun, grösuga ása og grjót á jafnsléttu að Húsfelli sem býður upp á greiðfærar brekkur í grjóti og ægifögru hrauni alla leið á hæsta tind. Svipuð leið valin til baka. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 23. nóvember:

Stórhöfði 

á hringleið kringum Hvaleyrarvatn


Falleg og notaleg á færi allra í sæmilegu gönguformi
fyrir göngu í breytilegu landslagi um einstaklega fallegar slóðir við borgina

 

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa höfuðljós og keðjubrodda í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Hvaleyrarvatn með Stórhöfða út af mynd hægra megin.

hvaleyrarvatn_vefur.jpg

Akstur
 

kl. 17:30
á slaginu 
frá bílastæðinu við Hvaleyrarvatn

Fólksbílafært. 

Ekið í gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut, framhjá N1 við Setbergshverfið um vegaslaufu sem vísar á Kaldársel og Áslandshverfi. Ekið í átt að Helgafelli en þó nokkru áður er beygt til hægri inn afleggjara merktur "Hvaleyrarvatn" þar sem bílum er lagt á malarstæði við vatnið.

Tölfræðin

 

     6,5 km

 

2 klst. 

     138 m hæð

     220  m hækkun

    36 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið um stíg að mestum kringum vatnið með stórum krók yfir á og upp á Stórhöfða sem er stærsti höfðinn sem rís við vatnið að sunnan. Greiðfært að mestu en þó með smá brölti í brekkum, mosa, hjöllum og skóglendi.

Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 17. ágúst: 

Ingólfsfjall

frá Alviðru


Mjög spennandi ganga á fallegri en frekar brattri leið á miðlungs erfiðri kvöldgöngu á færi allra í sæmilegu gönguformi.  

ingolfsfjall_sept2007.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið um suðurlandsveg yfir Hellisheiði, gegnum Hveragerði og áleiðis á Selfoss en stuttu áður er beygt til vinstri inn afleggjarann að Grímsnesi þar sem ekið er þar til rétt áður en komið er að brúnni við Þrastarlund en þar er beygt til vinstri afleggjara að húsinu Alviðru sem er í eigu Landverndar, þaðan sem lagt er af stað gangandi.

Tölfræðin

 

  5,5 km

 

 2,5 klst. 

     583 m hæð

    484 m hækkun

   119 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

 Um stikaðan gönguslóða alla leið á tindinn, fyrst upp bratt, grýtt og mjög fallegt gil þar sem hægt er að styðjast við keðjur (öllum fært í klúbbnum) og svo um hjalla, melar og móa uppi á fjallinu að hæsta tindi, Inghól.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 22. febrúar: 

Langihryggur að gosstöðvunum


Falleg og frekar einföld ganga á stíg og á færi allra í sæmilegu gönguformi
á útsýnisfjallið sem gefur magnaða sýn yfir gosstöðvarnar í Geldingadölum
með viðkomu að jaðri hraunbreiðunnar sem rennur úr Nátthaga. 

 

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 

 

Mynd:  Langihryggur framundan á leiðinni #ÞvertyfirÍsland frá Stóra Leirdal að Keili
á kyngimagnaðri leið 15. janúar 2022. 

20220115_094927.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Ásvallalaug Hf

 

Aksturslengd: Um 20 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um Reykjanesbraut og beygt afleggjarann að Grindavík þar sem ekið er framhjá Bláa lóninu en stuttu áður en komið er að bænum Grindavík er beygt til vinstri Suðurstrandaveg og hann ekinn að merktu bílastæði við gosstöðvarnar. 

Tölfræðin

 

    9 km

 

3 klst. 

      274 m hæð

 

250 m hækkun

       40 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið um gamlan jeppaslóða og svo nýlegan stikaðan gönguslóða inn að Nátthaga að hraunjaðrinum og þaðan þrætt upp á Langahrygg á nýlegum, fjölförnum slóða alla leið á hæsta tind og til baka sömu leið. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 28. desember:

Lágafell
og Lágafellshamrar í Úlfarsfelli

frá Lágafellskirkju í Mosó


Okkar árlega áramótaganga um lága fellið við kirkju Mosfellinga og yfir á norðurbrúnir Úlfarsfells 
þar sem við bröltum niður snarbröttu brekkuna sem blasir við af þjóðvegi 1 og virðist ófær
en reynist alltaf fær ár eftir ár um háveturinn í myrkrinu á þessum dimmasta tíma ársins.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Lágafellshamrar í Úlfarsfelli hægra megin á mynd með Lágafellskirkju vinstra megin nær.

Tekin ofan af Lágafelli 29. desember 2020.

627aef_lagafell2_291220.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 á slaginu
gangandi frá Lágafellskirkju.

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg að bæjarmörkum Mosfellsbæjar og áfram gegnum bæinn með kirkjuna á hægri hönd þar til beygt er frekar krappa beygju til hægri inn afleggjara alla leið að kirkjunni.

