
Strútsstígur 45 km ofurganga frá Hólaskjóli í Hvanngil 3ja daga leið á einni nóttu #Ofurganga
Tue, Jun 24
|Ofurganga
Ofurgangan árið 2025 er fallega gönguleiðin úr smiðju Útivistar til margra ára þar sem við göngum frá töfralandi Skaftár í Hólaskjóli yfir í miðja Laugavegsgönguleiðina við Hvanngil með Torfajökul og Mýrdalsjökul til beggja handa í mögnuðu hálendislandslagi alls 45 km á einni nóttu um 16 - 18 klst.


Dagsetning og tími
Jun 24, 2025, 10:00 AM – Jun 27, 2025, 2:00 PM
Ofurganga, Fjallabaksleið nyrðri, 881 Kirkjubæjarklaustur, Iceland
Nánari upplýsingar
Uppfært 5. febrúar 2025:
Skráðir eru 5 manns: Ása, Bára, Haraldur, Júlía, Örn - laus 12 pláss.
Mikilvægar tilkynningar:
*Lágmark og hámark 17 manns.
*Ef við náum ekki 17 manns þá þurfum við að sleppa flutningi frá Rvík og skutlast sjálf með bíla milli enda- og upphafsstaðar með tilheyrandi kostnaði og farangursveseni við að gista fyrir og eftir ferð (lágmark að gista eftir göngu fyrir bílstjórann) og þá erum við háð því að leiðangursmenn geti skaffað jeppa (jepplingafært í Hólaskjól en eingöngu jeppafært í Hvanngil (Keyra yfir vatnsmikla Hólmsá) og bílstjórar fá minni hvíld, svo þessi ferð stendur eiginlega og fellur með að við náum 17 manns. Ef ekki næst nægur áhugi þá munum við færa ofurgönguna á annað landsvæði þar sem við erum ekki háð jeppaflutningi.
*Skráning eingöngu með greiðslu þar sem ferðin stendur og fellur með nægum fjölda til að fá fjallarútuna.