Þriðjudagsæfing 13. júlí 2021. Hjartansþakkir elsku Jóhanna Fríða fyrir þetta framlag.
Frá Jóhönnu á lokuðum fb-hópi Toppfara:
"Takk kærlega fyrir samveruna flotti hópur, gaman að vera með ykkur í kvöld á uppáhalds Esjuhringnum mínum. Við vorum mjög svo heppin með veður, það var rok og rigning á Reykjanesbrautinni þegar ég keyrði heim til Njarðvíkur."
Ferðasaga hennar í máli og myndum orðrétt af fb-hópnum:
"Þarna erum við búin að ganga frá Esjustofu yfir að Kollafjarðará, það þótti vandasamt að komast undir þennan farartálma.
Lagt upp á Sandhrygg eftir að fá fyrst upphitun frá Esjustofu.
Nestisstaðurinn í ágætu skjóli fyrir síðustu bröttu brekkuna. Gunnlaugsskarð í bakgrunni.
Haldið af stað niður, flottur hópur, mikið spjallað og allir glaðir.
Sólin var aðeins að rembast við að sýna sig og sjá aðra.
Fallegur hópur á fallegri leið.
Nítján vorum við í heildina.
Sjáið alla grænu litina, ótrúlega fallegt!!!
Rétt áður en við fórum inn í dimma, dimma skóginn.
Það er fegurð alls staðar á þessari fjölbreyttu leið. Mældist hjá mér 8,9 km og 550 metra hækkun."
Fleiri myndir og umræður á lokuðu fb-síðu Toppfaraklúbbsins :-)
Comments