Þriðjudagsæfing nr. 683 þriðjudaginn 14. desember 2021.
Að þessu sinni fórum við öðruvísi hring á okkar árlegu jólagöngu um Úlfarsfell... það var kominn tími til að hafa jólatréð hans Kolbeins með í för...
Veðrið var mun betra en við áttum von á... skjól í skóginum og varla gola uppi á fjallinu...
skógurinn er hratt vaxandi í hlíðum Úlfarsfells og það á fleiri en einum stöðum...
Við fórum upp bröttu leiðina sem svo kallast... og er ekki sú saman og við köllum svo "bröttu brekkuna" þar sem við förum alltaf niður um Lágafellshamrana í Úlfarsfellinu gegnt Mosfellsbænum...
Lítill snjór á fjallinu... stöku skaflar og tiltölulega hlýtt... þessi árstími er oft ótrúlega mildur þó dimmastur sé...
Stórfengleg sýnin á borgina úr hlíðum fjallsins... eitt af mörgum töfrum borgarfjallanna sem gefa manni mikið þegar gengið er í myrkrinu....
Aðeins meiri snjóföl ofar í fjallinu... sjá hæsta tind hér framundan og mastrið með ljósum... nú sást líka í trépallinn sem kom á þessu ári og breytti hæsta tindi Úlfarsfells varanlega... þar uppi er mun notalegra en áður...
Birtan falleg með snjóinn sem heilmikinn birtugjafa... sumir fóru upp skaflinn beint þarna upp en flestir tóku veginn... uppi var vindur og svalara en annars staðar á fjallinu... við þéttum hópinn og spjölluðum aðeins áður en við héldum svo áfram niður á Litla hnúk... við áttum nefnilega stefnumót við upplýst tré í suðurhlíðum fjallsins og því var tindurinn ekki staðurinn til að staldra lengi á í þetta skiptið...
Útsýnið frá Litla hnúk er mjög fallegt... niður að Hafravatni sem hér sést í myrkrinu þökk sé magnaðri myndavél Samsung Galaxy símans...
Þegar sveigt er niður af Litla hnúk og farið um bröttu brekkuna sem alltaf er í snjóskafli ef eitthvað hefur snjóað... og ég gleymdi að taka mynd af því miður... komum við að jólatrénu hans kolbeins... sem nú hefur eignast félaga... því í ár skreytti einhver annar annað tré með ljósum svo þau eru orðin tvö... mjög fallegt og notalegt að fara um fjallið og sjá þessi tré...
Gréta átti 50 ára afmæli þetta kvöld... og kom með freyðivín og konfekt og gaf okkur öllum... dásamlegt og við nutum þess að vera í mildu veðri og alger skjóli þarna með höfuðborgina eins og gylltan fjársjóð í fjarska...
Kolbeinn sagði okkur söguna af jólatrénu sínu... sem svo sannarlega er skreytt af miklum metnaði... það var mjög gaman fyrir okkur að fá hann í klúbbinn á sínum tíma... manninn sem skreytt hafði þetta tré síðustu fimm árin og vermt hjarta ansi margra Úlfarsfellsfara...
Frábær mæting eins og alltaf þessa mánuði á Covid-ári númer tvö...
Í stafrófröð: Bára, Bjarnþóra, Björgólfur, Gerður Jens., Gréta, Gylfi, Halldóra Þ., Hjördís, Jaana, Kolbeinn, Siggi, Sjöfn Kr., Súsanna, Svala, Tómas, Þorleifur, Þorsteinn, Þórkatla og Örn og svo komu móðir og stjúpfaðir Þorsteins með okkur þetta kvöld enda var þetta fjölskyldujólaganga og ég man ekki nöfnin þeirra lengur þar sem ég skrifa þetta milli jóla og nýárs... endilega senda mér nöfnin og ég bæti þeim við !
Smá riddarapeysumynd við jólatréð... þessar peysur eru algert æði !
Jæja... við áttum ennþá eftir að fara upp á Hákinnina sjálfa... og héldum áfram för eftir drjúga stund við tréð sem var einstaklega skemmtileg... þetta verður árlegt hér með og vonandi koma börn með næst... best að stytta leiðina til að koma þeim með... en hér skildu leiðir við Ingu Guðrúnu og Bjarnþóru sem komu annars staðar frá en það var mjög miður, loksins sem við sjáum Bjarnþóru sem nú æfir af krafti fyrir Ermasundið með hóp sem kallar sig "Bárurnar" en þar innanborðs eru þrjár Toppfarakonur, Bjarnþóra, Jórunn Atla og Sigga Lár... það verður magnað að fylgjast með þeim næsta vor takast á við þessa stóru áskorun að synda boðsund milli Bretlands og Frakklands...
Ofan af Hákinn þar sem líka blés ansi köldum vindi... fórum við hefðbundna leið niður í skóginn og aftur í skógræktina við bílastæðið...
Alls 5 km á 2:25 klst. upp í 304 m hæð með alls 405 m hækkun úr 63 m upphafshæð.
Dásamlegt... þessi fjallajólatrésganga er komin til að vera síðasta þriðjudagsæfinguna fyrir jól... takk Kolbeinn fyrir að lífga svona fallega upp á tilveruna okkar í úthverfum Reykjavíkur sem njótum náttúrunnar í túngarðinum okkar á hverjum degi :-)
Comments