Næsta æfing er þriðjudaginn 17. ágúst: 

Ingólfsfjall

frá Alviðru


Mjög spennandi ganga á fallegri en frekar brattri leið á miðlungs erfiðri kvöldgöngu á færi allra í sæmilegu gönguformi.  

ingolfsfjall_sept2007.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið um suðurlandsveg yfir Hellisheiði, gegnum Hveragerði og áleiðis á Selfoss en stuttu áður er beygt til vinstri inn afleggjarann að Grímsnesi þar sem ekið er þar til rétt áður en komið er að brúnni við Þrastarlund en þar er beygt til vinstri afleggjara að húsinu Alviðru sem er í eigu Landverndar, þaðan sem lagt er af stað gangandi.

Tölfræðin

 

  5,5 km

 

 2,5 klst. 

     583 m hæð

    484 m hækkun

   119 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

 Um stikaðan gönguslóða alla leið á tindinn, fyrst upp bratt, grýtt og mjög fallegt gil þar sem hægt er að styðjast við keðjur (öllum fært í klúbbnum) og svo um hjalla, melar og móa uppi á fjallinu að hæsta tindi, Inghól.

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.