Æfing nr. 731 þriðjudaginn 22. nóvember 2022.
Heiðskírt og milt veður var á næst síðustu æfingunni í nóvember í fyrstu viku HM karla í knattspyrnu árið 2022 í Katar... og við sem ekki sniðgengum fótboltamótið sökum skelfilegra mannréttindabrota í landinu... ekki eingöngu í aðdraganda mótsins með misnotkun og vanvirðu gagnvart farandverkamönnunum sem einmitt gerðu þetta mót að veruleika með blóði sínu svita og tárum... heldur og með grátlegri kúgun og vanvirðu gegn öllum konum ríkisins sem og öllu hinsegin fólki nú og hingað til... vorum óðamála af spennu yfir sögulegum sigri Saudí Arabíu gegn Argentínu...
... en fleiri óvænt úrslit voru fyrstu daga þessa móts... sem þrátt fyrir alla þessa snilld laut í lægra haldi fyrir umræðunni og gagnrýninni sem skapaðist gegn þessari hlægilegu, hallærislegu, sorglegu og hræðilegu hegðun karla Katarríkis sem og annarra ríkja þar sem þessar trúarreglur einmitt gilda... já, kannski er kominn tími til að við öll lítum ekki alltaf undan... ekki bara á HM... heldur alltaf... gagnvart þessari kúgun... sem er svo andstæð okkar gildum... og við eigum aldrei að samþykkja með því að líta undan í "umburðarlyndi"... hvorki í tengslum við HM né við aðrar aðstæður... en... það þarf hugrekki... það er auðveldast að líta undan... og segja ekkert...
Nýlegur kross var við steinstöpulinn á Æsustaðafjalli... við höfðum flest ekki séð hann áður og vorum ekki viss í tilefni hvers hann var...
En hann var fínasta tilefni til hópmyndar þetta kvöld... mun færri í kvöld en fyrir viku síðan þrátt fyrir sama blíðskaparveðrið... líklega hafði HM eitthvað að segja... en aldrei að vita samt... alls 16 manns...
Batman, Sjöfn Kr., Kolbeinn, Örn, Johan, Siggi, Þorleifur, Linda, Þórkatla, Katrín Kj., Sigríður Lísabet, Guðmundur Jón, Egill, Arna Hruns og Jóhanna Fríða en Bára tók mynd...
Örn reyndi að taka eins stóran hring og hann mögulega gat á bæði fell kvöldsins... af því það var svo gott veður... og það tókst með ágætum...
Virkilega fallegt að upplifa stjörnubjartan himininn sem sást ágætlega þrátt fyrir heilmikla ljósmengun enda vorum við nánast í byggð... enn fjær borginni... og mun fleiri stjörnur sjást á himni eins og við höfum stundum upplifað á þriðjudögum í gegnum tíðina...
Notaleg nestisstund undir tindi Reykjafells þrátt fyrir mótbárur... þjálfarar koma hreinlega af fjöllum og hafa klórað sér í höfðinu yfir fullyrðingum um að það sé "aldrei nesti í klúbbnum okkar"... jafnvel "árum saman"... ha, er það rétt ? ... og eru meðvitað að gæta þess að hafa alltaf nesti þó það sé vetur og göngurnar stuttar... með samviskubit yfir að hafa einhvern tíma gleymt nestispásu... það þykir okkur miður...
