top of page

Vörðuskeggi með Þorleifi

Æfing nr. 809 þriðjudaginn 25. júní.


Þorleifur bauð félögunum upp á Vörðuskeggi í sumarfríi þjálfara og ekki í fyrsta sinn en veðrið var heldur vetrarlegt en birtan og skyggnið magnað. Sjá meldingar þriggja á fb og ljósmyndir frá Katrínu og Sjöfn Kr.:


Frá Katrínu á fb:


"Þorleifur Jónsson leiddi þriðjudagsgöngu kvöldsins i fjarveru þjálfara með stakri prýði. Tókst honum vel að hemja veðurguðina á meðan á göngu stóð, og ber að þakka það….en fjörkálfarnir létu hann nú ekki stoppa sig og brugðu oft á leik að vana. Hann lét okkur nú alveg finna fyrir því og valdi ekki beint auðveldustu leiðina upp sem var bara fínt, því ekki förum við bara fram og til baka sömu leið. Takk Þorleifur fyrir frábæra göngu, sem reyndist vera 8,1 km.upp í 815 m. hæð með alls hækkun upp á 502 m. Hitastig uppi 3˚."


Frá Anítu á fb:


"Enn einn geðbætandi og kætandi þriðjudagurinn með uppáhalds hópnum, að þessu sinni skemmtiganga í boði Þorleifs.

Takk fyrir mig, frábært leiðarval með veseni og alles... frh...



... frh... Lærdómur kvöldins… við erum geggjað mjó með sixpakk (það var náttla vitað), en tvær okkar eru haldnar sexorexíu… sko, við höldum að við séum laaaaaangtum þokkafyllri en spegilmyndin sýnir. Eða kannski eru speglar bara glataðir  það er pottþétt svoleiðis.

8,60km og 543m hækkun."


Frá Sjöfn Kr. á fb:


"Hann Þorleifur var alveg meððetta í kvöld. Ganga á Vörðuskeggja er náttla hans sérgrein. Til og með tókst honum að hafa talsverða stjórn á veðrinu, og nokkra stjórn á göngufélögunum. Takk fyrir mig."



Alls mættu 10 manns, sjá tölfræðina ofar. Hjartansþakkir elsku Þorleifur fyrir þessa flottu göngu !

11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page