Næsta æfing er þriðjudaginn 16. nóvember:

Lokufjall 

í Blikdal Esju


Falleg kvöldganga á færi allra í sæmilegu formi fyrir miðlungs langa kvöldgöngu
um klettana og fjallsbungurnar í mynni Blikdals
með tignarlega tindana yfirgnæfandi allt í kring

Keðjubroddar og höfuðljós nauðsynlegur búnaður allra án undantekningar
og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum. 
Góð regla að hafa höfuðljós og keðjubrodda í bakpokanum allt árið um kring
því þannig gengur maður alltaf að þessum búnaði vísum. 

 

Mynd: Lokufjall vinstra megin snjólaust á mynd í mynni Blikdals Esjunnar í austri frá Hvalfirði 6. maí 2009
og glittir í Melahnúk ofar hálfauður með Dýjadalshnúk og Tindstaðafjall hvít enn ofar og Kerhólakamb hvítan hægra megin efst. 

blikdalur_060509.jpg

Akstur
 

kl. 17:00
á slaginu 
frá Össur, Grjóthálsi 5.

Fólksbílafært. 

Ekið um Vesturlandsveg að vigtarplani við suðurop Hvalfjarðarganga en í stað þess að leggja bílum við vigtarplan er ekið nokkrum metrum lengra norðan við lækinn að litlum afleggjara með hliði þar sem bílar eru skildir eftir (göngum norðan við Blikdalsá ólíkt leiðinni á Smáþúfur). 

Tölfræðin

 

     6 km

 

2 - 2,5 klst. 

     411 m hæð

     370  m hækkun

    10 m upphafshæð

Erfiðleikastig 2 af 6
 

Leiðin

Gengið um gras, mosa og grjót upp og niður hjalla og brúnir og svo niður um þýft og breytilegt landslag til baka.


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.