Dagskrá Toppfara árið 2025
Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs, færðar og svigrúms þjálfara.
Dagskráin er sífellt í þróun og breytist með veðri og vindum, betri hugmyndum og óskum.
Þriðjudagsæfingar falla ekki niður nema vegna óviðráðanlegra orsaka
og helst ekki vegna veðurs nema í lengstu lög við tilmæli Almannavarna
og þá tilkynnt samdægurs á fb-síðu hópsins.
Brottför er alla þriðjudaga kl. 17:00 frá Össuri, Grjóthálsi 5 eða frá Ásvallalaug í Hf
eftir því hvar æfingafjallið er staðsett, þar sem við sameinumst í bíla,
NEMA þegar fjöllin eru innan borgarmarka, þá er hist við fjallsrætur kl. 17:30 og ekki sameinast í bíla.
Föstudagur og sunnudagur er almennt til vara um helgar þegar ganga er á sett á laugardag
ef þjálfarar og leiðangursmenn komast þá daga.
Janúar
Þri 7. jan: Litli Meitill í Þrengslum
Laug 11. jan: Hestur og Knarrarfjall Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Þri 14. jan: Búrfellsgjá
Laug 18. jan:
Þri 21. jan: Helgafell í Mosó
Þri 28. jan: Valahnúkar
Febrúar
Laug 1. feb:
Þri 4. feb:
Þri 11. feb:
Þri 18. feb:
Laug 22. feb:
Þri 26. feb: Geirmundartindur Akrafjalli
Mars
Laug 1. mars:
Þri 4. mars: Miðfellsmúli í Hvalfirði
Þri 11. mars:
Þri 18. mars:
Laug 22. mars: Hekla frá Næfurholti - 33 km á 14 klst.
Þri 25. mars: Þyrilsnes Hvalfirði
Apríl
Laug 5. apríl:
Þri 1. apríl:
Þri 8. aprí:
Þri 15. aprí:
Þri 22. apríl: Gígarnir bak við Stóra Kóngsfell
Fim 24 apríl, sumardagurinn fyrsti: Skarðsheiðin endilöng - 22 km á 11 klst.
Laug 26. apríl: Varadagyr fyrir Skarðsheiðina
Þri 29. apríl: Rauðihnúkur við Skarðsheiði
Maí
Laug 3. maí:
Þri 6. maí: Nyrðri og Syðri Eldborg í Lambafellshrauni
Þri 13. maí: Bláfjallahnúkar
Laug 17. maí:
Þri 20. maí: Bolaklettur Borgarfirði
Laug 24. maí: Botnssúlurnar allar fimm - 25 km á 15 klst.
Þri 27. maí: Ölfusvatnsfjöll, Lambhagi, Gildruklettar og Einbúi Þingvallavatni
Júní
Þri 3. júní: Hattur, Hetta og Hverafjall Reykjanesi
Laug 3. júní: Skjannanípa, Raufarfell og Kaldaklifsárgljúfur. #Eyjafjöllin
Þri 10. júní: Nesjaskyggnir Nesjavöllum
Þri 17. júní: Fossar Þjórsár frá Búðarhálsi að Hvanngiljahöll - legg 15 #ÞvertyfirÍsland
Laug 21. júní: Syðstu Jarlhettur að Stóru Jarlhettu og um jökulinn og Hagavatn til baka
Þri 24. júní - fös 27. júní: Strútsstígur Ofurganga 44 km á einni nóttu með rútu (hámark 14 manns)
Júlí
Þri 1. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 8. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 15. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Alpaferð með Asgard Beyond - sjá nánar síðar !
Þri 22. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Þri 29. júlí: Klúbbganga, þjálfarar í sumarfríi
Ágúst
Þri 5. ágúst: Laufskörð og Móskarðahnúkar endilangir
Fös 8. - sun 10. ágúst 9. ágúst: Kambur í Jökulgili frá Landmannalaugum #FjöllinaðFjallabaki
Þri 12. ágúst: Mófell og Ok norðan í Skarðsheiði
Laug 16. ágúst: Kerlingarfjöll á Fannborg, Vesturgnýpu, Snækollur, Snót og Loðmundur.
