Æfing nr. 800 þriðjudaginn 16. apríl 2024.
Ekki var vorið komið á Þingvöllum frekar en annars staðar á landinu síðari hlutann í apríl þegar við skunduðum á Miðfell og Dagmálafell og ætluðum aldeilis að fá notalega og fallega göngu við vatnið... en spáð var snjókomu á öllu svæðinu um sexleytið og það rættist... svo vel að það snjóaði alla gönguna, á akstri á leið heim og áfram í bænum fram á nótt...
En við fengum fallega göngu þetta kvöld engu að síður og spjölluðum okkur bara út úr þessu kuldalega veðri... og fengum alls 6,4 km æfingu út úr þessu á 2:01 klst. upp í 330 m hæð með alls 389 m hækkun úr 140 m upphafshæð.
Vel mætt og frábær stemning eins og alltaf.
Ljósmyndir úr ferðinni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:
Efri: Alex, Írunn, Örn, Stefán G., Aníta, Sævar og hundurinn Ullur, Sjöfn Kr., Siggi, Linda, Karen, Kolbeinn.
Neðri: Birgir, Batman, Elsa, Hetja, Þorleifur, Fanney, Gerður Jens og Dina en Bára tók mynd.
Jamm... þetta vor 2024 ætlar að vera okkur kalt og snjóugt... en það er að koma sumar sko !
Commenti