top of page

Næsta æfing er þriðjudaginn 29. nóvember:

Háihnúkur Akrafjalli

Aðventuganga


Okkar hefðbundna aðventuganga á Akrafjall á færi allra í sæmilegu gönguformi
upp þéttar brekkurnar á göngustíg alla leiðina upp á syðri tindinn sem blasir við frá Reykjavík

Jólasveinahúfur og jólalegt nesti !

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa þetta tvennt í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Akrafjall í norður frá Reykjavík með Háahnúk dekkstan vinstra megin á mynd.
Tekin í desember 2007.

jolasveinn.jpg
jolasveinn.jpg
akrafjall_081207.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu frá Össur
eða kl. 17:45 gangandi frá fjallsrótum. 

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Akranesi og beygt inn ómerktan afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að fjallinu (keyra hægar, hafa augun hjá sér, erfitt að sjá afleggjarann í myrkrinu)
og keyrt á malarvegi að merktu bílastæði við fjallsrætur.

Lengri leiðin ef ofangreind er ófær vegna snjóa eða krapa: Keyrt alveg út að þjóðveg Akranesbæjar að afleggjara merktum "Borgarnes" hægra megin, þar beygt til hægri þar til skilti merkt "Akrafjall" vísar leiðina upp að fjallsrótum (passa að beygja ekki of snemma).

Tölfræðin

 

     5,8 km

 

2 - 2,5 klst. 

     55-60 m hæð

     520  m hækkun

    46 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða í snarpri brekku með brúnum fjallsins í suðvestri með mögnuðu útsýni til sjávar og höfuðborgar á göngustíg sem er fjölfarinn allt árið um kring.

 

Gæta þarf varúðar í myrkrinu og fylgja slóðanum þar sem gengið er meðfram brúnunum alla leiðina.

Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 31. maí:

Akrafjall um Ingastíg
á magnaða klettanös í suðurhlíðum
og um Tæpigötu á niðurleið

 

Spennandi og öðruvísi upplifun af Akrafjalli þar sem farið verður á Háahnúk en beygt af leið niður á klettanös í suðurhlíðum á magnaðri leið og farin öðruvísi leið niður um Tæpigötu ofan gljúfursins.
Á færi allra í sæmilegu gönguformi fyrir frekar stutta kvöldgöngu á stíg allan tímann og með smávegis krefjandi kafla í tæpum en öruggum hliðarstíg niður á klettanösina og svo svipaðan hliðarstíg í bakaleiðinni á smá kafla. Valkvætt að fara þessar tæpistigur. 

 

Mynd:  Klettanösin sem við köllum Ingakamb í suðurhlíðum Akrafjalls,
tekin á þriðjudagsæfing 17. maí 2016. 

akrafjall_ingastigur_170516.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd:
Um 45 mín.

Fólksbílafært.

Ekið um Ekið um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng í átt að Akranesi og beygt inn ómerktan afleggjara á hægri hönd sem liggur upp að fjallinu
og keyrt á malarvegi að merktu bílastæði við fjallsrætur.

Tölfræðin

 

   6,5 km

 

2,5 - 3 klst. 

      564  m hæð

 

560 m hækkun

       60 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Mjög flott og öðruvísi leið á Háahnúk í Akrafjalli þar sem gengið er á stíg upp á Háahnúk en í bakaleiðinni er tekinn aukakrókur utan í suðurhliðunum um tæpan en öruggan stíg í hliðarhalla niður á smá klettanös sem rís ofan við þjóðveginn inn að Akranesi. Á niðurleið er svo aftur farið út af hefðbundinni leið og tekin Tæpigata niður með gljúfrinu. Ekki farin þessi leið ef stígar eru blautir NB. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 8. júní: 

Svörtuloft Kjalardalur Geirmundartindur

Akrafjalli


Mjög spennandi ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi um fáfarnar slóðir upp á hæsta tind Akrafjalls norðan megin upp gullfallegan dal með klöngri upp á glæsilegar brúnir og niður frekar bratta en mjög skemmtilega leið.  Sjá Kjalardal hér svipmikinn á mynd hægra megin í Akrafjalli og Geirmundartind hæstan hægra megin. Magnaður dalur sem er vel þess virði að kynnast betur og fá allt aðra mynd af Akrafjalli en á hefðbundnum gönguleiðum um það. 

akrafjall_nordan_2009.JPG

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 40 mín akstur

Ekið frá borginni um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng þar sem beygt er til hægri þegar komið er úr göngunum (eins og verið sé að fara í Borgarnes) en fljótlega þegar búið er að aka meðfram Akrafjalli öllu og komið norður fyrir það er beygt inn veg nr. 51 (eins og verið sé að fara á Akranes norðan megin Akrafjalls) og sá vegur ekinn meðfram norðurhlíðum Akrafjalls þar til komið er að bænum Kjalardal þar sem bílum er lagt við veginn.