Tölfræðin

 

   6 km

 

2,5 klst. 

     260 m hæð

     210 m hækkun

      35 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið frá kirkjunni upp á Lágafell, framhjá krikjugarðinum, eftir öllum hnúkum og giljum Lágafells, suður yfir á norðausturrætur Úlfarsfells og Lágafellshamrarnir raktir norðanmegin til vesturs. Farið niður bratta gilið okkar góða á hömrunum og gengið til baka að kirkjunni.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

ATH ! æfing vikunnar verður
miðvikudaginn 16. febrúar í stað þriðjudags v/covid:​

Litli Meitill Þrengslum
Sólgleraugnaganga !

Mætum með sólgleraugu og tökum sólgleraugnahópmynd
í upphafi göngu til að fagna því að sólin er ekki sest þegar æfing hefst kl. 17:30
... þó það verði snjóbylur... við höfum oftar en ekki verið í slæmu veðri...
en
sólarbirtan er svo kærkomin eftir allt myrkrið !


Falleg og frekar einföld ganga með smá brölti í byrjun á fjöllin sem varða Þrengslaveginn allan austan megin
á eitt eða tvö aðskilin fjöll þar sem veðrið ræður hvort við förum frekar létta (Litli meitill) eða frekar erfiða kvöldgöngu (báðir Meitlar).  

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd:  Litli Meitill nær og Stóri Meitill fjær með sléttlendi á milli sem kallast "Milli Meitla".
Næst hægra megin er Litla Sandfell og efst hægra megin er Skálafell á Hellisheiði.
Allra lengst til vinstri er Staki hnúkur og fjærst vinstra megin er Hengillinn með Hellisheiðarvirkjun.
Tekin 11. ágúst 2008 ofan af Geitafelli í könnunarleiðangri þjálfara. 

litli_meitill_ofl_110809.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd: Um 20 mín. 
Fólksbílafært en best að vera á hærri bílum þar sem snjóþungt er við afleggjarann.

Ekið um Suðurlandsveg frá borginni og stuttu áður en komið er að Hellisheiði er beygt til hægri inn á Þrengslaveg.  Hann ekinn um 7 km með Lambafell á hægri hönd og Stóra Meitil á vinstri hönd og síðar Litla Meitil. Við syðri enda Litla Meitils er afleggjari til vinstri. Ekið er lítillega lengra að malarstæði við fjallsrætur en ófært þar inn eftir núna og bílum lagt á afleggjara við þjóðveginn og NB hægt að leggja líka hinum megin (við Litla Sandfellið).  

Tölfræðin

 

    5 km

 

2 klst. 

      443 m hæð

 

224 m hækkun

       218 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið upp taglið á Litla Meitli hægra megin á mynd á léttu klöngri og hann þræddur upp og niður ágætis brekku norðan megin. Tekinn góður hringur niður um gilið og framhjá kyngimögnuðu Votabergi til baka.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 16. nóvember:

Lokufjall 

í Blikdal Esju


Falleg kvöldganga á færi allra í sæmilegu formi fyrir miðlungs langa kvöldgöngu
um klettana og fjallsbungurnar í mynni Blikdals
með tignarlega tindana yfirgnæfandi allt í kring

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa höfuðljós og keðjubrodda í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Lokufjall vinstra megin snjólaust á mynd í mynni Blikdals Esjunnar í austri frá Hvalfirði 6. maí 2009
og glittir í Melahnúk ofar hálfauður með Dýjadalshnúk og Tindstaðafjall hvít enn ofar og Kerhólakamb hvítan hægra megin efst. 

blikdalur_060509.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu 
frá Össur, Grjóthálsi 5.

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg að vigtarplani við suðurop Hvalfjarðarganga en í stað þess að leggja bílum við vigtarplan er ekið nokkrum metrum lengra norðan við lækinn að litlum afleggjara með hliði þar sem bílar eru skildir eftir (göngum norðan við Blikdalsá ólíkt leiðinni á Smáþúfur). 

Tölfræðin

 

     6 km

 

2 - 2,5 klst. 

     411 m hæð

     370  m hækkun

    10 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið um gras, mosa og grjót upp og niður hjalla og brúnir og svo niður um þýft og breytilegt landslag til baka.


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 8. mars: 

Meðalfell í Kjós


Fremur létt og einföld ganga en þó með þéttri hækkun og smá brölti upp
á víðfeðmt fjall í fallegri sveit Meðalfellsvatns með mjög fallegu útsýni yfir hluta Hvalfjarðar.

 

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 

 

Mynd:  Meðalfell vestan megin þar sem farið er upp en tindurinn er ekki langt þaðan uppi á fellinu.
Tekin 16. september 2007 í könnunarleiðangri þjálfara. 

medalfell_160907 (Medium).jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd: Um 35 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um Vesturlandsveg inn Hvalfjörð í Kjós að útsýnisstað við vesturenda Meðalfellsvatns þar sem við leggjum gangandi af stað.

Tölfræðin

 

    4 km