Tindferð 229 laugardaginn 2. október 2021.
Enn eina helgina viðraði ekki nægilega fyrir þau fjöll sem voru á dagskrá klúbbsins... og því var farin sárabótarferð á skásta veðursvæðinu... og Sveifluhálsinn varð fyrir valinu á Reykjanesi þar sem helst var von til þess að ná skyggni og hvorki miklum vindi né úrkomu... og það rættist aldeilis vel úr deginum... fínasta gönguveður og skyggni... lygn, bjartur og fallegur dagur...
Örn mætti einn þar sem vaktavinna flækist hér með fyrir Báru frá og með október árið 2021 eftir margra ára hlé á henni... en Örn er með langan lista yfir spennandi fjöll sem þegar eru gengin í klúbbnum en kominn er tími á að endurtaka...
Lagt var af stað frá norðurenda Kleifarvatns... leiðin til baka hér í baksýn hópsins... vindurinn var í bakið þennan dag og hafði lægt þegar gengið var til baka síðar um daginn...
Sjá gárurnar á Kleifarvatninu og morgunbirtuna í austri... svona morgnar eru magnaðir !
Frábær mæting og mjög góð stemning... erlendur gestur frá Englandi... flottur göngumaður sem hét Ian Prendergrast og naut hann sín vonandi vel í þessu landslagi þó ekki væri um há fjöll að ræða...
Leiðin um Sveifluhálsinn er mjög fjölbreytt, formfögur og síbreytilegir litir...
Einstakir törfar sem alltaf er jafn heilandi að ganga um...
Sigrún, Jaana og Linda ásamt Nóa og Batman...
Tindar dagsins voru sjö... þrír með nafn á kortum, Hellutindar, Stapatindur og Miðdegishnúkur... en fjórir með nöfn frá okkur úr fyrri ferðum... Vigdísartindur, Hrútatindur, Folaldatindur og Hofmannatindur... nöfn sem voru valin út frá örnefnum í kringum þá...
... því við erum reglulega að ganga hér... í löngum eða stuttum ferðum úr öllum áttum og í allar áttir og þá erum við að yfirleitt að ganga á nokkra í einu og þá er gott að geta aðgreint hvaða tinda var farið á hverjum sinni...
Hræringar voru á Reykjanesinu dagana fyrir þessa göngu... jarðskjálftar við Keili og minni eldvirkni í Geldingadölum svo menn áttu annars vegar von á skjálftum á þessu svæði... eða jafnvel eldgosi... hvorugt gerðist meðan hópurinn gekk Sveifluhálsinn... en tæpum klukkutíma eftir að göngu lauk var skjálfti upp á 4,2 rétt hjá Keili og eflaust hefur jörð hrists nokkuð þar sem við gengum... en þess skal sérstaklega getið að engin verksummerki voru á svæðinu um grjóthrun eftir fyrri skjálfta... eins og voru í vori eftir skjálftana áður en gosið hófst í Geldingadölum í lok mars...
Vindurinn enn lemjandi á Kleifarvatni... en það var furðulega lygnt uppi á hálsinum... en það munar reyndar mikið um að hafa vindinn í bakið... og vera sífellt að klöngrast niður í dali og um klettahjalla í skjóli fyrir vindinum...
Þetta var án efa besti staðurinn til að ganga á þennan dag... úfið og hvasst á Skarðsheiðinni og ekki fært á Illusúlu heldur...
Óskaplega fallegt landslag... eiginlega enn fallegra er það á veturna þegar formið sést enn betur... en þá missum við síbreytilegu litina sem eru eftir öllum hálsinum...
Nesti í góðu skjóli og mjög góðum félagsskap...
Stórbrotið landslag og dýptin mikil á þessum slóðum...
Himininn er aldrei eins fagur og þegar vindar blása hart... sjá Esjuna úfna og óárennilega að sjá...
Sumarfæri... það er ennþá sumar á suðvesturhorni landsins... vorið var kalt og sólríkt... gróðri seinkaði af stað inn í sumarið... sumarið var ekki mjög sólríkt... og því er eins og laufin á trjánum neiti að yfirgefa svæðið fyrr en þau hafa lifað alla sína sumarlöngu ævi...
Bjarni, Haukur og Vilhjálmur... magnaðir menn sem eru alltaf til í allt...
Ian naut sín vel í göngunni sem betur fer...
Ganga um Sveifluhálsinn þýðir endalaust klöngur og brölt... miserfitt en almennt létt... nemar þegar Örninn finnur spennandi leiðir sem taka aðeins meira á... þá verður gamanið ennþá meira !
Sjá lygnari gárur á Kleifarvatni en fyrr um daginn... það var að lægja vind...
Erfitt að muna hvaða tindur er hvað nema vera á staðnum og horfa á kortið... Hofmannatindur ?
Litið til baka... með Batman fjallahund í forgrunni... hann veit ekkert skemmtilegra en að fara upp á fjöll með hópnum sínum...
Gróðurinn í essinu sínu svo iðagrænn og fullur af vökva... saddur og sæll eftir sumarið... tilbúinn fyrir veturinn... og næsta vor...
Dj. er skemmtilegt að klöngrast svona ! :-)
Geggjað stuð ! Frábær hópmynd !
Nói elskar fjöllin líka... hundarnir gefa okkur enn meiri gleði en ella...
Batman ræður... og heldur að hann eigi öll þessi fjöll :-) :-) :-)
Mergjuð leið... hingað ættu allir fjallamenn að koma og rekja sig eftir Sveifluhálsinum frá upphafi til enda... frá Vatnsskarði eða jafnvel frá Kaldárseli í raun... og niður að suðurstrandavegi... það væri geggjað að gera það einhvern tíma... en líklega er það of stór biti á einum degi... þetta klöngur er tafsamt og tímafrekt...
