Æfing nr. 840 þriðjudaginn 25. febrúar 2025

Þriðja tilraunin til að taka þriðjudagsæfingu á hæsta tind Akrafjalls tókst loksins í lok febrúar... og þá einnig í frekar óhrjálegri veðurspá... sem rættist heldur betur úr... með snjóhríð jú á miðri uppleið... og á miðri niðurleið... en fínasta veðri á tindinum þar sem enn var dagbjart og útsýnið svo fallegt.
Hörkugóð æfing með alvöru hækkun og yfirferð... alls 6,1 km á 2:53 klst. upp í 656 m hæð með alls 605 m hækkun úr 57 m upphafshæð...
Nafnalisti undir hópmyndinni hér neðar og ljósmyndir göngunnar hér í tímaröð:









Mættir voru alls 14 manns:
Efri: Örn, Olli, Siggi, Kolli, Linda og Silla.
Neðri: Guðný Ester, Sigrún Bjarna, Inga, Sjöfn Kr., Aníta, Smári og Sævar en Bára tók mynd og Baltasar, Batman og Ullur voru hundar kvöldsins...
Þar af var Smári að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum og tók þessa alvöru þriðjudagsæfingu í nefið eins og ekkert væri :-)

Farið í brodda...






Háihnúkur... okkar staður á fyrsta þriðjudegi í aðventu á hverju ári í myrkri og alls konar veðrum...



Tindurinn...














Frábær æfing með alvöru álagsstigi eins og við viljum hafa það !
Takk elskur fyrir að mæta og hafa svona gaman af þrátt fyrir krefjandi veður og færð sem var auðvitað bara skítlétt... ef maður mætir reglulega og hættir að taka eftir því hvort göngurnar séu erfiðar eður ei :-)
Comments