Næsta æfing er þriðjudaginn 7. september: 

Húsafjall Fiskidalsfjall Festarfjall

Reykjanesi


Mjög skemmtileg og frekar létt ganga á færi allra í sæmilegu gönguformi upp og niður þrjú lág fjöll
við suðurströnd landsins , ekki langt frá gosstöðvunum. 

Tökum höfuðljósin alltaf með hér með, þar sem farið er að skyggja á kvöldin, yfirförum ljósin og rafhlöðurnar
og verum alltaf með auka rafhlöður meðferðis í bakpokanum.  

 

festarfjall_hphelgason.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Ásvallalaug Hf NB !

Um 30 mín akstur
Fólksbílafært.

Ekið frá Hafnarfirði um Reykjanesbraut til Grindavíkur og þaðan beygt til vinstri veg 427 að Húsafjalli þar sem bílum er lagt á malbikað útskot á veginum (afleggjari líka fjallsmegin þar sem hægt er að leggja nokkrum bílum). 
 

Best að vera ekki á mörgum bílum þar sem pláss er takmarkað og passa þarf hundana í umferðinni framhjá. 

Tölfræðin

 

   6,7 km

 

 2,5 - 3 klst. 

     211 m hæð

    433 m hækkun

    10 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2-3 af 6
 

Leiðin

Brölt upp og niður þrjú fjöll í frekar þéttum brekkum og breytilegu landslagi um skriður, mosa, hraun, klappir og möl á lág og létt móbergsslegin fjöll við suðurströnd landsins á Reykjanesi þar sem bjarminn frá gosstöðvunum mun vonandi skreyta eitthvað kvöldið. 


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.