Hvílík fegurð... úfið, litríkt og formfagurt landslag sem á fáa sína líka...
Sjá Arnarvatn... að baki voru þá Folaldatindur og Stapatindur sem við gengum á í fyrra einhvernt íma og fórum þá hringleið um vatnið... sem skyndiákvörðun þar sem ófært var eftir veginum að Fíflavallafjalli... það var geggjað kvöld sællar minningar !
Allir afslappir og að njóta... stemningin var mjög góð og allt gekk vel...
Komin langleiðina til enda... sjá Geitahlíð hér í fjarska... suðurstrandaveg að nálgast og Bæjarfell og Arnarfell við veginn í suðri...
... en það var svolítið klöngur samt eftir... eiginlega heilmikið...
Hundarnir úfnir eins og hraunið...
Þessi kafli var mjög skemmtilegur... ekkert gaman að ganga á stígum og í slóð annarra... langskemmtilegast að fara ótroðnar slóðir og finna leiðir niður sem virðast ókleifar í byrjun... þar er mesta æfingin og mesta þjálfunin... ekki síst andleg en líkamleg...
Einstakir göngufélagar... forréttindi að ganga með þessu fólki...
Heilmikið klöngur niður af Hormannatindi...
... og sandauðn á milli... áður en farið var yfir á reisulegan og að því er virðist ókleifan Miðdegishnúkinn...
... sem er fær sunnan megin en ekki norðan megin...
Krækja þarf fyrir hann áður en farið er upp...
Farið upp eina góða rennu... þegar þjálfarar fóru hér fyrst upp í könnunarleiðangri árið 2010 þá vissum við ekkert hvort við kæmumst hér upp...
Júbb... fínasta leið og glæsilegur tindur... hér er varða og kassi... en Miðdegishnúkur heitir hann þessi og var sá síðasti þennan dag...
Hann mældist 410 m hár... og var sá þriðji hæsti þennan dag...
Hópmynd að loknum sjö tindum með Kleifarvatnið lygnt... og veðrið gengið niður að mestu... gleðin alltumlykjandi yfir því að hafa drifið sig af stað...
Ian Prendergrast, Haukur, Siggi, Batman, Steinar Ríkhaðrs., Sigrún Bjarna, Bjarni, Gréta, Linda, Ragnheiður, Nói, Jaana, Guðmundur Jón, Silla, Gunnar Már, Guðný Ester, Jóhanna D., Vilhjálmur og Örn tók mynd.
Í stærra samhengi...
Seinni nestistíminn... áður en haldið var niður af hálsinum og til baka eftir vatninu...
Niðurleiðin er skrautleg niður af Miðdegishnúk...
Heilmikið klöngur og vandasöm yfirferð um stór björg...
Risavaxið landslag og alger töfraheimur...
Við erum svo smá í þessu samhengi...
Sandurinn og grjótið... magnað !
Mjög skemmtileg leið sem krefst smá útsjónarsemi og æðruleysis...
Ekkert væl á þessum bæjum... bara ævintýraþrá og gaman...
Hvernig einhverjum datt í hug að fara hér niður... nei, við eigum nokkrar svona óvissuferðir niður af Sveifluhálsinum í minningabankanum þar sem við höfum stundum verið lengi að koma okkur öllum niður... bara gaman !
Niðurkomin á láglendið misstu menn sig í gleðinni á ströndinni og teiknuðu í sandinn... :-)
Fallegt veður og einstakt að fara meðfram vatninu...
Sólin skein og lífið var dásamlegt...
Hundarnir böðuðu sig í vatninu...
Það er einhver heilun við það að ganga meðfram Kleifarvatni...
Tindarnir að baki yfirgnæfandi hér að baki hópsins... töfrandi fagurt landslag...
Staparnir við kleifarvatn eru svo sér fyrirbæri út af fyrir sig... sem er vel þess virði að njóta hvers skrefs um... eins og við höfum gert annars vegar á þriðjudögum og hins vegar í hringleiðum kringum Kleifarvatnið...
Árið 2010: Tindferð 47 - Sjö tinda ganga á (toppfarar.is)
Árið 2014: Kringum Kleifarvatns um fjöll o (toppfarar.is)
Svo fallegt... Staptaindur hér í fjarska ofan við hópinn eða er þetta annar tindur ?
Gengið var upp og niður stapana að hluta til meðfram vatninu...
... og farið svo með veginum síðasta kaflann...
Hingað ættum við að koma oftar á þriðjudegi... í raun á hverju ári... það er svo magnað að ganga hérna...
Smá skjól í Stefánshöfða...
... og straujað rösklega restina í bílaumferðinni...
Fyrstu tindar dagsins hér fyrir ofan... Hellutindar... og svo Vigdísartindur og Hrútatindur...
Alls 14,8 km á 6:24 klst. upp í 438 m hæð með alls 1.024 m hækkun úr 154 m upphafshæð.
Hellutindar: 373 m.
Vigdísartindur: 385 m.
Hrútatindur: 375 m.
Folaldatindur: 378 m.
Stapatindur: 428 m
Hofmannatindur: 422 m.
Miðdegishnúkur: 410 m.
Kærkomin sárabótarferð sem gaf mikið...stuttur akstur og komin heim um kaffileytið... það er tær snilld því þannig veðrur mun meira úr helginni en þegar komið er heim eftir kvöldmat eða eftir miðnætti... þó það sé auðvitað alltaf þess virði ef ferðin er geggjuð eins og þær sem eru að baki í haust upp á hálendið...
Comments