top of page

Syðri og Nyrðri Eldborg í Lambafellshrauni

Falleg og frekar löng yndisganga í grænni hraunbreiðu og rauðu hrauni... þriðjudagsæfing 18. maí 2021.Fallegir gígar leynast um allt á Íslandi... við gengum á Eldborg nyrðri og syðri um daginn austan Þrengsla... nú voru samnefndir gígar gengnir vestan Þrengslanna... í Lambafellshrauni svokölluðu... en á Lambafellið og Lambafellshnúk gengum við í vetur í gullnu sólarlagi... og fórum þá upp þetta sama skarð og hér er milli hnúksins og fellsins... nema nú var haldið áfram niður á hraunbreiðuna vestan við Lambafellið...Hraunbreiða Lambafellshrauns er mjög falleg og misúfin eftir því hvar gengið er... en leiðin í gegnum breiðuna á Eldborg syðri og nyrðri er stikuð og slóðinn er misgóður eftir landslaginu...Ótrúlega skemmtileg leið... sem göngumaður eða fjallahlaupari... að lóðsast hér um...Lambafellið hér í baksýn... þarna vorum við í mars í vetur í mjög fallegri birtu...Lambafellshnúkurinn hér... skarðið á milli og svo Lambafellið sjálft... rjúkandi hverirnir við Hellisheiðarvirkjun vinstra megin...Nyrðri eldborg er rauðleit... og sker sig fallega úr mosagrænu umhverfi sínu... hún mældist 426 m há þetta kvöld...Falleg þessi æfing með meiru...Frábær mæting þetta kvöld... 26 manns...Kolbeinn, Haukur, Linda, Silla, Gerður Jens., Jórunn Ósk, Jaana, Rakel, Sandra, Margrét B., Gylfi, Jóhanna Karlotta, Katrín Kj., ?, Lilja Sesselja, Kristín H., María E., Gunnar Már, Sjöfn Kristins, Neval, Tinna Karen, Arnór, Gunnar og Guðmundur Jón og Örn tók mynd en Bára var veik heima. Batman og Nói voru hundaglaðningar kvöldsins...Þetta var enn eitt yndiskvöldið á þessu ári þar sem skyggni var gott og sólin skein á köflum...... þá er hvergi betra að vera en úti í náttúrunni... fjarri borginni... ein í heiminum...Takk... Eldborg nyrðri... það er talsverður spölur yfir á Syðri eldborgina... og stundum höfum við sleppt henni... ef veður leyfir ekki langt kvöld... því var ekki að skipta núna... yndisveður...Svona kvöld gefa innihaldsríkar samræður og mjög gefandi félagsskap... með fólki úr öllum áttum... öllum geirum samfélagsins... þar sem sjónarmiðin eru ólík... og maður fær alls kyns vangaveltur og dýrmætar pælingar í málefnum líðandi stundar... eða maður deilir lífsins verkefnum sem geta verið af öllum mögulegum toga...Nesti á Syðri eldborg... í 447 m hæð...Eldsumbrotin í Geldinga- og Meradölum fá mann til að líta öðrum augum á allt þetta hraun og alla þessa gíga sem við erum stöðugt að ganga um...Yndisfélagsskapur... það var ekki hægt annað en brosa eins og sólin þetta kvöld... Linda hefur aldeilis unnið sig líkamlega og andlega úr erfiðri lífsreynslunni á Botna-skyrtunnu í mars... þó aldrei verði maður samur né jafni sig alveg á slíkri upplifun sem hún og Sigga Lár fengu...Geitafell... og Litla Sandfell vinstra megin lágt... við þurfum að fara að drífa okkur á þessi tvö aftur... fengum einhver leiða þarna um árið... brekkan er strembin upp Geitahlíðina... eða misminnir manni kannski ? ... ja, best að fara að drífa sig þarna aftur !Gígbamur Eldborgar syðri... þarna skein sólin svo fallega og hlýlega... en það var ansi lágur lofthitinn þessar vikurnar í maí árið 2021...Takk... Eldborg syðri... Geitafell í baksýn...Himininn skreytti bakaleiðina sem var farin á stígnum sem er hluti af Reykjaveginum frá Bláfjöllum til Nesjavalla... leggur fimm á okkar leið Þvert yfir Ísland... sem verður farinn á næsta ári...Alls 9,7 km á 3:07 klst. upp í 426 m og 447m 374 m hækkun úr 282 m upphafshæð.

Yndiskvöld með meiru... Vatnaleiðin framundan um helgina og mönnum tíðrætt um hana en sól í kortunum... en talsverður kuldi, frost og jafnvel vindur... á mörkunum... en rigningu spáð þar næstu helgi... við létum svo slag standa og tókum áhættuna með vindinn og kuldann... og uppskárum magnaða göngu svo ekki sér meira sagt... sjá ferðasögu hennar hér í safninu...
97 views0 comments

Commentaires


bottom of page