top of page

Úlfarsfell í sumarveðri og vorleysingafæri

Æfing nr. 786 þriðjudaginn 9. janúar 2024.


Í janúar hefur í gegnum tíðina oft komið hlýjindakafli fyrri hlutann þar sem hlýtt er úti, öllu rignir niður og það er yndislegt að vera hlaupar á auðri jörð í myrkrinu í borginni... og á fjöllum... Úlfarsfellið greip þetta tímabil í ár og það með slagveðursveðurspá sem þó breyttist í sumarrok og úrkomuleysi... og við nutum í botn í vorleysingafæri um fjallið þar sem varla var snjó að sjá...


Farið var á alla þrjá tindana og leitast við að vera utan stíga til baka af Hákinn sem var besti kafli göngunnar þar sem þar var ekkert svell eins og á öllum göngustígunum um fjallið eftir átroðning göngumanna fyrr í vetur...


Dásamlegt kvöld þar sem mætingin var frábær eða alls 21 manns... alls 5,2 km á 1:55 klst. upp í 301 m hæð með alls 263 m hækkun úr 116 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér og gps-ferillinn kominn á wikiloc:MÆttir voru: Andrea Gerður nýliði, Andrea Ævars., Aníta, Bára, Björg, Gerður Jens., Inga, Jón St., Karen, Kolbeinn, Matthildur nýliði, Oddný Guðrún, Sighvatur, Sigríður Páls., Sigrún Bjarna., Sigurbjörg, Siggi, Valla, Þorleifur, Þórkatla og Örn og voru Batman og Hetja skoppandi með en Andrea Gerður og Matthildur voru að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum :-)Áskorun ársins er hálftími á dag í hreyfingu alla daga ársins... og Aníta bætti við bónusæfingu í janúar... Siggi og fleiri hafa tekið hana á orðinu og hér tók Siggi armbeygjur á tindi Hákinnar...... og Kolbeinn tók planka á bekknum á Hákinn í þrjár mínútur sem hann hefur oft gert í gegnum tíðina... þetta er innblástur fyrir okkur hin... armbeygjur og planki ! Ekkert væl... líkaminn verður þakklátur :-)Autt færi og svellað á stígunum en fínasta færi utan þeirra...Birtan var heilmikil á fjallinu þrátt fyrir dumbunginn...Frábær leið til baka um móana upp og niður...Oddný Guðrún hjólaði á æfinguna úr Árbænum... virkilega vel gert hjá henni... menn hafa siglt á kajak... Perla út í Viðey... og komið á fjórhjóli Soffía Rósa á Hafrahlíðina... en hjólað... líklega í fyrsta sinn sem það er gert !

14 views0 comments

Comments


bottom of page