top of page

Um strandir Geldinganess allan hringinn í klakaá og snjófjörum

Writer's picture: Bára Agnes KetilsdóttirBára Agnes Ketilsdóttir

Æfing nr. 830 þriðjudaginn 3. desember 2024


Við náðum okkur í hörkugöngu á láglendi rúma 7 km leið kringum Geldinganesið alveg óðamála yfir nýafstöðnum alþingiskosningum þar sem smá slydda lagði sitt til málanna en annars var þessi fallega birta allt kvöldið og smá snjóföl yfir öllu sem gerði allt svo fallegt... og jólaljósin blöstu við frá borginni... og Úlfarsfellið skartaði sínu fegursta hvítt og reisulegt ofan byggðarinnar í austri... mikið er Reykjavíkurborg falleg frá Geldinganesi... þessi fagra nesi sem á skilið að vera heimsótt næst í dagsbirtu...


Alls 7,2 km á 2:16 klst. upp í 19 m hæð, hahahaha... með alls 96 m hækkun... enn meira hahahaha... úr 0-1 m upphafshæð.+


Dásamlegt og besti félagsskapur í heimi svo það sé sagt enn einu sinni !




















Takk elskur... þið eruð best... næst... er það Lágafell og félagar frá Lágafellskirkju !

6 views0 comments

Comments


bottom of page