top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Sauðadalahnúkar brattir og ólíkir tindar í regnboga og sólsetri.

Þriðjudagsæfing 14. september 2021.


Spáin þriðjudagskvöldið 14. september var ekki sérlega góð... vindur og rigning fram eftir degi en svo átti þetta að skána.... og það gerði það aldeilis... við fengum fínasta veður til að byrja með... hvasst á fyrri tindinum... en svo fallegt kvöldsólarveður og yndislega útiveru...


Fyrri Sauðadalahnúkurinn hér... einu sinni keyrðum við alltaf þennan veg að fjallsrótum í mynni Jósepsdal og gengum þá á Ólafsskarðshnúka í leiðinni... en nú er bílum lagt við húsnæði mótorkrossmanna sem þýðir að þessi vegur er genginn að fjallsrótum...


Ása mætti í glænýrri riddarapeysu... virkilega falleg og alveg í stíl við haustlitina...


Græni liturinn þetta haustið er svo fallegur... gróðurinn þrútinn af vökva og enginn þurrkur í náttúrunni...


Nú eru komnir mótorkrossslóðar um allt á þessu svæði... og stór hópur hjólara var að æfa þetta sama kvöld... svo við gengum í slóð þeirra upp á fyrri Sauðadalahnúkinn...


Hér var orðið mjög hvasst... og allt fauk sem gat... hárið hennar Mörtu sem dæmi :-)


Haustið er komið... en græni liturinn ræður ennþá ríkjum... og laufið er ennþá á trjánum... það eru ekki komnar alvöru haustlægðir ennþá sem rífa allt af...


Slóðinn upp á nyrðri Sauðadalahnúkinn var djúpt grafinn í svörðinn... það könnuðumst við ekki við og skildum ekkert í þessu... en þarna er hjólum um að kenna... vatnið rennur stríðum straumum niður slóða þar sem hjól fara um... og þá dýpkar slóðinn fljótt...


Mjög hvasst var uppi á tindinum...


Síðari Sauðadalahnúkurinn hér... sá syðri...


Varla stætt á tindinum og við stöldruðum stutt við...


Sjá gígaröðina hér meðfram Ólafsskarðshnúkum og Bláfjallahrygg... hér munum við ganga um á legg fimm Þvert yfir Ísland á næsta ári... frá Bláfjöllum að Hveradölum...


Lambafellshnúkur og Lambafell... og Syðri Eldborg nær hægra megin...


Rústirnar milli Sauðadalahnúka...


Lagt af stað upp seinni tindinn... menn hikandi þar sem hann lítur brattur og illkleifur út og eftir hvassviðrið á fyrri tindinum var þetta ekki árennilegt... en þjálfarar voru handvissir um að það yrði skjól á þessari uppleið... og það reyndist rétt... og uppi var lítill vindur... merkilegt... sjá mmótorkrossarana hjóla yfir hálsinn...


Flottur tindur og allt öðruvísi en sá Nyrðri...


Fínasta leið upp, greið og örugg í smá brölti efst...


Blákollur og Sauðadalir hér neðan við okkur og mótorkrossarar á sinni æfingu...


Syðri Eldborg og leiðin okkar Þvert yfir Ísland... Litla Sandfell og Geitahlíð...


Lambafellshnúkur, Lambafell, Nyrðri Eldborg...


Mögnuð birta og mjög fallegt að koma hér upp...


Mun betra veður en við áttum von á... hér var hægt að tala saman og njóta útsýnisins...


Jósepsdalurinn útbreiddur... mjög fallegur að sjá... Ólafsskarðshnúkar, Bláfjallahryggur og svo Bláfjallahnúkar sem er okkar nafngift og loks lokar Vífilsfell hringnum kringum hann...


Alls mættir 22 manns...


Efri: Vilhjálmur, Tómas, Sjöfn Kr., Gerður Jens., Ása, Marta, Linda, Örn, Kolbeinn, Sigurjón, Jóhanna D., Jaana, Silla og Ágústa H.


Neðri: Bjarni, Karen, Sigrún Bj., Inga Guðrún, Björgólfur, Þórkatla og Svandís en Bára tók mynd og Batman og Myrra nutu lífsins með okkur...


Samhengi hópmyndarinnar !


Farið niður sunnan megin... þá leiðina er heilmikið klöngur í móbergi með lausagrjóti ofan á... sem passaði mjög vel sem upphitun fyrir Jarlhetturnar... en þær eru allar í þessu lausgrýtta móbergi...


Magnað landslag og útsýni...


Farið varlega í hverju skrefi á köflum og mjög gott að fá svona æfingu...


Magnaðir litir, línur og form...


Ólafsskarðshnúkarnir tveir framundan hér og við þeim tekur svo Bláfjallahryggurinn til suðurs...


Botnlaus hraun um allt Reykjanesið... gígar um allt... hér hefur gosið meira og minna um árþúsundir...


Gamli skíðaskálinn í Ólafsskarði... mjög gaman að sjá skoða hann... minnisvarði um dugnað fyrri tíma þegar menn lögðu margfalt meira á sig en við gerum nú til dags... hangandi í símanum og ekkert að æfa úthaldi, þrautsegju né einurð... því miður...


Sjá hér um skálana tvo á þessu svæði á einni bestu síðu sem gefst að lesa á Íslandi og við höfum oft leitað fanga í eftir okkar ferðir: ferlir.is:



Mikil elja og metnaður á bak við þessi hús... og áföll þegar fárviðri og bruni tók oftar en einu sinni húsin á þessu svæði...


Mann setur alltaf hljóðan þegar komið er hér inn...


Skorsteinninn... lampar ofan á honum og leifar af mannvistum...


Nesti hér við borð á stólum og allt saman...


Minnisvarði um dugnað fyrri tíma þegar menn höfðu langtum meira úthald og elju en nú til dags...


Skíðalyftan... húsið geymdi líklega vélina sem keyrði lyftuna áfram...


Mjög gaman að ganga hér niður og alltaf fyllist maður lotningu gagnvart Ármenningunum sem eiga heiðurinn af þessu...


Jósepsdalurinn ægifagur þetta kvöld og líður ekki fyrir það að mótorkrossarar æfa hér... förin og slóðarnir fegra bara umhverfið... þýðir ekkert annað en vera jákvæður... við getum ekki sagt mikið... slóðar eftir manninn eru um allt þar sem okkur hentar...


Steinninn staki í Jósepsdal sem er nú orðið á mörgum ljósmyndum...


Lent í rökkri við bílana... en við spjölluðum svo mikið á röskum gönguhraða síðustu kílómetrana í bílana að ég steingleymdi að taka ljósmyndir af lokum göngunnar !


Alls 9,4 km á 3:10 klst. upp í 561 m á fyrri tindinum og 589 m á seinni tindinum með alls 571 m hækkun úr 236 m upphafshæð.


Gullfalleg ganga undir regnboga, sólsetri, miklum vindi en hlýju veðri, góðu skyggni, formfögru og litríku landslagi, yndislegum félagsskap um sögulegar slóðir... er hægt að biðja um betra á þriðjudagskveldi ?

54 views0 comments

Comments


bottom of page