top of page

Búrfellsgjá í skjóli

Æfing nr. 827 þriðjudaginn 12. nóvember 2024


Vegna slæmrar veðurspár var þriðjudagsgöngu aftur breytt í saklausara svæði en nú skiptum við bara á Búrfellsgjá sem var á dagskrá viku síðar og geymdum Smáþúfurnar um eina viku.


Veðrið var mun betra en í Grafarvogi og við fundum breytinguna í akstrinum á leið upp í Heiðmörk svo það getur munað ótrúlega miklu með veðrið á alls kyns svæðum á höfuðborgarsvæðinu.


Þetta var yndisganga þar sem vindurinn blés lítið nema uppi á gígbarminum en í þetta sinn fórum við upp sunnan megin og tókum hálfhring og svo niður í gíginn í skjól til að fá okkur smá nesti og taka hópmynd áður en klöngrast var aftur upp úr gígnum og til baka um gjána.


Skilti hindraði för niður í gíginn vestan megin og að sögn Jóhönnu Fríðu er skilti austan megin á gígbarminum sem bannar för og gerir manni þannig ókleift að taka hringleið á gígbarminum sem er mikill missir. Við veltum við því fyrir okkur hvers vegna þar sem þetta er fjölfarin leið. Við gengum ekki fram á skiltið austan megin þar sem við fórum fyrr niður í gíginn en eftir á að hyggja er spurning hvort skiltin séu til að varna því að fara ofan í gíginn sem við einmitt gerðum. Skoðum þetta betur næst og höldum okkur þá uppi á gígbarminum og förum ekki niður í gíginn ef það er ekki lengur leyfilegt... eða öfugt... þverum gíginn ef ekki má lengur ganga hringleið um gígbarminn. Best að sjá þetta betur í dagsbirtu.


Þetta var náttúrulega allt of létt kvöldganga þar sem enn er sumarblíða í veðri og færi... en við létum okkur hafa það... nei, segi svona, svo margar langar kvöldgöngur að baki svo þetta var bara fínt... alls 6,2 km á 1:35 klst. upp í 175 m hæð með alls 209 m hækkun úr 102 m upphafshæð...


Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnlisti undir hópmyndinni:









Mættir voru alls 13 manns:


Efri: Siggi, Aníta, Jóhanna Fríða, örn, Dína og Skarphéðinn.

Neðri: Björg, Linda, Sighvatur, Þorleifur og Kolbeinn en Bára tók mynd og Baltasar og Batman voru með í för.


Baltasar týndist á uppleið... dróst aftur úr þegar hann var að hægja á sér og elti svo konur sem gengu í hina áttina en Aníta náði í hann og Jóhanna Fríða og Stefán fóru voru henni til halds og stuðnings :-)


Við erum nánast alltaf ein á ferð þar sem við göngum, en þegar það er annað fólk á svæðinu, þá getur það verið ruglandi fyrir hundana sem eru í eðli sínu að elta hjörðina og helst halda henni saman... krúttin :-) :-) :-)

















Meiri yndisgangan, frábær félagsskapur og líkamleg og andleg næring... áfram við á þriðjudögum... veturinn er miklu léttari og skemmtilegri ef maður drífur sig á fjall einu sinni í viku að lágmarki... sama hvernig veðrið er...


10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page