top of page

Geitafell og Litla Sandfell í litfögru sólsetri

Æfing nr. 815 þriðjudaginn 20. ágúst 2024


Við skelltum okkur loksins á Geitafellið eftir nokkurra ára hlé á það þar sem veðurspáin var mjög góð þennan síðari hluta ágústmánaðar og uppskárum gullfallegt kvöld þar sem erfitt var að yfirgefa litafegurðina sem skreytti síðari hluta kvöldins...


Gengið var um Litla Sandfell á innleið og farinn ágætis hringleið upp og niður fjallið og var þetta jú frekar langt... en einhvern veginn ljúft og mun léttara en okkur minnti... en þess skal getið samt að við vorum að fara þessa kvöldgöngu snemma vors hér áður fyrr í snjó og rökkri svo aðstæður skipta máli og á svona kvöldi er allt hægt...


Alls 9,7 km á 3:30 klst. upp í 305 m hæð á Litla Sandfelli og 524 m hæð á Geitafelli með alls 433 m hækkun úr 214 m upphafshæð...


Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti mættra undir hópmyndinni:






















Mættir voru: Agnar, Elsa, Sibba, Siggi, Birgir, Inga, Örn, Linda, Björg, Aníta, Þorleifur, Sjöfn Kr., Guðný Ester, Ragnheiður, Ólafur E., Ása, Kolbeinn, Silla og Sighvatur en Batman og Myrra voru hundar kvöldsins... og Bára tók mynd...





















Þessi kvöld... mætum alla þriðjudaga... þessi dýrð er nærandi og bætandi... takk fyrir okkur... gps-slóð frá því í gamla daga á wikiloc...

10 views0 comments

Kommentare


bottom of page