top of page

Bláfjallahryggurinn allur frá syðsta tagli að Vífisfelli um Bláfjallahorn, Hákoll og Bláfjallahnúka.

Updated: Feb 4, 2022

Tindferð 238 laugardaginn 29. janúar 2022.


Það viðraði sérlega vel síðasta laugardag janúarmánaðar og því bauð Örninn upp á aukagöngu þann dag... og þó fáir skráðu sig til leiks... var ekki hægt annað en leggja í hann enda von á sól... stuttur akstur og leiðin frekar létt yfirferðar þó löng væri...


Gengið var frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum allra syðst... þar sem gönguskíðasvæðið er og lyfturnar í Suðurgili... þetta leið fallega út... skíðamennirnir ekki mættir... við vorum ein á svæðinu...


Keðjubroddafæri frá byrjun upp fyrstu brekkuna...


Óskaplega fallegt yfir að líta göngusvæði Ullar...


... og yfir svigskíðasvæðið allt...


Þetta var einn af þessum dögum... þar sem morguninn er roðinn gulli frá fyrstu sólargeislum dagsins...


Töfrandi birta sem næst aldrei almennilega á mynd... en gleymist aldrei þeim sem upplifa... hér uppi var fimbulkuldi... -8 gráður í Bláfjallaskála en -15 í vindkælingu... og það var smá vindkæling þarna uppi í golunni...


Dagrenning á fjöllum... jafnast á við ansi margar heilsumeðferðir...


Uppi á Bláfjallahrygg gefur að líta útsýni til bæði austurs yfir Suðurlandið til Vestmannaeyja... og á jöklana þrjá... og til vesturs yfir höfuðborgina...


Kerlingarhnúkur og félagar nær... Geitafell og félagar fjær...


Sérkennilegt að vera gangandi á sjálfu skíðasvæðinu... gaman...


Höfuðborgin í fjarska...


Leiðin framundan... eftir þessum hrygg... alla leið á Vífilsfell...


Við gengum meðfram skíðabrautinni frá stólalyftunni...


... framhjá lyftunum...


Roðinn að gyllast og lýsast...


Ótrúleg fegurð... sama dýrðin og þegar við gengum fyrst þessa leið árið 2014 í svipuðu veðri...


Brátt var við skíðasvæðið að baki...


... og framunda greið leið eftir Bláfjallahryggnum öllum... sjá Vífilsfellið með sinn sérkennandi koll fjær vinstra megin...


Hekla þarna lengst... og Tindfjallajökull... og Eyjafjallajökull...


Vestmannaeyjar... Geitafell... Kerlingarhnúkur... tökum hann á þriðjudegi fljótlega !


Fámennt en afskaplega góðmennt... allir mættir til að njóta og upplifa...


Jaana, Þórkatla, Sigurbjörg, Bjarni, Fanney, Siggi, Linda, Sigrún Bjarna og Silla en Örn mætti einn þar sem Bára var að vinna þessa helgi... og Batman var eini hundurinn...


Þessi hópmynd er sannarlega gullfalleg...


Brátt tók bleiki liturinn við af þeim rauða...


Kuldinn beit... en auðvelt að ganga sér til hita...


Jæja... sólin mætt... hún kom upp kl. 10:14...


Sjá skíðasvæðið að baki og Kerlingarhnúk vinstra megin...


Allt varð gult af sólinni á kafla...


... og eldrautt á kafla líka...


Magnaðir litir sem lögðust á allt landslagið...


Sólin var svo með þetta... hvílík dýrð !


Fínasta færi... harðfenni og greiðfært leið...


Gleðin var einkennandi fyrir daginn... allir svo þakklátir fyrir að upplifa svona dag eftir sérlega illviðrasaman janúarmánuð...


Flókinn fjallgarður og margt að gerast...


Nestispása í kuldanum en sólinni...


Draumadalir... Bláfjallahnúkar og loks Vífilsfell...


Batman þoldi kuldann ágætlega... en var ansi lúinn í lok dags...


Færið sést vel hér... sem betur fer var nægur snjór... þetta er ekki mjög spennandi leið nema hvít af snjó...


Myndefnið var endalaust í þessari einstöku birtu...


Sjá frosið færið...


Drottning og Stóra Kóngsfell...


Spáð var frekar lítilli sól og alskýjuðu frá hádegi... það rættist ekki og var mun sólríkara en við áttum von á...


Norðurendi Bláfjallahryggjarins framundan hægra megin... Vífilsfellið dökkt vinstra megin við miðja mynd...


Hlý og falleg mynd af deginum...


Yndislegt að ganga og spjalla og gleyma sér alveg í augnablikinu á fjöllum...


Frábærir félagar... innihaldsríkar samræður... gefandi samskipti... forréttindi...


Jú... við vildum klára út í norðurenda áður en við snerum yfir á Bláfjallahnúka.. það þýddi smá til baka aftur... Ólafsskarðshnúkar og Sauðadalahnúkar taka við af Bláfjallahrygg... með Jósepsdalinn þarna niðri...


