Fri, May 06
|Öræfajökull, Iceland
Suðurtindur í Hrútsfjallstindum
Jöklaferð ársins 2022 er laugardaginn 7. maí. Mjög spennandi jöklaferð á einn af fjórum Hrútsfjallstindunum sem er brattari og flóknari uppgöngu en hæsti tindur. Eingöngu á færi þeirra sem eru í mjög góðu formi fyrir mjög langan og krefjandi göngudag í jöklabúnaði og línum.
Time & Location
May 06, 2022, 2:00 PM EDT – May 08, 2022, 4:00 PM EDT
Öræfajökull, Iceland
About the Event
Uppfært 1. maí:
Skráðir eru 14 manns, förum í tveimur línum: Bára, Björgólfur, Elísabet gestur, Fanney, Gunnar Viðar, Gulla, Jaana, Kolbeinn, Siggi, Sigrún Bj., Sjöfn Kr., Svavar gestur, Tinna Bjarndís, Örn.
Afbókað og fá endurgreitt ef annar kemur í staðinn:
Njóla - Anna Sigga tók það pláss,
Inga Guðrún - Elísabet tók það pláss,
Ása - Svavar tók það pláss,
Anna Sigga,
Oddný T.,
Ingi.
Jóhanna Fríða.
Fækkað um eina línur úr þremur í tvær og allir fá því endurgreitt sem hafa afbókað.
Biðlisti:
Skráning á biðlista er eingöngu með greiðslu staðfestingargjalds sem er ekki endurgreitt nema annar komi í staðinn ef viðkomandi afþakkar pláss í ferðinni, eða ef viðkomandi á biðlista afskráir sig meðan hann er ennþá ekki kominn með staðfest pláss.
Hámark 18 manns, lágmark 12 manns.
Mikilvægar tilkynningar:
*Það er skýr krafa frá leiðsögumönnum að eingöngu þeir sem æfa mjög vel fyrir þessa ferð og eru í mjög góðu gönguformi fyrir mjög langan og krefjandi dag geti komið í þessa göngu. Leiðin er flókin, fjölbreytt og krefjandi allan tímann, dagurinn er mjög langur og það er ekki möguleiki á að snúa við með hluta af hópnum, svo ALLIR þurfa að vera mjög vel undirbúnir. Til að tryggja að við séum öll í takt þurfa allir leiðangursmenn að æfa með klúbbnum og mæta vel, helst sem oftast í okkar göngur til að æfa formið og einnig svo við þjálfarar getum metið formið á öllum og tryggt að allir séu vel undirbúnir. Menn eru allt frá 14 - 18 klukkutíma í göngu á Hrútsfjallstinda en flestir líklega kringum 16 klst.. Árið 2011 fóru Toppfarar á hæsta tindinn, Hátind og voru 17 - 17,5 klst. alls 24 km með 2.000 m hækkun. Þessi ferð er á erfiðari Hrútsfjallstind en þann hæsta, þar sem setja þarf tryggingar og lóðsa sig upp með því að læsa karabínum í línurnar en það er tímafrekt og tók sem dæmi einn klukkutíma á Vestari-Hnapp í fyrra. Sjá ferðasöguna af Hrútsfjallstindum árið 2011: Stórkostlegir Hrútsfjallstindar (toppfarar.is)
*Góð viðmiðun fyrir gott gönguform eru allir þeir sem geta haldið sig framarlega í göngunum okkar, bæði upp brekkur og á sléttum köflum og eru almennt ekki að dragast aftur úr né í vandræðum með formið í löngum göngum. Það er góð regla ef menn vilja bæta formið sitt að staðsetja sig alltaf í hverri göngu framarlega og reyna að halda í við fremstu menn eins lengi og þeir geta. Gera þetta í hverri göngu og finna hvernig formið eykst. Önnur góð regla er að fara einsamall eina röska göngu á viku á vinafjallið sitt eða álíka, ganga alla leið upp á tind og niður aftur án þess að stoppa nema eingöngu uppi á tindinum, þó maður sé móður og þreyttur. Gera þetta að lágmarki einu sinni í viku og finna hvernig formið eykst. Þá er það skilyrði allra sem fara í þessa ferð að fara í lágmark 3 göngur sem eru mjög langar eða um 18+ km langar og vera framarlega í þeim eða ekki í vandræðum með formið. Ekkert stress, mjög margir í klúbbnum eru í nægilega góðu formi fyrir þessa göngu nú þegar, nú reynir á að halda því formi fram í maí eða bæta það ef menn geta ekki mátað sig við ofangreind skilyrði - það er vel hægt og mögulegt öllum með góðri ástundun. Koma svo, við getum þetta, þetta verður geggjað gaman og algerlega þess virði eins og fyrri jöklagöngur öll þessi ár sýna vel.
