Æfing nr. 816 þriðjudaginn 27. ágúst 2024
Kvöldið sem við fengum á Sköflungi var hreint út sagt yndislegt... algert logn... hlýtt... þurrt... og í lokin sló á allt roða af sólarlaginu þar sem gosmóðan kom einna best í ljós... en í sjöunda gosinu á Reykjanesi frá því árið 2021 er gosmóðan nú að berast einna mest og dreifast lengra en áður...
Gengið var eftir öllum hryggnum til enda og skálað fyrir afmæli Kolbeins í hinum endanum þar sem hann bauð upp á freyðivín og súkkulaði og var þetta yndisstund eins og öll gangan...
Alls 9,1 km á 3:31 klst. upp í 429 m hæð með alls 308 m hækkun úr 377 m upphafshæð.
Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:
Mættir voru alls 21 manns - í stafrófsröð: Aníta, Bára, Berta, Birgir, Björg, Gerður Jens., Guðjón, Guðmundur Jón, Inga, Karen Rut, Katrín Kj., Kolbeinn, Kristín Erla, Oddný T., Ólafur E., Sighvatur, Sjöfn Kr., Soffía Helga, Stefán G., Þorleifur og Örn og Batman, Hetja og Kolka léku sér saman með okkur.
Alveg hreint yndislegt kvöld, takk fyrir okkur elskurnar ! Gps-ferill úr fyrri ferð á wikiloc.
Comments