top of page

Akrafjall ekki af þessum heimi

Tindferð nr. 292 föstudaginn 29. desember 2023.Þjálfarar buðu upp á aukaferð milli jóla og nýárs og föstudagurinn varð fyrir valinu því þá var logn og heiðskírt veður... og við fengum lygilega fallegan dag... þar sem birtan var ekki af þessum heimi... færið krefjandi í þungum snjó... en fegurðin slík að hvert einasta augnablik var margfalt erfiðisins virði...


Við vorum eingöngu 7 manns því miður... en hefðum aldrei viljað missa af þessari göngu því hún var sú fjórða sem við förum um þessa hringleið að vetrarlagi... og sú allra fegursta...


Alls 14,9 km á 7:19 klst. upp í 663 m á Geirmundartindi, 530 m á Jókubungu og 555 m á Háahnúki með alls 908 m hækkun úr 48 m upphafshæð.


Mergjuð ferð í ólýsanlegri fegurð eins og sjá má í lygilegum ljósmyndunum.


Allar myndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndum:

Mættir voru: Örn, Sjöfn Kr., Jaana, Þórkatla, Sighvatur og Björg en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...