top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Laugargnípa og Kerhólakambur í tignarlegu landslagi

Updated: Jun 1, 2021

Glæsilegar og sjaldfarnar slóðir Esjunnar á krefjandi þriðjudagsæfingu 27. apríl 2021


Vestustu brúnir Esjunnar voru þriðjudagsæfingin þann 27. apríl... sem blasa hér við ofan aokkar.... ásamt viðkomu á Kerhólakambi hægra megin á mynd...


Þjálfarar ákváðu á leiðinni keyrandi að fara öfuga leið miðað við áður... og byrja á Laugargnípu og fara því upp bratta stíginn vestan megin... sem okkur skildist á reynslumestu göngumönnum kvöldsins... Gerði Jens, Guðmundi Jóni, Jóhönnu D., og Vilhjálmi o.fl. að væri gamla leiðin sem áður var farin á Kerhólakamb og þá frá bænum Esjubergi áður en sá bær lokaði á alla þessa umferð gangandi fólks... skiljanlega... enda komið fínt bílastæði og stígur inn dalinn og upp tungurnar að sunnan... en það var fínt að eiga þá leið eftir fyrir niðurgönguna... leið sem mun fleiri þekkja af hefðbundinni göngu á Kerhólakamb...


Fínn stígur en bratt og smá grjóthrun...


Mjög flott leið...


Laugargnípa og Kerhólakambur framundan ofar...


Hundalífið var sérlega líflegt þetta kvöld... Snót...Alba... Batman... Skuggi... Nói... Whiský... þeir voru fleiri...


Komið við á brúnunum sem er hefðbundinn viðkomustaður á Kerhólakambi... en svo fara menn bara upp stíginn á tungunni og sleppa brúnunum ofar... en þangað ætluðum við að fara...


Fallegur staður... en þetta var rétt að byrja...


Hér komin út af leið... og einhverjir byrjuðu að fá sér nesti... en Örn vildi að við kláruðum upp á Laugargnípu og settumst frekar þar niður í ægifegurðinni... sem var mun fallegri staður...


Komið fram á brúnir Laugargnípu hér... áhrifamikill staður og mann setti hljóðan...


Hér var hægt að gleyma sér lengi...


Nesti, rólegheit og spjall... notalegt með meiru...


Landslagið var stærra en allar myndavélar... erfitt að fanga þessa fegurð...


... en við reyndum...


Nýja riddarapeysan hennar Margrétar Birgis passaði mjög vel inn í landslagið... hér með Nóa sínum... flott saman...


Brúnirnar ofar... við röktum okkur eftir þeim upp eftir...


Sjá afstöðuna með Kerhólakambi...


Alls mættir 31 manns


... og allir beðnir að fara aftur niður til að ná þessum klettum... ekki vinsælt... ekki í fyrsta sinn... og ekki það síðasta... :-)


Magnaðar konur í þessum klúbbi... Svandís... Gerður Jens... Jórunn Ósk og Arna Hrund...


Við örkuðum yfir á Kerhólakamb eftir brúnir Laugargnípu...


... og áfram var veðrið friðsælt og skyggni gott... og ekki vindur hér né þoka sem er mun oftar búið að vera þegar við höfum komið við hér...


Mættir: Jóhanna D., Haukur, Gylfi, Marta, Helga Rún, Guðmundur Jón, Njáll, Gerður Jens, Kolbeinn, Linda, Siggi, Örn, Anna Sigga, Sjöfn Kristins, Bjarni, Svandís, Ragnheiður, Sigurjón, Sigrún Bj., Oddný, Tinna, Guðný Ester, Egill, Margrét B., Jórúnn Ósk, Neval, Hafrún, Elísabet dóttir Hafrúnar og Arna Hrund en Bára tók mynd.


Við gáfum okkur góðan tíma uppi í útsýninu og logninu og héldum svo niður hefðbundna leið...

... en Örn stytti hana með því að fara sunnar fram af kambshorninu og þar beið okkar þessi fíni skafl þar sem menn renndu sér, hlupu niður eða skíðuðu á skónum...


Níphóll hér á miðri leið... hann ætti hugsanlega að teljast sem sér tindur á Esjunni... æji, bara af því hann er svo flottur staður á fjallinu...



Hörkuleið niður... endalaust svo vel reyndi á hné og læri... heilmikill halli í langan tíma...

... og svo niður stíginn hér í lausamöl og þurrum jarðvegi svo tafsamt var það og síðustu menn þó nokkuð langt á eftir fremstu mönnum...

Mjög fallegur kafli niður gljúfrið og með ánni... sem lykkjast mikið þarna niður en fer alveg undir bergvegginn þannig að maður verður að þvera hana tvisvar...



Aðalmálið var að koma hundunum yfir... þeim sem ekki eru orðnir vanir fjallalífinu með hópnum... mun betur gekk fyrir hópinn að stikla hér en kvenþjálfarinn átti von á... minnug alls kyns veseni hér í fyrri göngum...


Síðasti kaflinn niður með ánni...


Sigrún Bjarna fékk nokkra til að prófa höfuðstöðu og fleiri holla líkamsrækt... mjög skemmtilegt...


Sprakk á bílnum hjá Guðnýju Ester... hvar værum við án Kolbeins ? Hann blés í dekkið með græjunum sínum svo hún komst heim frekar en að þurfa að skilja bílinn eftir... snillingur þessi drengur :-)


Alls7,0 km á 4:02 klst. upp í 863 m hæð með alls 947 m hækkun úr 30 m upphafshæð.


Ein af okkar uppáhalds kvöldgöngum við borgina... hingað komum við aftur ekki spurning...


Vestari Hnappur í Öræfajökli um komandi helgi... sjaldfarinn tindur á öskjubarminum þar sem setja þarf tryggingar á leið upp... og ferðin sú var algerlega fullkomin undir faglegri leiðsögn Jóns Heiðars Andréssonar hjá #AsgardBeyond ... ef við bara hefðum vitað hvað beið okkar þetta saklausa síðasta þriðjudagskveld í apríl árið 2021...

165 views0 comments

Comments


bottom of page