top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Þórólfsfell í Fljótshlíð í vetrarsól, logni og frosti

Tindferð 234 laugardaginn 4. desember 2021


Fyrsta laugardaginn í desember kom loksins fallegt, heiðskírt veður með frosti og sól og algeru logni... og menn nutu náttúrunnar á saklausa fjallinu í Fljótshlíð í botn... með jöklana allt í kringum sig eins og kóngar að berjast um yfirráð á svæðinu...


Mun minni snjór var í Fljótshlíðinni en í bænum og því var greiðfært inn að bílastæðinu við Þórólfsfellið... sem kom á óvart... þar sem við áttum von á að þurfa að skilja bílana eftir við grjótruðningsgarðana...


Örn fór vestan megin meðfram fjallinu og byrjaði á að skoða Þórólfsárgilið sem er glæsilegt gljúfur sem skerst inn með fjallinu...


Gengið var upp með gljúfrinu á brúnunum...


Allt ísilagt og fallegt í ferskri mjöll...


Dýptin og hrikaleikurinn áhrifamikill...


Magnaður staður innst og efst...


Við gáfum okkur góðan tíma hér....


Engin spurning að taka hópmynd hér !


Mættir voru í stafrósröð: Arna Hrund, Arnór, Ása, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Egill, Gulla, Guðmundur Jón, Haukur, Jaana, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kristín H., Linda, Ragnheiður, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Silla, Silja, Sjöfn Kristins., Súsanna, Svala, Tinna Bjarndís, Valla, Þórkatla og Örn en Myrra, Snót og Batman voru með í för.


Hvílík fegurð í frostinu !


Allir í hátíðarskapi... jólasveinahúfurnar í þessari árlegu desembertindferð... ótrúlega gaman að skreyta desemberferðina með þeim á hverju ári...


Algert logn... frost... sólin að rísa... og byrja að skína á hæstu tinda í kring...


Tindfjallajökullinn hér í norðri... en frá Þórólfsfelli sjást lægri suðurtindarnir vel... Gráfell, Bláfell, Haki, Saxi, Búri, Hornklofi og Tindur... Ýmir og Ýma aðeins ofar og innar og út af sjónarsviðinu... magnað að sjá þessa hlið á jökultindunum...


Sjá Stóra Dímon þarna eins og úti á miðju hafi Markarfljótsins... sem einu sinni rann hér stríðum straumur sem stórfljót og reif með sér allt í Kötlugosi og skildi eftir sviðna jörð...


Þórólfsfellið framundan úr neðri hlíðum... það er marghnúkótt og giljótt... og aflíðandi upp alla leiðina...


Smá riddarapeysumynd hér... allt Toppfarar til margra ára...


Jóhanna Fríða, Guðmundur Jón, Valla, Katrín Kj., Súsanna, Svala og Bjarni.


Horfandi til jökulsins sem síðast gaus á þessu svæði... Eyjafjallajökuls... en hann tók af okkur sólina þennan dag því miður...


Þjálfarar hafa gætt þess síðustu ár að velja helst leiðir í desember og janúar þar sem lágir sólargeislarnir ná að skína... en stundum misreiknast það eitthvað... eins og á Þórólfsfelli sem var heldur of lágt til að ná að grípa geislana bak við ása Eyjafjallajökuls...


En... það kom ekki að sök... fegurðin var alltumlykjandi og friðurinn alger...


Yndislegt að ganga í svona veðri og svona færi... mjúkur, saklaus snjór og greiðfær leið... engar snarbrattar og helfrosnar brekkur þar sem hafa þurfti áhyggjur... þetta var ekta jólaferð þar sem notalegheitin voru í algleymi...


Þéttur hópur og allit að gæta næsta manns.... Bára að vinna og ekki aftast eins og vanalega en Örn hefur tekið nokkrar svona ferðir í haust án Báru sinnar...


Smá brekka hér upp efri hluta tjallsins... eins gott að fá smá áreynslu til að halda á sér hita !


Dásamlegt !


Sjá heiðina og fjallasalinn vestan megin við Tindfjallajökul þarna í fjarska... þarna keyrum við upp og leggjum bílunum og leggjum af stað gangandi á Ými og Ýmu...


Sjá gilin í Þórólsfelli bak við göngumenn... stórskorið og giljótt fjall...


Frábær mæting ! Með Tind og félaga í Tindfjallajökli í baksýn:


Í stafrófsröð: Arna Hrund, Arnór, Ása, Beta, Bjarni, Bjarnþóra, Björgólfur, Egill, Gulla, Guðmundur Jón, Haukur, Jaana, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kristín H., Linda, Ragnheiður, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Silla, Silja, Sjöfn Kristins., Súsanna, Svala, Tinna Bjarndís, Valla, Þórkatla og Örn en Myrra, Snót og Batman voru með í för.


Arna Hrund, Valla og Egill... dásamlegt fólk með meiru :-)


Mýrdalsjökull kominn inn á sjónarsviðið... útsýnið er magnað ofan af Þórólfsfelli...


Tindurinn... fjallið mældist 590 m hátt og er saklaust og létt uppgöngu... og eflaust mjög gaman að fara hér að sumri til...


Fjöllin á hálendinu aðn kíkja upp úr landslaginu í fjarska...


Hér var dansað í kringum jólatréð... tindinn sem var svolítið jólatréslegur að mati leiðangursmanna... dásamlegt ! Sjá myndbönd á fb-hópnum.


Niður var svo farin önnur leið þar sem ætlunin var að skoða Mögugilið...


Hey, jú... sólin náði aðeins að skína á okkur !


Skyndilega varð allt svo bjart og fallegt... þetat er alltaf einstök upplifun... þegar sólin mætir á svæðið...


Dúnmjúk ganga hér niður að Mögugili...


Ferskleikinn áþreifanlegur á þessari mynd... það er ekki hægt að biðja um meira á desemberdegi...


Rjúpan var á fjallinu... alltaf jafn saklaus og forvitin um ferðafólkið...


Hundarnir léku sér um allt og skoðuðu rjúpuna líka...


Farinn ágætis hringur að gilinu... Eyjafjallajökull hér í baksýn...


HUndarnir fóru líklega tvisvar til þrisvar lengri vegalengd en göngumenn...


Efst yfir Mögugili sem var svo gengið niður með...


Heilmikið landslag ef maður dólar sér um þetta fjall...


Móbergsklettarnir efst í gilinu... eflaust mjög fallegt að sumri til líka...


Gengið var norðan með því niður...


Spriklandi Mögugilsáin rennandi í botninum... náttúran mátar okkur alltaf...


Þegar niður var komið var farið inn með gilinu...


Þar leyndust ýmsir töfrar og dularfullir staðir...


... sem var gaman að skoða...


Frostnálar um allt... eins og svolítið sumar inni í gilinu og vetrarklærnar að reyna að læsa sér í allt en kemst ekki alveg að...


Mögugilshellir...


Frá gilinu var gengið til baka í bílana... á blússandi hraða eftir smekk hvers og eins... spjallandi sem aldrei fyrr... að njóta stundarinnar eins og mest við máttum...


Alls 10,9 km á 4:43 klst. upp í 590 m hæð með alls 749 m hækkun... fínasta dagsganga í desember og allir komnir heim á skikkanlegum tíma... enn ein desemberferðin í safnið... en sú sem á ennþá metið sakir fegurðar og töfra er þessi sem er orðin að árlegu jólamyndbandi þjálfara: Christmas mountain hiking of Toppfarar - YouTube


Gleðileg jól elsku Toppfarar... þið eruð allra, allra best !

57 views0 comments

Comments


bottom of page