*Skráning er hafin með staðfestingargjaldi kr. 8.000 á mann sem er óendurkræft við afboðun nema annar komi í staðinn NB. Ekki skrá ykkur nema þið séuð ákveðin í að koma með og tilbúin til að æfa vel hér með.
*Fullgreiða þarf ferðina í allra síðasta lagi föstudaginn 1. apríl og fæst hún ekki endurgreidd við afboðun nema annar komi í staðinn.
*Takið frá tímarammann frá fimmtudagskveldi 5. maí, fös 6. maí, laug 7. maí og sun 8. maí þar sem stefnt er að göngu laug 7. maí en göngudagar til vara eru föstudagur og sunnudagur. Allir þessir dagar gilda sem mögulegir göngudagar þegar nær dregur og skráning og greiðsla fyrir ferð miðast við að allir komist alla dagana (fimmtudagskveldið þá til að keyra austur og í versta falli erum við að keyra heim á mánudegi eftir göngu á sunnudegi).
*Ég pantaði 18 gistipláss í Svínafelli en hver og einn þarf að skrá sig í það pláss með því að senda þeim tölvupóst og þau pláss sem ekki eru staðfest falla niður NB - sjá nánar neðar undir gistingu.
*Sjá hér allar lengri jöklaferðir Toppfara á Vatnajökul hér í tímaröð: http://fjallgongur.is/vatnajokulsferdir_fra_upphafi.htm
*Sjá Undirbúningur fyrir jöklaferðir - mikilvægt að allir lesi þetta alltaf fyrir árlegu jöklaferðirnar í maí NB: http://fjallgongur.is/jokla_gongu_thjalfun_almennt.htm
Veðurspár:
www.vedur.is Skoðið staðaspár og veðurþáttaspár til að fá betri yfirsýn yfir vind, úrkomu og hita á svæðinu. NB Textaspá er réttari en myndaspá. www.belgingur.is er stundum nákvæmari.
Sjá norska veðurspáveginn þar sem hægt er að skoða langtímaspá, helgarspá og klukkutímaspár en taka þarf með í reikninginn að um fjallendi er að ræða þar sem önnur lögmál gilda en á láglendi og oft er hæðartala á þessum vef röng:
Yr - Hrutsfjallstindar - Weather forecast
Verð:
Kr. 28.000 fyrir klúbbmeðlimi - allur jöklabúnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína).
Kr. 33.000 fyrir gesti - allur jökla búnaður innifalinn (broddar, ísexi, belti, hjálmur, karabína).
Greitt beint inn á reikning Toppfara ehf: 0114-26-58100. kt. 581007-2210 eða með símgreiðslu á kreditkorti: Örn er í síma 588-5277 eða 899-8185 og Bára í 867-4000 og tölvupóst orn-bokari(hjá)simnet.is og baraket(hjá)simnet.is.
Skráning og skilmálar: Skráning í ferðina fer fram með greiðslu staðfestingargjalds kr. 8.000 inn á reikning Toppfara: 0114-26-58100. Kt: 581007-2210. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annar komi í staðinn. Fullnaðargreiðsla kr. (20.000 / 25.000) skal berast í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl.
Leiðsögumenn:
Jón Heiðar Andrésson og leiðsögumenn hjá Asgard Beyond: www.asgardbeyond.is og https://www.facebook.com/asgardbeyond
Göngulengd, hæð, hækkun og tímalengd:
Um 25 km á 16 klst. upp í 1.820 m hæð og hækkun er alls um 2.100 m miðað við 150 m upphafshæð.
Tímasetningar göngudags gætu endað svona en veður ræður endanlega: Vakna kl. 02:00 eða fyrr, hugsanlega á miðnætti NB !. Brottför keyrandi frá Svínafelli kl. 02:45 stutta leið að fjallsrótum. Lagt af stað gangandi kl. 03:00. Gengið í 16 klst. og komið niður um kl. 19:00 um kvöldið. Fordrykkur, sturta, grill, viðrun á deginum, kvöldvaka til miðnættis --> ómetanlegur dagur að baki !
