top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Bæjarfell, Þverfell og Reykjaborg kringum Borgarvatn

Æfing nr. 825 þriðjudaginn 29. október 2024


Spáð var rigningu og roki þetta kvöld... reyndar var spáin orðin samt þurrari þegar leið á daginn... og það rættist vel... við fengum skínandi gott gönguveður, litla úrkomu og hlýja golu... þetta var ekki yfir 10 m/sek eins og spáin sagði lengi vel... svo við fengum algera yndisgöngu úr þessu fallega svæði sem naut sín þó takmarkað í myrkrinu... en einhvers staðar verðum við að vera á þessum árstíma... veturinn er töfrar... það er óskaplega dýrmætt að hörfa ekki og gefast upp yfir dimmasta tíma ársins... því þá er útiveran minni en á bjartari tíma ársins... og gott að hafa góða félaga vísa sem mæta og njóta í myrkrinu...


Alls 7,1 km á 2:24 klst. upp í 313 m hæð með alls 344 m hækkun úr 77 m upphafshæð...


Dásamlegur félagsskapur og spjall á heimsmælikvarða... það er bara svoleiðis... áfram við á þriðjudögum !


Ljósmyndir og nafnalisti hér fyrir neðan undir hópmyndinni:






Mættir voru 12 manns:


Örn, Sighvatur, Kolbeinn, Olli, Aníta, Linda, Siggi, Jóhanna Fríða, Björg, Katrín Kj., og Guðmundur Jón með Batman og Baltasar fyrir framan hópinn en Bára tók mynd.










Norðurljósin blöstu svo við á bílastæðinu í lok göngunnar... frábært kvöld sem vel rættist úr og minnti enn og aftur á... að maður á bara að mæta og ganga... sama hvað veðurspáin segir... þetta er alltaf dásamlegt :-)

2 views0 comments

Comentarios


bottom of page