top of page

Valahnúkar undir stjörnum

Æfing nr. 835 þriðjudaginn 21. janúar 2025


Valahnúkar buðu okkur aldeilis velkomin viku eftir að Batman fór í stóru aðgerðina og mættu nokkrir sérstaklega til að hitta hann og knúsa... stjörnubjart, lygnt og frost... svo óskaplega fallegt og notalegt og andrúmsloftið var yndislegt eins og alltaf.


Brölt var hefðbundin leið alveg út í enda en bratta veggnum með mesta klöngrinu var sleppt að sinni og aftur hétum við okkur því að fara hann seinna... eins og við hétum okkur líka síðast... en hundar kvöldsins voru fjórir og það klöngur hefði vafist fyrir þeim...


Algert yndiskvöld upp á 5,8 km á 2:24 - 2:26 klst. upp í 203 m hæð með alls 234 m hækkun úr 83 m upphafshæð.


Ljósmyndir og nafnalisti undir hópmyndinni hér fyrir neðan:





Mættir voru alls 22 manns og fjórir hundar:


Aníta, Bára, Björg, Brynjar, Fanney Guðjón, Guðný Ester, Hafrún, Helga Rún, Inga, Johan, Jóhanna Fríða, Karen Rut, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Linda, Linda Sjöfn, Siggi, Sjöfn Kr., Steinar Adolfs., Þorgerður og Örn. Þar af var Þorgerður eiginkona Johans að mæta í fyrsta sinn, Linda Sjöfn að mæta í sína aðra þriðjudagsæfingu og sjaldséðir hrafnar mættu eins og Hafrún og Steinar, Johan og Lilja Sesselja.


Hundarnir voru Baltasar, Batman, Hetja og Vaskur en Vaskur er líka að læra á hópinn með eiganda sínum, henni Lindu Sjöfn og er sérlega ljúfur :-)



















Dásamlegt kvöld og bæði frábær æfing og ljúf samvera og útivera, takk öll elskurnar fyrir alveg einstaka umhyggju fyrir Batman og þá sérstaklega Fanney og Kolbeinn sem hættu ekki fyrr en þau gátu gefið honum fjallanammið sitt á ská upp í kjaftinn með því að rennblotna í hundaslefi... ótrúlegir og sannir vinir !

7 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page