top of page

Sólheimajökull á námskeiði í jöklafærni með Asgard Beyond

Námskeið á vegum Asgard Beyond laugardaginn 6. apríl 2024



Laugardaginn 6. apríl buðu snillingarnir hjá Asgard Beyond klúbbnum upp á frábært námskeið á Sólheimajökli þar sem kennt var og farið yfir:


- Broddatækni - almenn færni á mannbroddum í mismunandi landslagi

- Akkeri smíðuð - Notkun á ísskrúfum og samtenging á þeim til að útbúa akkeri

- Sig - Nemandi setur upp sigkerfi og æfir stjórn við sig

- Ísklifur - Nemendur setja upp ísklifur akkeri (toprope) og eru þjálfaðir í klifurfærni og kennt að tryggja klifurvin.



Hér er snilldartexti frá Anítu eftir námskeiðið:


"Það er eiginlega stórhættulegt að senda Toppfara í svona ævintýri eins og Sólheimajökul. Sumir Toppfarar, sem annars eru iðnir við myndasmíð, brandara og vesen almennt, misstu sig í axaræsing svo minnti á berserki.


Ganga nú játningar á milli í textaskilaboðum um fjárfestingar í massa svölum búnaði sem lúkkar grjóthart á bakpokanum og frekari þjálfun svo hægt verði að skottast upp á jökul í smá djamm.


Það viðurkennist að sum partýdýr voru óðari en önnur. Einhver dýranna komu vel marin og barin heim. Sum reyndu við hraðabikarinn, önnur við tæknimedalíuna og enn önnur vildu ekki hætta og klifruðu axarlaus. Svo getið þið rétt ímyndað ykkur hvað gerðist þegar Jón Heiðar spurði hvort undirrituð væri ekki með ‘cajones’ í glervegginn…. pffffttt


Takk fyrir daginn félagar. Við fáum grjótharðar tíur fyrir að passa upp á hvort annað."



Veðrið var heiðskírt og frost... með steikjandi logni og köldum vindi á köflum... eins og ríkjandi veðrið hefur verið síðustu vikurnar en á Sólheimajökli sleppur oft betur með veður en á fjöllum almennt og heilmikið skjól ofan í sprungunum þar sem verið var að vinna...



Texti frá Jöönu af fb:


"Jæja, eftir Esjugöngu föstudagsins var stefnan tekin austur yfir heiðina og á Sólheimajökul  Fegurð, kuldi, rok og logn, en fyrst og fremst frábær hópur af snillingum sem voru til í að hjálpast að í öllu og gera daginn eftirminnilegan -Takk fyrir mig

Myndir segja trúlega meir en þúsund orð..."



Ljósmyndir fengnar að láni frá Anítu, Jöönu og Þórkötlu... takk kærlega stelpur !



Myndband frá Anítu af þessum magnaða degi í heild á lokaða fb-hópi Toppfara:




Toppfarar ætla á Mont Blanc í júní með Asgard Beyond... og var þetta námskeið ákveðið ekki síst í tengslum við þá ferð... Mont Blanc fararnir þennan dag voru fimm... Davíð, Aníta, Sjöfn Kr., Fanney og Jaana sem tók mynd...



Alls mættu 13 manns, Toppfararnir átta Aníta, Davíð, Fanney, Jaana, Sigríður Páls., Sigrún Bjarna., Sjöfn Kr., Þórkatla, maki Sigríðar hann (vantar nafn), gestirnir þrír frá Veseninu Áslaug, Berta og Ólafur og loks slysaðist með hann David C Finger sem smellpassaði við hópinn :-)



Menn voru himinlifandi með námskeiðið og varla komin niður á jörðina þegar mætt var í þriðjudagsgöngu á Hjálm þremur dögum síðar... að kynnast Sólheimajökli er sérstök upplifun og þess virði að heimsækja hann... ganga upp eftir honum og læra um svelgina og leiðarval... æfa göngu á jöklabroddum í mismunandi halla á glerhörðum ís sem er allt annað en mjúkur snjór í fjöllunum... og læra af jöklaleiðsögumönnunum sem hafa margt áhugavert að segja...




Við þökkum Róberti og Láka og Asgard Beyond fyrir framúrskarandi námskeið og eftirminnilegan dag... svona námskeið kennir manni ótrúlega mikið... svona dagur situr lengi í manni... við mælum með þessu við alla...


Hér eru fyrri námskeið af gömlu vefsíðunni með þeim félögum og öðrum sem við höfum fengið í gegnum tíðina... hvert öðru betra og gagnlegra... en af þeim öllum standa dagarnir á Sólheimajökli upp úr: Grunnnámskeið í vetrarfjallamenn (toppfarar.is)


Ég er á leiðinni að færa samantekt á þessum námskeiðum yfir á nýju vefsíðuna NB !

Sé að það vantar t.d. námskeiðið í vetrarfjallamennsku í hitteðfyrra


... og munum áfram bjóða reglulega upp á námskeið eins og þessi fyrir klúbbfélaga.


Takk fyrir að mæta og vera ákveðin í að þetta væri góð hugmynd... því eingöngu þannig verða svona dagar að veruleika :-)

147 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page