Tölfræðin

 

 8 - 9 km

 

 3,5 - 4 klst. 

   648 m hæð

 390 m hækkun

  62 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Gengið upp þéttar grasi grónar brekkur gullfallegs Kjalardals meðfram gljúfrinu og um grjót, skriður og kletta góða leið upp á Svörtuloft og svo upp á brúnirnar sem eru raktar alla leið á Geirmundartind ef veður leyfir.

 

Farið niður frekar bratta en vel færa leið austan við Geirmundartind (uppgönguleiðin okkar um "Pytta").

 

Ef veður er ekki gott sleppum við Geirmundartindi en tökum helst allan Kjalardalinn upp á brún.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 15. mars: 

Arnarfell Þingvöllum


Mjög falleg ganga á fjölbreytt fjall við strendur Þingvallavatns
sem gefur einstakt útsýni yfir Þingvallasvæðið og vatnið í sérlega fallegu umhverfi.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 

 

Mynd:  Arnarfell frá þjóðveginum í könnunarleiðangri þjálfara 19. apríl 2010

arnarfell_thingv_190410.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5

 

Aksturslengd: Um 40 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um Þingvallaafleggjara að Þingvöllum, framhjá þjónustumiðstöð og í átt að Gjábakka þar sem beygt er fljótlega til hægri inn ómerktan afleggjara við Arnarfell (hlið á afleggjaranum) þar sem bílar eru skildir eftir við beygjuna nær fjallinu ef það er bílfært vegna snjóalaga, annars nær þjóðveginum, metið á staðnum.

Tölfræðin

 

    5 - 7 km

 

2 - 3 klst. 

       274 m hæð

 

350 - 410 m hækkun

       130 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Um birkiskóg, gras, mosa, melar, grjót, móbergsklappir og skriður  eftir fellinu endilöngu frá norðri til suðurs og til baka austan megin á slóða (5 km) eða niður vestan megin að fjörum Þingvallavatns og þaðan til baka mun flóknari leið EF færi og veður leyfir (7 km). 

Fjölbreytt og gullfalleg gönguleið í mögnuðu umhverfi.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 10. janúar 2023:

Ásfjall og Vatnshlíð kringum Ástjörn

frá Ásvallalaug Hafnarfirði


Mjög skemmtileg, miðlungslöng en frekar létt kvöldganga í jaðri byggðarinnar í Hafnarfirði
þar sem við hringum fyrsta vatnið af tólf á árinu... Ástjörn.

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 

Mynd:  Ásfjall í Hafnarfirði þann 19. janúar 2016 á þriðjudagsæfingu. 

Akstur
 

Kl. 17:30 gangandi á slaginu 
frá Ásvallalaug Hf NB !


Fólksbílafært

Ekið að Ásvallalaug í Hafnarfirði um Ásbraut inn í Vallahverfið þar sem laugin er sunnan við Haukahúsið - sjá hér á korti með leiðarhjálp:

Your location to ásvallalaug - Google Maps

 

Tölfræðin

 

   6 km

 

2 - 2,5 klst. 

   130 m hæð

     315 m hækkun

     10 m upphafshæð

Erfiðleikastig 1-2 af 6
 

Leiðin

Á stíg til að byrja með frá bílstæðinu við Ásvallalaug yfir ána og áfram inn að Vatnshlíðinni upp á Vatnshlíðarhnúk í möl, grjóti og mosa og þaðan farið til baka yfir á hæsta tind Ásfjalls í moslendi og lúpínubreiðum en frá Ásfjalli er ágætis brölt niður á stíginn norðan megin og hann tekinn í borgarljósum til baka að Ásvallalaug. 

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 24. ágúst: 

 

Brennifell, Hestdalsöxl og Hlíðarbrúnir

Skarðsheiðardraumurinn
... tindar 12, 13 og 14 af 22


Mjög spennandi og falleg leið á færi allra í sæmlegu gönguformi
fyrir nokkuð langa en einfalda kvöldgöngu um nýjar slóðir á lægri bungurnar sem rísa suðaustan megin í Skarðsheiðinni
og falla í skuggann af hæstu tindum hennar en koma vonandi á óvart sakir fegurðar og nýrra útsýnisstaða. 

 

skardsheidin_160907.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 60 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið um vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng og til hægri þjóðveg 47 og svo þjóðveg 520 að Draghálsi þar sem bílum er lagt á sama stað og í janúar þegar farið var á Hádegishyrnu.

