Undirhlíðar við Kaldársel í dýrðarinnar sólsetri og haustlitum
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- Oct 16
- 1 min read
Æfing nr. 869 þriðjudaginn 7. október 2025

Október tók á móti okkur á þriðjudögum með blíðskaparveðri þar sem við tókum létta æfingu um Undirhlíðar í sólsetri og gylltum haustlitum... dýrðarinnar fegurð og notalegheit einkenndu gönguna sem varð 6,2 km löng á 1:55 klst. upp í 164 m hæð með 175 m hækkun úr 92 m upphafshæð...
Yndislegt kvöld og frábær mæting, ljósmyndir úr göngunni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni:


Mættir voru alls 14 manns: Þorleifur, Kolbeinn, Guðjón, Örn, Linda, Dina, Sjöfn Kr., Ása, Lilja Sesselja, Björg, Oddný T., Siggi og á mynd vantar Hjört og eina til og Bára tók mynd en hundar kvöldsins voru nokkrir; Batman, Kolka, Myrra og svo mætti Mía hans Sigga í sína fyrstu göngu og gesturinn Kesó og nutu þau sín vel í galsanum og fegurðinni þetta kvöld...










Hvílík dásemd... takk elskur fyrir að mæta !








Comments