Næsta æfing er þriðjudaginn 25. maí...
 

Eldborg

Nyrðri og Syðri

Lambafellshrauni

Ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi fyrir frekar langa en ekki erfiða kvöldgöngu
á lága og formfagra gíga í Lambafellshrauni austan Bláfjalla
þar sem brölt er um stíg gullfallega leið í gegnum hraunið.  

eldborg_nyrdri_sydri_170809.JPG

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 20 mín akstur

Ekið um Suðurlandsveg frá borginni og beygt til hægri inn Þrengslaveg og hann ekinn með Lambafellshnúk á hægri hönd og beygt þar mjög fljótlega inn ómerktan og frekar óljósan afleggjara til hægri að skarðinu milli Lambafellshnúks og Lambafells (sami staður og á þau fjöll í haust NB).  

Tölfræðin

 

9 km

 

2,5+ klst. 

  482 og 445 m hæð

265 m hækkun

288 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið á stíg um úfið Lambafellshraunið á tvo formfagra gíga sem rísa upp úr hrauninu og gefa mjög fallegt útsýni yfir Bláfjöllin í vestri og Þrengslafjöllin í austri. 

Frekar greiðfær leið en þó ágætis brölt í misúfnu hrauninu í fallegu landslagi. 

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.