Næsta æfing er þriðjudaginn 15. júní: 

Flosatindur

Kálfstindum við Þingvelli


Tignarleg og frekar krefjandi ganga á færi allra í ágætis gönguformi  á flottan tind í Kálfstindaröðinni í Þingvallasveit
þar sem farið er hefðbundna leið á stíg upp í Flosaskarð og brölt í grjótskriðum upp á Flosatind og farið sömu leið til baka.

 

Til samanburðar við Kjalardalinn í Akrafjalli þá er þessi ganga svipuð eða jafnvel aðeins léttari. 

Mynd: Flosatindur í miðjunni með snjóföl efst með hina Kálfstindana beggja vegna við sig, tekin 19. apríl 2010:

kalfstindar_190410-(2).jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 60 mín akstur
Jeppar eða jepplingar
síðasta kaflann NB
Hægt að ferja af fólksbílum ef þarf

Ekið austur á Þingvelli, framhjá Þjónustumiðstöðinni og áfram suðaustur og beygt til vinstri veginn um Lyngdalsheiði. Hann ekinn yfir heiðina og beygt til vinstri afleggjarann inn að Laugarvatnshelli en í stað þess að aka að honum er farið um sléttan vegaslóða yfir Laugarvatnsvelli að suðurhlíðum Þverfells við Flosaskarð þaðan sem lagt er af stað gangandi.

Tölfræðin

 

 5,5 km

 

 3,5 - 4 klst. 

   836 m hæð

  641 m hækkun

  192 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið frá Grenhólum í ilmandi biskiskógi upp í Flosaskarð á góðum stíg í hliðarhalla alla leið í skarðið með glæsilega Kálstindana yfirgnæfandi ofan okkar og brölt svo beint þaðan upp á Flosatind um brattar skriður og móbergsklappir þar sem gæta þarf að grjóthruni (lausagrjót ofan á móbergsklöppum). Kyngimagnað útsýni er af Flosatindi og því munum við njóta þar góða stund og borða nestið áður en farið er sömu leið til baka niður. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.