top of page

Úlfarsfell í frískandi slagviðri

Æfing nr. 826 þriðjudaginn 5. nóvember 2024


Roki og rigningu var spáð þennan þriðjudaginn svo við fórum á Úlfarsfellið í stað Stóra Reykjafells á Hellisheiði... og við fengum það óþvegið uppi á þessu saklausa felli... en nutum þess í botn að rennblotna og feykjast til og frá... brúnalogn var uppi á útsýnispallinu og ágætis skyggni lungað úr göngunni... það munaði miklu að leggja af stað kl. 17 frekar en 17:30... gerum þetta oftar á þessum árstíma til að fá smá meiri birtu takk fyrir :-)


Frábær mæting og allir ánægðir með breytinguna á fjalli þar sem fáir hefðu mætt á Reykjafellið í þessu veðri... enda hefðum við án efa snúið þar við úr miðjum hlíðum...


Alls 4,4 km á 1:07 klst. upp í 300 m hæð með alls 263 m hækkun úr 86 m upphafshæð.


Alger dásemdarganga og ljósmyndir svo fallegar úr göngunni - gerum þetta alltaf... gefum ekki eftir heldur breytum um fjall og æfum okkur í svona veðri !


Sjá ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalista undir hópmynd:



Kolbeinn tekur alltaf planka á Úlfarsfelli... 3 mínútur... held ég... snillingur !



Mættir voru alls 13 manns ef maður telur Gerði Jens sem sneri fyrr við... Guðjón sem missti af hópnum í byrjun og var ekki búinn að finna hópinn hér og Guðmundur Jón sem kom sjálfur aðra leiðn en hitti okkur undir útsýnispallinum...


Örn, Siggi, Björg, Sigurbjörg, Aníta, Linda, Inga, Kolbeinn og Skarphéðinn en Bára tók mynd og Baltasar og Batman tóku þátt í brjálæðinu :-)







Áfram við ! Þetta var geggjað !

10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page