Hópmynd við enda Bláfjallahryggjar... áður en snúið var niður í Draumadali í átt að Bláfjallahnúkum...


Jey ! Þetta er geggjaður dagur !


Örn valdi aðeins betri leið niður í Draumadali en síðast... aðeins sunnar í minni bratta...


Ísaxarbremsuleikur og broddatilraunir...


Komin niður í Draumadali... hér er sérstakt andrúmsloft... eins og maður sé lengst uppi á hálendi fjarri öllu... fjöllin á Þingvöllum í fjarskanum...


Draumadalir... fallegt...


Haldið greiðlega áfram... kuldinn hélt okkur við efnið...


Draumadalir eru ofan við Jósepsdal að sunnan...


Litið til baka eftir Bláfjallahryggnum öllum...


Framundan voru þessir hryggir Bláfjallahnúka og Vífilsfells og baksviðs þess...


Þessi fallegi dagur... það var ekki hægt að biðja um meira... sólin varla sést í janúar...


Borgin í fjarska...


Rauðuhnúkar...


Drottning og Stóra Kóngsfell og Rauðuhnúkar nær...


Mjög flott útsýnið frá efsta hlutanum við Bláfjallahnúka...


Jósepsdalurinn blasti hér við sunnan af Bláfjallahnúkum...


Bláfjallahnúkarnir framundan hér... upp og niður... þessi dagur gaf alvöru hækkun... þetta var sannarlega góð æfing fyrir Suðurtind Hrútsfjallstinda...


Allir í banastuði og tilbúnir að æfa vel fyrir mjög spennandi göngur á þessu ári... jafnvel Perú og Kilimanjaro takk fyrir !


Báðir Bláfjallahnúkarnir hér...


Fyrri hnúkurinn...


Sýnin niður í Jósepsdalinn...


Litið til baka...


Þétt upp og ágætis brölt í grjótinu...


En vel fært og gott að vera á keðjubroddunum... ekta leið fyrir þá...


Búin með fyrri Bláfjallahnúkinn...


Seinni hér framundan...


Draumadalir að baki og Bláfjallahryggurinn allur...


Litið til baka... sérstaklega fallegur blár litur á þessum kafla...


Snjórinn að skapa listaverk ofan á allt saman...


Mjög skemmtilegur kafli hér í smá brölti á klettóttri leið...


Fínasta klöngur...


Litið til baka... hér hvarf sólin skyndilega...


... og birtan breyttist...


Bláfjallahnúkarnir að baki...


... og baksvið Vífilsfells framundan...


Sérstakt að missa þessa töfrabirtu sem fylgt hafði okkur allan daginn... hvílíkt lán að fá þessa sól nánast alla gönguna...


En svo kom sólin aftur... ótrúlegt ! Sjá snjóleysið niðri á láglendi...


Tveir eðalmenn með meiru... Bjarni og Siggi... alltaf til í allt... jákvæðnin og ósérhlífnin einkennandi... dásamlegt að vera með þeim...


Allt varð aftur mun fallegra í þessari sólarbirtu...


Og við tók skemmtilegt klöngur í gegnum undraland Vífilsfells...


Ísilagðir klettar...


... sem við bröltum í gegnum...


Hér höfum við komið þó nokkuð oft... í óhefðbundinni leið á Vífilsfellið um skriðunar eða gilið vestan megin... eða áður þess sömu leið um Bláfjallahrygg... eða átta tinda hringleið um Jósepsdal sem er ennþá erfiðari dagsganga en þennan dag... en sú ferð var líka farin um hávetur í rysjóttu veðri árið 2017: Tindferð 137 Átta tinda ganga kr (toppfarar.is)


Þessi kafli á Vífilsfell er mjög skemmtilegur hulinsheimur bæði að sumri sem vetri... en frosið færið flækti aðeins för... einmitt eins og við viljum hafa það... ekki velja auðveldustu leiðina... við erum auðvitað að ögra okkur og þjálfa alltaf þegar tækifæri gefst..


Sjá frosna færið ofan á móberginu...


Nauðsynlegt að bregða sér á leik hvenær sem tækifæri gefst...


Mosfellingarnir okkar kæru... Siggi og Linda... tvö af eljusömustu göngumönnum klúbbsins... mæta nánast alltaf... og alltaf með bros á vör... sem er besta veganestið á fjöllum...


Nokkrir tóku smá steinmyndir hér...


Yndislegur staður... baksvið Vífilsfells að sunnan sem allt of fáir heimsækja... hefðbundin leið er hinum megin að norðan...


Áfram var haldið... stór móbergsdalur hér áður en farið er upp klettabrekkuna á höfuð Vífilsfells...


Klettaborgin efst... kraginn á Vífilsfelli... hér upp koma menn hinum megin frá þegar þeir fara hefðbundna leið...


Allt ísilagt...