En... í gegnum öll þessi ár... hafa málin þróast þannig að við höfum endað á að sleppa almennt nestistíma yfir vetrartímann á þriðjudögum sökum kulda, vinds eða bleytu enda hópurinn almennt þrýst á það og menn sagt að það taki því ekki þegar göngurnar séu svona stuttar og allir kaldir og vindbarðir eða jafnvel blautir í myrkrinu... þetta hefur samt stundum verið gagnrýnt af þeim sem vilja alltaf hafa nestispásu sama hvað og við skiljum það vel... það er erfitt að gera öllum til geðs... en síðast gerðist þetta á Mosfelli fyrir viku síðan þar sem ískaldur vindur blés þétt á okkur á tindinum... þá báðu menn eindregið um að við slepptum nestistímanum... samt var ekkert að veðri þar nema vindur... allir þurrir og ekki sérlega kalt... jörðin ekki blaut eða frosin... aðstæður yfir vetrartímann á þriðjudögum eru almennt miklu erfiðari en á Mosfelli um daginn... sem er kannski ástæðan fyrir því að málin hafa þróast svona í gegnum tíðina yfir vetrartímann... og eins á leggnum til Hagavíkur... þá vildu menn sleppa síðasta nestistímanum og frekar halda áfram þar sem degi var tekið að halla... samt voru aðstæður þar mjög góðar til að taka nestispásu... getur verið að aðstæður hafa kallað á að sleppa þessum nestistímunum almennt ? ... svo nú klóra þjálfarar sér í höfðinu og lofa að passa þetta mjög vel hér með...
Við getum jú öll þegið eina nestispásu... bara gott að setjast aðeins niður og spjalla og fá sér sopa af vatninu eða smá nasl ef maður er með slíkt... hvað þá þegar veðrið er svona gott eins og þetta kvöld... yfir sumartímann eru göngurnar svo lengri og þá höfum við alltaf haft nesti almennt fullyrðum við þjálfarar... við frábiðjum okkur aðrar fullyrðingar... þær hljóta að koma frá einhverjum sem ekki voru að mæta í þessar göngur... enda er yfirleitt stoppað á tindinum og sest niður eða á álíka fallegum stað... okkur þykir það mjög leitt ef það hefur einhvern tíma gleymst að hafa nesti í þriðjudagsgöngunum okkar að sumarlagi þegar fullt tilefni var til þess í góðu veðri og langri kvöldgöngu.. agalegt hreinlega... ekki gott að vera svangur og ekkert stoppað til að borða í langri kvöldgöngu... bætum okkur þá bara í þessu... og þeir sem hafa talað um að það "séu aldrei nestispásur" og vilja endilega hafa þær... endilega hjálpið okkur að koma nestispásunum inn á veturna líka óháð veðri og vindum... æfum bara nestispásur sama hvernig veðrið er... þá fara allir saddir og sáttir heim eftir göngu... verum jákæð og glöð... tölum fallega um klúbbinn okkar... sýnum virðingu og þakklæti... spyrjum okkur hvað við getum gert til þess að hlutirrnir séu betri... það felst svo mikil jákvæð orka í þakklætinu... einmitt þess vegna ætlum við að æfa þakklætið á þriðjudögum á næsta ári...
Ofan af Reykjafelli var farið stíginn til að byrja með sem liggur svo niður í nýja hverfið í Mosó... en við beygðum út af leið eftir gamalli gps-slóð og komum fljótlega inn að fallega hverfinu í Skammadal... eftir alls 5,8 km göngu á 1:52 klst. upp í 277 m hæð með alls 313 m hækkun úr 100 m upphafshæð...
Þakklætisæfingin þetta kvöld... sem smávegis upphitun fyrir þakklætisáskorunina árið 2023... gæti t. d. verið sú að að vera þakklát fyrir að vera ekki farandverkamaður, kona eða hinsegin manneskja í Katar... eða fleiri löndum þar sem trúarbrögðin brjóta á grundvallar mannréttindum þessa fólks...
Íþróttaupphefðin sem Katarbúar héldu að þeir væru að ná að kaupa sér með því að múta FIFA til að halda þetta mót og skreyta sig nú með... í skugga blóðs, svita og tára farandverkamanna, kvenna og hinsvegin fólks... mun líklega snúast upp í andhverfu sína með allri andúðinni og kastljósinu sem þessi grimmd og þetta óréttlæti fær nú að njóta fyrir augum alls heimsins... áfram öll fórnarlömb kúgunar í nafni trúarbragða eða hvers sem er... tökum afstöðu... hættum að líta undan... ekki bara í kringum HM... heldur alltaf...
Comments