Æfing nr. 735 laugardaginn 31. desember 2022.

Kolbeinn og Siggi buðust til að vera með göngu á Gamlársdag þar sem þjálfarar komust ekki en draumurinn er að hafa þetta árlegt enda var svo skemmtilegt hjá okkur í fyrra þegar við skáluðum fyrir vinafjöllunum ár árinu 2021... en hér er tilkynningin þeirra af fb-síðu klúbbsins þar sem á reyndi að gefa ekki eftir og halda úti göngu með illviðraspá í Gamlársdag sem latti einhverja til að koma en þegar á hólminn var komið... eins og svo oft áður... var bara fínasta veður:

"Laugardagur 31/12 gamlársdagur.
Hin árlega ferð á Úlfarsfell. Farið verður af stað kl 11.00 frá Úlfarsfellsdal við bílastæðið hjá tjörninni. Ég og Kolli munum leiða gönguna lofum glens og gaman ath mætið með glös því við munum skála á toppinum fyrir nýju ári.Endilega verið með, ath allir velkomnir fjölsk og vinir.
Veðurspá er ekkert sérstök en við Toppfarar höfum nú ekki látið það stoppa okkur. sjáumst hress á Laugardaginn.
kv Siggi og Kolli."

"Úlfarsfell 160
Yndisganga með Toppförum á gamlársdag skálað í kampavíni og tendruð stjörnuljós."

"Takk kærlega fyrir lokagöngu hjá Toppförum á Úlfarsfell 18 manns mættu. Capavín og konfekt á toppinum,svo stjörnuljós hjá jólatrénu. Frábær morgun."
Ljósmyndir og texti frá Kolbeini og Sigga. Hjartansþakkir strákar fyrir þetta frábæra framtak, mikils virði að halda þetta út og fara í göngu þrátt fyrir tvísýna veðurspá.
Σχόλια