Gengið meðfram Skaftafellsjökli sem skríður þarna fram um 2ja km leið í grjótruðningum og svo upp bratt Hafrafellið í grjóti og mosa þar sem gæti verið hálka og svellað færi. Gengið inn Hafrafellið í langri brekku í krefjandi hliðarhalla upp í skarðið þar sem Hrútsfjallstindarnir blasa við sem og Hvannadalshnúkur og Dyrhamar og neðar er Svínafellsjökullinn fallandi fram á láglendið í allri sinni dýrð. Algerlega ógleymanleg sýn. Úr skarðinu er farið
yfir þekkt sprungusvæði sem getur tafið för og krefst varkárni allra, samvinnu og færni leiðsögumanna. Tindurinn sjálfur, Suðurtindur er brattur og þar þarf að tryggja leið upp með öryggislínu og fylgja leiðbeiningum leiðsögumanna með lóðsun upp og niður. Valkvætt verður að fara á tindinn, hægt að bíða niðri á meðan en öryggi er í hámarki hjá þessum leiðsögumönnum og þess virði að fara upp í krafti hópsins.
Brottför og heimkoma:
Brottför frá Reykjavík í Skaftafell kl. 14:00 á föstudegi. Gengið af stað kl. 5:00 á laugardagsmorgni en ákveðið endanlega á fimmtudag eða föstudag. Grillveisla í á tjaldstæðinu í Skaftafelli eftir göngu - gaman saman - og brottför heim kl. 10:00 á sunnudegi eða eftir smekk hvers og eins og heimkoma um kl. 15:00.
Aksturslengd/-lýsing:Um 326 km á 4 - 5 klst. um Suðurlandsveg alla leið í Skaftafell með viðkomu í Systrakaffi eftir smekk (þá 5 klst alls).
Gisting:
- Pöntuð eru 18 gistipláss fyrstu helgina í maí með sveigjanleika frá fimmtudegi fram á mánudag eftir því hvaða göngudagur verður fyrir valinu - alltaf miðað við 2 nætur á mann.
- Svefnpokapláss kostar 4.700 kr á mann nóttin. Taka með lak, sæng og kodda eða svefnpoka.
- Mikilvægt að senda póst á svinafell(hjá)svinafell.com til að festa sér pláss og mikilvægt að taka fram "Toppfarar".
- Pálína í Svínafelli vill allt fyrir okkur gera... virðum sveigjanleika þeirra og liðlegheit
- Annars er það tjald þeir sem vilja og það þarf ekki að panta tjaldstæði.
- Sturtuaðstaða á staðnum (lítið vatn samt en alltaf vel þegið að skola af sér).
- Þjálfarar koma með kol og olíu og hver og einn kemur með sitt á grillið eftir göngu.
- Mjög góður matsalurinn sem við höfum aðgang að - sjá www.svinafell.com.
- Ef menn vilja betri gistingu en svefnpokapláss þá er Kartöflugeymslan, Hótel Skaftafell, Hof o. fl. gististaðir í nágrenninu.
- Ath við verðum að sofa í Skaftafelli nóttina fyrir og eftir, ekki möguleiki að keyra í bæinn eftir göngu v/þreytu og lítils svefns fyrir göngudaginn NB.
Erfiðleikastig:
Um 6 af 6 eða mjög krefjandi dagsganga, eingöngu á færi þeirra sem farið hafa í krefjandi dagsferðir vikurnar og mánuðina á undan. Reynsla í göngu á broddum með ísexi og í línum nauðsynleg. Tindferðir í janúar fram í apríl miða að því að undirbúa þessa jöklaferð þar sem farið er í fremur langar dagsferðir og í mars og apríl förum við á há fjöll á jöklabroddum með ísexi til að æfa þann búnað vel.
Búnaður:
Í grunninn sami búnaður og í vetrartindferðunum og því kemur sér vel að hafa gengið reglulega í vetur og vor. Jöklabroddar, ísexi og göngubelti með læstri karabínu nauðsynlegur búnaður allra - innifalið í verði en þarf að panta við fullnaðargreiðslu. Sjá yfirlit undir búnaður.
Tryggingar:
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi. Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra. Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.
Sjá viðburð á fb hér: