Næsta æfing er þriðjudaginn 26. október: 

Helgafell í Hafnarfirði

um hraungatið og öxlinaMjög skemmtileg og öðruvísi leið á Helgafell Hafnfirðinga sem alltaf stendur fyrir sínu. 

Keðjubroddar og höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Helgafell í Hf frá gamla bílastæðinu 11. september árið 2007. 

helgafell_hf_110907.jpg

Akstur
 

kl. 17:30 frá bílastæðinu við Helgafellið. 

Fólksbílafært. 

Ekið gegnum Hafnarfjörð um Reykjanesbraut, framhjá N1 bensínstöðinni við Setbergshverfið og suður Reykjanesbrautina að vegaslaufu sem vísar á Kaldársel og Áslandshverfi. Sú slaufa ekin upp brúna eftir skiltunum merktum að Kaldárseli og ekið inn veginn norðaustur í átt að Helgafelli, með Setbergshverfið á vinstri hönd og Áslandshverfið á hægri hönd alls um 5 km þar til komið er að skilti sem vísar á nýtt, stórt malbikað bílastæði frá 2018 þar sem nýr merktur göngustígur liggur að fjallinu.

Tölfræðin

 

    7+ km

 

2,5 klst. 

    340  m hæð

     260 m hækkun

    150 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Mjög skemmtileg og öðruvísi leið á Helgafellið, á stíg að mestu með ágætis klöngri bratta leið í gegnum hraungatið sem er fallegur leynistaður í fjallinu og allir þurfa að kynnast. 


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.