top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Móskarðahnúkar með Þorleifi, klúbbganga, þjálfarar komust ekki.

Þriðjudagsæfing 3. ágúst 2021. Hjartansþakkir elsku Þorleifur fyrir þetta framlag 😊


Þjálfarar létu hópinn vita með dags fyrirvara að þeir kæmust ekki í göngu þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi þar sem sonur þeirra væri að keppa á Norðurlandameistaramóti í körfubolta U16 og Þorleifur tók boltann og bauð félögum sínum upp á Móskarðahnúka hvorki meira né minna... Mynd frá Magga, takk !


Því miður var þoka ofar en veðrið engu að síður gott... Mynd frá Jöönu, takk !


Ellefu manns mættir... en það er reynsla þjálfara að minnsta mætingin er frá miðjum júlí og fram yfir verslunarmannahelgi... og því var þetta ansi góð mæting !


Guðmundur Jón, Þorleifur, Bjarni, Gerður Jens., Katrín Kj., Sigrún E., Maggi, Linda, Tómas, Árni og Jaana tók mynd.


Friðsældin þetta kvöld sést vel hér... mynd frá Magga, takk !


Frábær mynd frá Tómasi... alls 7,6 km á 2:54 klst. upp í 823 m hæð með alls 672 m hækkun úr 153 m upphafshæð.


Takk kærlega elsku Þorleifur... fleiri myndir á lokuðum fb-hópi Toppfara.

38 views0 comments

Comments


bottom of page