top of page

Mosfell klúbbganga án þjálfara

Æfing nr. 789 þriðjudaginn 30. janúar 2024.


Klúbbganga án þjálfara var síðasta þriðjudag í janúarmánuði og þá var lagt upp með Mosfell og mættu sex manns í göngu... Aníta, Karen, Kolbeinn, Linda, Sjöfn Kr. og Siggi...


Frá Sigga: "Alvöru naglar sem fóru á Mosfell í kvöld. Æðislegt veður til að byrja með en svo breyttist veðrið og gekk á með hríðarbyl. Takk þið sem mættuð."


Og frá Anítu: "Snjórinn klofaður upp að lærum en hvergi gefið eftir í #engarhelvítispásur þriðjudagsgöngunni  Úff hvað er alltaf gaman að leika."

Æfingin hljóðaði upp á 3,8 km leið á um 2 klukkustundum (vantar tímann en 1:08 var hreyfitíminn) skv. strava hjá Sigga.


Mynd frá Anítu, takk :-)


Mynd frá Anítu.


Mynd frá Sigga.


Mynd frá Sigga.


Takk Siggi fyrir að halda utan um göngu kvöldsins og allir fyrir að mæta og halda uppi stuðinu, svona kvöld eru æði... þau stytta, birta upp og milda veturinn og við myndum aldrei vilja vera án þeirra... þjálfarar sem voru á Tenerife þetta kvöld.... öfunduðu... ja, allavega Bára... hópinn fyrir að vera í þessum ferskleika og hráleika... í beinum tengslum við náttúruna en ekki í þessu firrta ferðamannasvæði sem spænska eyjan sú fagra er orðin... áfram Ísland... best í heimi með sínum óblíðu náttúruöflum en ægilegu og síbreytilegu fegurð... :-)

12 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page