top of page

Selfjall og Sandfell í gullinni kvöldsól

Æfing nr. 791 þriðjudaginn 13. febrúar 2024.



Fjöllin ofan við Waldorfskóla eru skemmtileg uppgöngu og gefa allt annað útsýni en við erum vön yfir Hólmsheiðar- og Bláfjalla- og höfuðborgarsvæðið og voru þau á dagskrá í þriðja sinn í klúbbnum á þessu sautjánda ári hans.


Frábær mæting og veðrið og birtan alveg einstök, logn, frost og sól og við fengum talsverða dagsbirtu sem enn er verið að fagna eftir myrkrið í vetur.


Gengið var á báðar fjallsbungurnar fram og til baka með dagsbirtu upp á tind og svo myrkrið á leið til baka.


Alls 280 m á Selfjalli og 352 m á Sandfelli með alls 422 m hækkun úr 158 m upphafshæð.


Mergjað kvöld og virkilega falleg ganga.


Ljósmyndir úr ferðinni hér fyrir neðan með nöfnum undi hópmyndinni:





















Skemmtilega dimm hópmynd... fa því menn voru ekki búnir að setja á sig höfuðljósin... svo hún fangar vel birtuna sem þarna var... þó myndavélin sjái hana ekki...


Mættir voru: Alex, Andrea Dofra, Aníta, Björg, Dina, Írunn, Karen, Katrín Kj., Linda, Oddný Guðmunds, Rakel Dofra., Sighvatur, Sigríður Páls., Sigrún Bjarna., Sigurbjörg, Siggi, Sjjöfn Kr., Soffía Helga, Stefán og Örn en Bára var heima lasin og Batman og Hetja voru hundar kvöldsins.








Takk fyrir yndiskvöld með meiru !

44 views0 comments

Comments


bottom of page