top of page

Staki Hnúkur og Stóri Meitill í alvöru vetrarveðri og færð

Æfing nr. 798 þriðjudaginn 2. apríl 2024Við lentum í alvöru vetrarveðri og færð á fallegu hnúkunum við Þrengslin á fyrstu þriðjudagsæfingunni í apríl þar sem ísköld norðaustanátt hefur verið ríkjandi yfir landinu síðustu vikur og er enn að...


Örn valdi nýja leið upp Stóra Meitil og þar efst voru frosnir skaflar þar sem fara þurfti varlega upp síðasta kaflann og vorum við í raun komin þar í jöklabroddafæri en þar sem þetta var grýtt og stöku skaflar þá komumst við þarna upp með góðu móti þó eitthvað vafðist þetta fyrir mönnum allra efst...


Uppi á hringleið um gígbarm Stóra Meitils var snjóhríð og lítið skyggni en einhvern veginn var þetta mergjuð æfing sem við fengum mikið út úr... enda snarlagaðist veðrið neðar og við skiluðum okkur alsæl og vel æfð aftur í bílana eftir hörkugóða vetraræfingu í apríl...


Alls 7,1 km á 2:29 klst. upp í 414 m á Staka hnúk og 528 m á Stóra Meitli með alls 435 m hækkun úr 262 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér neðar og nafnalisti mættra undir hópmyndinni:

Hart færi hér en góð spor eftir fyrstu menn svo þetta hafðist með yfirvegun og þolinmæði...
Klöngrumst sem mest... á þriðjudögum...Mættir voru 17 manns:


Írunn, Linda, Inga, Karen, Sigríður Páls., Jón St., Sibba, Guðmundur Jón, Kolbeinn, Þorleifur, Örn, Siggi, Aníta, Guðjón og Sighvatur en Batman og Hetja voru hundar kvöldsins og Bára tók mynd.
Alvöruæfing í alvöru vetrarveðri og færð, takk fyrir frábært kvöld !

18 views0 comments

Comentarios


bottom of page