top of page

Ketilstindur og Kleifartindur einhvern veginn leið að Arnarvatni á Sveifluhálsi

Æfing nr. 802 þriðjudaginn 30. apríl 2024Ætlunin þetta kvöld var að fara 16 ára afmælisgönguleiðina okkar frá í fyrra 2023 á þrjá tinda og hringleið kringum Arnarvatn en það kvöld var ekkert skyggni og rigning svo við sáum ekki þetta fallega landslag... en þegar á hólminn var komið og Örninn lagður af stað þá enduðum við á að fara allt aðra leið með hringbrölti kringum Miðdegishnúk þar sem við fundum nýjan einstaklega fallegan dal... en náðum að ganga á Ketilstind og Kleifartind og að fjöruborði Arnarvatns...


Óskaplega fallegt landslag og yndisveður... við nutum í botn og veltum vöngum yfir hversu oft við myndum fá svona heiðskíru á þriðjudagskveldi...


Alls 8,6 km á 3:08 klst. upp í 327 m á Ketilstindi og 363 m á Kleifartindi með alls 474 m hækkun úr 155 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru: Batman, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Þorleifur, Sjöfn Kr., Brynjar, Aníta, Kristjana, Inga, Örn, Ingunn og Þórkatla og Bára tók mynd.Gullfallegt kvöld og mjög skemmtileg leið, takk kærlega fyrir elskurnar :-)

4 views0 comments

Comments


bottom of page