Næsta æfing er þriðjudaginn 31. ágúst: 

Djúpavatnskambur Fíflavallafjall Hrútafell

Reykjanesi


Mjög litrík og formfögur leið á færi allra í sæmlegu gönguformi
fyrir frekar miðlungs létta kvöldgöngu þar sem þrætt er eftir margbreytilegu og einstaklega fallegu fjalli um töfraslóðir Reykjanessins
þar sem við ætlum helst að skjótast upp á brúnirnar ofan við Djúpavatn í byrjun göngu og á Hrútafell í bakaleiðinn ef veður leyfir. 

 

fiflavallafjall_100511.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf NB !

Um 20 mín akstur
Fólksbílafært en betra að vera ekki á mjög lágum bílum. 

Ekið frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut og beygt til vinstri inn á veg 42 í nýja hverfinu og sá vegur ekinn að Vatnsskarði en stuttu áður er beygt inn afleggjara um Vigdísarvelli og Vigdísarvallavegur ekinn að Lækjarvöllum við Djúpavatn sem gangan hefst.

Tölfræðin

 

   8 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     371 m hæð

    540 m hækkun

    212 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Létt brölt í grasi, mosa, hrauni, klöppum og möl á móbergsslegið fjall í litríku og einstaklega fögru landslagi á Reykjanesi með frábæru útsýni á hin ýmsu fjöll og vötn allt í kring.

 

Byrjum helst á litla kambinum ofan við Djúpavatn og skjótumst upp á litla Hrútafellið í bakaleiðinni ef veður leyfir.  


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.