Lögð af stað upp brekkuna hér... ennþá var ekki þörf á jöklabr0ddunum... eins og við ætluðum að æfa þá þennan dag... þá var kuldinn ekki að gefa stemningu fyrir því að festa þá á sig úr því þörfin kom ekki ennþá...


Nú vorum við komin á hefðbundna leið upp Vífilsfellið... klettarnir og kaðallinn upp á höfuðið... hann var ísaður en laus til notkunar...


Og kaðallinn upp efri hlutann... kaðlarnir að hluta til frosnir við móbergið... við náðum ekki að losa hann nema neðst...


En á báðum köflum er hægt að komast hér upp þó ekki sé kaðall...


Litið yfir farinn veg... leiðin okkar þennan dag... Bláfjallahnúkar hægra megin... Draumadalir þarna á milli fyrir miðri mynd... og svo Bláfjallahryggurinn allur til suðurs... en nú var hann umvafinn skýjum sem lögðust yfir hann... eins gott að við gengum í þessa átt en ekki öfugt... þá hefðum við ekki fengið skyggni síðasta kaflann...


Kominn upp á síðasta tind dagsins... Vífilsfell í 655 m hæð... geggjaður sigur... og það í sól ennþá... magnað að ná svona flottum degi !


Jaana, Silla, Sigrún Bjarna, Siggi, Sigurbjörg, Linda, Fanney, Bjarni og Þórkatla en Örn tók mynd og Batman er smám saman að kveikja á þessum hópmyndum :-)


Þegar litið var aftur til baka... var sýnin mögnuð... mergjað að ná þessari leið í svona fallegu veðri !


Niður var farið sömu leið um klettana til að byrja með... en í efri kaðlaleiðinni missti Bjarni símann sinn sem rann niður brekkuna en Örn náði honum aðeins neðar...


Orðið skýjað síðasta kaflann... en það skipti engu... við á leið niður hefðbundna leið sem flestir hafa farið mörgum sinnum... og búin með dýrðina þarna uppi... eins brekkan sem kallaði á jöklabrodda var slétta brekkan í klettunum hér... þegar komið er niður á sléttuna... þar fóru Fanney og Sigrún Bjarna í jöklabroddana sína en hinir létu sig hafa það... ekki löng brekka en erfið og ekki besta leiðin í raun þarna niður en henni var breytt fyrir nokkrum árum og færð úr hvilftinni nær höfðinu af því þar eru smá kaflar erfiðir í klöngri...


Snjókoma síðasta kaflann um sléttuna og niður seinni löngu brekkuna niður...


Ennþá gott veður þegar niður var komið... og ennþá dagbjart... það var frábært !

Keyra þurfti svo upp í Bláfjöll og ná í bílana við upphafsstað... heimkomin vorum við 16:45... eða nokkru fyrr en við áætluðum... minni hópur fer hraðar yfir en stærri hópur...Þegar komið var aftur upp í Bláfjöllin beið þessi flaska eftir Þórkötlu... einhver hugulsamur skíðamaður hafði fundið hana og stillt henni upp í snjónum... og Sigrún Bjarnar og co skutluðust upp eftir henni fyrir Þórkötlu:


Og þá varð til þessi vísa frá Þórkötlu:


Upp Bláfjallahrygg ég rölti með yður Að brodda sig er góður siður En vatnið þá Ég missti mér frá Það rúllaði alla leið niður.


Ég Bláfjallahrygginn allan gekk Og missirinn yfir mér hékk Og vatnsflaskan græn Svo falleg og væn Fannst síðar aftur við tjékk.

Alls 17,8 km á 7:01 klst. upp í 702 m hæst á Hákolli Bláfjallahryggjarins... með alls 1.147 m hækkun úr 504 m upphafshæð og 204 m hæð... leiðin er því með ennþá meiri hækkun ef farin er öfug leið og byrjað á Vífilsfelli og endað í Bláfjöllum... en sú leið er spennandi og myndi gefa líklega nær 1500 m hækkun sem er góð æfing fyrir jöklagöngur og aðrar krefjandi göngur síðar á árinu...


Gps-slóðin frá því árið 2014 (svipuð leið) Wikiloc | Bláfjallahryggur 080214 Trail


Myndband af ferðinni hér:

62 views1 comment

Comments


Unknown member
Feb 04, 2022

Bætti við ferðasöguna snilldar vísunni hennar Þórkötlu á Bláfjallahrygg um vatnsflöskuna sem rann niður í upphafi göngu en fannst svo síðar þökk sé skíðamanni sem stillti henni samviskusamlega upp í brekkunni svo hægt var að koma auga á hana og Sigrún Bjarna hljóp upp og náði í hana: Upp Bláfjallahrygg ég rölti með yður Að brodda sig er góður siður En vatnið þá Ég missti mér frá Það rúllaði alla leið niður.


Ég Bláfjallahrygginn allan gekk Og missirinn yfir mér hékk Og vatnsflaskan græn Svo falleg og væn Fannst síðar aftur við tjékk.

Like
bottom of page