top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Skarðsmýrarfjall um Sleggjubeinsskarð í Innstadal

Æfing nr. 842 þriðjudaginn 11. mars 2025


Við höfum aldei gengið á sjálft Skarðsmýrarfjallið og létum loksins verða af því þar sem veðurspáin var mjög góð fyrir þennan þriðjudag og sól og blíða í bænum... en því eins og svo oft áður... var þoka yfir Henglinum sem gaf lítið eftir... í raun í líklega um tvær mínútur rétt þegar við gengum frá skálanum í Innstadal... en... það var logn... og hlýtt... og úrkomulaust... og mjúkur snjór... þó við færum eyndar í keðjubroddana þar sem harðfenni var undir mjúkum sköflunum og mjúkum jarðveginum... ennþá frost í jörðu en dásamlegt veður engu að síður...


Gengið var upp á Skarðsmýrarfjallið og þjálfarar reyndu að stytta leiðina niður af því að skálanum í Innstadal og kom á óvart hversu fjölbeytt landslagið var svo við erum forvitin að ganga aftur á Skarðsmýrarfjallið þrátt fyrir að það sé útbíað í manngerðum möstrum og öðru dóti...


Nestispása var við skálann í Innstadal og þegar við gengum þaðan á leið til baka opnaðist fyrir skyggnið og tignarlegur Hengillinn blasti við okkur í blámanum og sólsetrinu... mögnuð birta áður en myrkrið tók við síðasta kaflann...


Sérstakt var að ganga yfir alla lækina í Innstadal á snjóbrúm þar sem stundum var enginn fyrirvari og við pompuðum ofan í gegnum snjóinn og þegar þokan og myrkrið bættist við þá jókst dulúðin í þessum dal enn meir... alveg magnaður staður að ganga um...


Alls 8,6 km á 3:10 klst. upp í 623 m hæð með alls 456 m hækkun úr 304 m upphafshæð...

jebb... það var kannski ekki skrítið að við værum í þoku í þessari hæð í þessu veðri...


Ljósmyndir hér fyrir neðan og nafnalisti undir hópmyndinni:



























Alls tólf manns mættir... Baltasar, Aníta, Silla, inga, kolbeinn, Örn, Fanney, Batman, Þorleifur, Elsa, Guðný Sjöfn, Smári og Sjöfn Kr. en Bára tók mynd...






Mögnuð þriðjudagsæfing og heilmikil þjálfun í rötun, leiðarvali og ágætis vegalengd á marskveldi... vel gert allir, sérstaklega þau sem ekki hafa mætt í allan vetur og fengu svona göngu beint í æð ! Það eru náttúrulega forréttindi !

Comments


bottom of page