top of page

Jólatrén hans Kolbeins í Úlfarsfelli

Writer's picture: Bára Agnes KetilsdóttirBára Agnes Ketilsdóttir

Æfing nr. 832 þriðjudaginn 17. desember 2024


Við tókum hefðbundinn hring frá skógræktinni í okkar árlegu jólatrjáaæfingu um Úlfarsfellið en byrjuðum á hópmynd við upplýstan skóg Mosfellinga áður en við lögðum í bröttu brekkuna og upp á Stóra hnúk og svo Litla. Niður þaðan fórum við að jólatrjánum og gæddum okkur á heimagerðum smákökum, heimasteiktu laufabrauði, sörum, kinfekti, púrtvíni og kakói... alveg dásamlegt...


Nýfallinn snjór yfir öllu og allt eins fallegt og það mögulega getur verið í desember... ekki sjálfgefið... verum þakklát...


Alls 4,7 km á 2:11 klst. upp í 315 m hæð með alls 332 m hækkun úr 54 m upphafshæð.


Mikið spjallað og knúsast fyrir jólin og yndislegur andi í hópnum...


Ljósmyndir og nafnalisti undir hópmyndinni hér neðar:




Efri: Lilja Rós, Sigrún Bj, Agnar, Kolbeinn, Linda, Ása, Brynjar, Berta, Skarphéðinn, Siggi.

Neðri: Aníta, Þorleifur, Örn, Jóhanna Fríða, Gulla, Sjöfn Kr., Sighvatur og Bára tók mynd og Baltasar, Batman og Myrra ólmuðust yfir nýjum hundi í hópnum, honum Brúnó sem stóð sig svo vel að aðlagast og læra á hópinn :-)




























































Mikið var þetta fallegt ! ... að ári... svo gaman að halda í hefðirnar... :-)

14 views0 comments

Comments


bottom of page