Þri 19. ágúst: Seltindur í Eyjadal Esju
Laug 23. ágúst: Föstudagsganga á Laugafell (Menningarnótt)
Þri 26. ágúst: Hátindur og Jórutindur Þingvöllum
Laug 30. ágúst: Hvanngiljahöll í Álftavatn legg 16 #ÞvertyfirÍsland
September
Þri 2. sept: Hafnarfjallsöxl syðri
Laug 6. sept:Smáfjöll og Smáfjallarani við upptök Innri Emstruár. #Laugavegsfjöllin
Þri 9. sept: Nyrðri og Syðri Eldborg austan Meitla
Þri 16. sept: Ólafsskarðshnúkar
Laug 20. sept: Álftavatn að Kistuöldu legg 17 #ÞvertyfirÍsland
Þri 23. sept: Mávahlíðar og Mávahlíðarhnúkur
Laug 27. september: Ljósufjöll og Botnaskyrtunna
Þri 30. sept: Litla Sandfell við Jórugil
Október
Þri 7. okt: Rauðuhnúkar við Bláfjöll
Laug 11. okt: Kistualda
Þri 14. okt: Torfdalshryggur og Þverfell kringum Bjarnarvatn og Borgarvatn
Laug 18. okt: Háifoss inn gljúfrið og Gjáin í Þjórsárdal.
Þri 21. okt:
Þri 28. okt:
Nóvember
Laug 1. nóv: Baula í nóvember
Þri 4. nóv: Hafrahlíð og Reykjaborg
Laug 8. nóv:
Þri 11. nóv: Smáþúfur Blikdal
Þri 18. nóv: Mosfell
Þri 25. nóv: Aðventuganga á Háihnúk Akrafjalli
Mælifell, Stafnafell, Korri, Steinahlíð og Miðfell á Snæfellsnesi. #Snæfellsnesfjöllin
Desember
Þri 2. des: Æsustaðafjall og Reykjafell
Þri 9. des: Helgafell í Hafnarfirði
Laug 13. des:
Þri 16. des: Jólaganga á Úlfarsfell
Þri 23. des: Jólafrí
Sun 28. des: Brimlárhöfði Snæfellsnesi
Þri 30. des: Lágafell og Lágafellshamrar frá Lágafellskirkju
Gamlársdagur 31. des: Úlfarsfell með stjörnuljós og freyðivín !
Áskorun ársins 2024 krossþjálfun í hverri viku:
Ástundum fjórar mismunandi hreyfingar í hverri viku
með því að ganga á fjöll, skokka, synda, ganga, hjóla, skíða, lyfta, fara í jóga... o.s.frv...
... og ná í leiðinni
*hálftíma á dag alls í hreyfingu alla daga ársins
*fara á vinafjallið x52 eða oftar á árinu
*ná fjallamaraþoni 42,2 km á fjöllum í hverjum mánuði
... af því við elskum að hreyfa okkur alla daga allt árið um kring á sem fjölbreyttasta og skemmtilegasta máta
og líkaminn fagnar tilbreytingunni...
Hin áskorun ársins 2025 er 12 fjöll á 12 fjallatímum
þar sem við förum eins rösklega og við getum upp og mælum tímann og skráum hann
okkur til aðhalds í gegnum árn og hvatningar til að halda okkur áfram í góðu formi
og fá orku frá öðrum til að bæta okkur.
Fjöllin sem um ræðir eru:
Ásfjall, ...
Ofurganga ársins 2025...
er Strútsstígur frá Hólaskjóli í Hvanngil þar sem við tökum 3ja daga gönguleið á einni nóttu
eins og í fyrri ofurgöngum og upplifum dagsbirtuna, sólsetrið, næturtöfrana og loks sólarupprásina
í einni lygilegri og ólýsanlegri upplifun... og skálum í freyðivíni í morgunpartýi sem á sér engan líka !
#Ofurganga
Bætum áfram við kyngimögnuðum fjöllum í safnið
#FjöllinaðFjallabaki og #Laugavegsfjöllin og #Skaftárfjöllin #Þórsmerkurfjöllin #Snæfellsnesfjöllin #Eyjafjöllin
sem flest eru fáfarin og lítt þekkt en sérlega spennandi og fögur
#ÞvertyfirÍsland
Höldum áfram göngunni yfir landið og förum leggi þrjá leggi
meðfram Þjórsá og endum í Vonarskarði sem er lygileg von í eyðimörk hálendisins.
Göngum á 18 fjöll á 18 dögum á 18 ára afmælinu í maí.
#18fjöllá18dögum
... og förum á páskafjöllin fimm yfir páskana.
#páskafjöllin5
Prjónum áfram riddarapeysur og aukahluti riddarans... vettlinga, húfur, pils...
og bætum öðrum mynstrum við eins og okkur lystir...
til að auðga lífið, skapa, njóta fegurðar, læra af hvort öðru og bara hafa gaman :-)