Tölfræðin

 

  7 - 9 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     520 m hæð

    450 m hækkun

   200 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

 Um ótroðnar slóðir tilraunakennda leið þar sem stikla þarf yfir (eða vaða, takið með vaðskó í bílinn til öryggis, við sjáum ána frá bílunum) upp með ægifögru gljúfri Hestadalsár og um grýtt heiðarland í suðausturhlíðum Skarðsheiðarinnar þar sem múlar og hlíðar liggja ofan við Geitabergsvatn. Farinn hringur og metið hvort farið er niður að vatninu til baka eftir landslagi og tíma. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 10. maí:
 

ATH BREYTING - Vífilsfellið verður eftir viku !

Búrfellsgjá
í endurheimt eftir jökulinn
 

Létt og stutt kvöldganga í endurheimt eftir Suðurtind Hrútsfjallstinda
og svo heim  í "áfram Systur"  í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva :-) 


Mynd:  Húsfell vinstra megin, Grindaskörð og Bollarnir í baksýn, Valahnúkar hægra megin
og Langahlíð þar að baki. Tekin 31. ágúst 2008.

burfellsgja_310808.jpg

Akstur
 

Kl. 17:30 á slaginu
frá fjallsrótum NB !

 

Aksturslengd:
Hittumst við fjallsrætur NB !
Fólksbílafært.

Ekið suður fyrir Vífilsstaðavatn og Heiðmerkurveg (408) að Hjallaenda þar sem bílum er lagt á nýja malarstæðinu.

Tölfræðin

 

   6  km

 

1,5+ klst. 

      178  m hæð

 

220 m hækkun

      116  m upphafshæð

Erfiðleikastig 1-2 af 6
 

Leiðin

Um góðan slóða alla leið og svo mosagróið hraun að Búrfelli og upp hraunskriður þess. Gengið hringinn um gígbarminn og niður með gjánni og hrauntröðinni til baka.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 11. október:

 

Traðarfjöll og Djúpavatnskambur
 Reykjanesi
 

Spennandi ný leið á lága kamba við Djúpavatn á Vigdísarvallaleið
með fallegu útsýni yfir Djúpavatn og nágrenni
á færi allra fyrir stutta og frekar létta kvöldgöngu
með smávegis brölti í hrauni, grasi, grjóti og mosa.
Spáum í að fara upp Djúpavatnseggjarnar líka
ef veður er sérlega hagstætt þetta kvöld, metið á staðnum. 

 

ATH höfuðljósin í bakpokann hér með, það dimmir snemma
og höfum alltaf vara-rafhlöður með í bakpokanum.

Mynd: Traðarfjöll fjær vinstra megin og Djúpavatnskambur nær við vatnið vinstra megin. 
Tekin á þriðjudagsæfingu af Fíflavallafjalli 31. ágúst 2021. 

 

tradarfjoll_djupavatnskambur_310821_181150.jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Ásvallalaug Hafnarfirði NB 

 

Aksturslengd:
Um 20 mín

Fólksbílafært en betra að vera ekki á mjög lágum bílum. 

Ekið frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut og beygt til vinstri inn á veg 42 í nýja hverfinu og sá vegur ekinn að Vatnsskarði en stuttu áður er beygt inn afleggjara um Vigdísarvelli og Vigdísarvallavegur ekinn að góðum stað stutt frá Djúpavatni þar sem gangan hefst.

Tölfræðin

 

   6 km

 

2 klst. 

      260 m hæð

 

200 m hækkun

        195 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Skemmtilegt og létt brölt í í  hrauni, mosa, grasi og grjóti upp á tvo lága fjallskamba en annars á sléttlendi um mosaslegnar hraunhellur í einstaklega fallegu landslagi.

Leiðarval endurmetið
ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.

Næsta æfing er þriðjudaginn 12. apríl:

Dragafell frá Draganum
og fjörur Skorradalsvatns til baka


Nýtt fjall í safnið um ávala fjallsbungu sem rís í framhaldi af Skarðsheiðinni
og geymir m. a. leiðina um Síldarmannagötur á frekar léttri og einfaldari leið
sem við ætlum að skreyta með fjöruferð um Skorradalsvatn til baka.  

Keðjubroddar og höfuðljós með til öryggis.
 

Mynd:  Dragafell hægra megin á mynd með hluta af Skorradalsvatni í baksýn.
Tekin ofan af Brennifelli á þriðjudagsæfingu 24. ágúst 2021.

brennifell_ofl_240821 (13).jpg

Akstur
 

Kl. 17:00 á slaginu
frá Össur Grjóthálsi 5 

 

Aksturslengd: Um 60 mín. 
Fólksbílafært.

Ekið um vesturlandsveg, gegnum Hvalfjarðargöng og til hægri &tho