Æfing nr. 803 þriðjudaginn 7. maí 2024
Þjálfarar breyttu dagskránni þriðjudaginn 7. maí í Búrfellsgjá þar sem þeir áttu stefnumót við yngsta soninn í undarnútslitaleik í 12. flokki karla í köfubolta sem hófst kl. 19 þetta kvöld... og þar sem það var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á sama tíma hentaði það sumum að ná góðri göngu á stuttum tíma...
Farið var hefðbundna leið og svo ranbgsælis leið um gíginn og var veðrið afar rysjótt... rigning og vindur og svo éljagangur og rok uppi á gíbarminum og loks sól og blíða í bakaleiðinni... allt á einum og hálfum klukkutíma tæpum... ótrúlegt alveg !
Alls æfing upp á 5,9 km á 1:23 klst. upp í 149 m hæð úr 83 m upphafshæð með alls 133 m hækkun.
Mjög góð mæting var á þessa æfingu sem fær okkur til að endurhugsa enn og aftur hvort þriðjudagsgöngurar mættu stundum vera stuttar og á fjöllin við borgina þó það sé komið sumar... alls 18 manns mættir eða helmingi færri en viku áður í heiðskíru veðri og sól á Sveifluhálsi... það má spyrja sig.
Frábær æfing og dásamleg stemning eins og alltaf !
Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru: Aníta, Bára, Brynjar, Dina, Guðjón, Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða, Katrín Kj., Kolbeinn, Kristjana, Linda, Sigríður Arna, Sjöfn Kr., Skarphéðinn, Stefán G., Steingrímur, Þórkatla og Örn en Batman og Tíra voru stuðtboltar kvöldsins.
Takk fyrir yndiskvöld elskurnar... Haukar unnu Selfoss þetta kvöld og eru komnir í úrslit... vonandi verða ekki fleiri körfuboltaleikir á þriðjudagskvöldum... þeir hafa verið öll þriðjudagskvöld í vetur og þjálfarar misst úr ansi marga leiki... en þessa viljum við ekki missa af... áfram Haukar og áfram Toppfarar í 17 ár :-)
Commentaires