top of page

Þverfell og Langihryggur Esju í svakalegum norðurljósum

Æfing nr. 836 þriðjudaginn 28. janúar 2025


Við tókum magnaða þriðjudagsæfingu í lok janúar á Esjunni þar sem farin var óhefðbundin en vel þekkt Toppfaraleiðupp á Þverfellið og um Langahrygg að Steini og þaðan hefðbundna leið um stíginn niður.


Dagsbirta var í byrjun göngunnar sem var alveg hreint yndislegt og þegar komið var hálfa leið upp skall myrkrið á og norðuljósin tóku að dansa um himininn sem aldrei fyrr. Langur strókur náði frá Kistufelli í austri og alla leið niður í sjó vestan megin og var þessi norðurljósabogi lítið eitt bleikur á lit vestan megin.


Þessi bogi var á sífelldri hreyfingu eins og norðurljósum er vant en svo bættust geislan við undan öllum Kerhólakambi og öllum fjallgarðinum að norðan svo á tímabili blöstu ljósin við okkur í þremur áttum af fjórum, Reykjavík var eina áttin á himni sem ekki var böðuð grænum ljósum. Alveg magnað en myndavélar þjálfara fönguðu þetta því miður ekki...


Fyrr en í lokin... þegar við vorum að lenda í lok göngunnar... þá skyndilega náðum við að taka myndir af norðurljósunum sem þá voru sem stór bogi yfir fjallgarðinum og svo sem þykkur strókur upp úr Kistufellinu. Ótrúleg fegurð og sjónarspil sem var hreint út sagt stórkostlegt... enda má sjá á myndunum í l lok göngunnar (þegar myndavélarnar okkar loksins kveiktu á því hvað þær ættu að taka mynd af) hvernig norðurljósin þekja himininn ofan okkar á bílstaæðinu. Svakalegt !


Þetta var alvöru æfing upp á heila 6,4 km á 3:05 klst. upp í 599 m hæð með alls 613 m hækkun úr 0 metra upphafshæð (gps-tækið sagði -2 metrar !)... og verður að segjast að svona æfing á Esjunni er á við þrjár ferðir á Úlfarsfell eða svo... Esjan er hörku æfingafjall og sá sem gengur uop að Steini einu sinni í viku eða oftar er að þjálfa vel þol og úthald !


Stórkostleg og ægifögur æfing... þriðjudagarnir eru nefnilega veisla... það er þess virði að drífa sig út og mæta... en það voru sorglega fáir einmitt á þessari æfingu þrátt fyrir einfaldleikann við bílastæðið og að rata og einnig að brottför var kl. 17:30 en ekki 17.00 en alls mættu 13 manns þetta kvöld.


Ljósmyndir hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:


Björg, Linda, Batman, Kolbeinn, Siggi, Örn, Guðný Ester, Sjöfn Kr., Áslaug, Berta, Inga, Karen Rut og Bára tók mynd og Aníta og Baltasar voru aðeins á eftir okkur þar sem Baltasar er í atferlisþjálfun og ljúflingurinn hún Hetja er út af mynd einhvers staðar þarna í grennd :-)




















































Takk fyrir glæsilegt kvöld elskur... fyrsta vetur Toppfara var Esjan annan hvern þriðjudag og Úlfarsfellið hinn þriðjudaginn... og enn erum við að... það er alveg magnað !


Sjá hér fyrstu göngurnar:







2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page