Æfing nr. 838 þriðjudaginn 11. febrúar 2025

Róbert Halldórsson, einn af snillingunum hjá Asgard Beyond hélt frábært námskeið í vetrarfjallamennsku fyrir Toppfara þriðjudagskvöldið 11. febrúar í Bláfjöllum. Spáð var fínasta veðri en þegar nær dró versnaði spáin og veðrið endaði í rigningu og blautum snjó sem ekki var nóg af í þessum langa hlýjindakafla sem reið yfir landið fyrri hluta febrúar mánaðar.

Menn skemmtu sér engu að síður konunglega og æfðu broddatækni, ísaxarbremsu og sprungubjörgun fram í myrkur.

Alls mættu 9 manns; Aníta, Áslaug, Berta, Dina, Helga Rún, Inga, Kristjana, Kristrún og Sighvatur.

Frábært að ná þessu þó grátlegt væri hversu fáir voru mættir :-)

Kærar þakkir Róbert fyrir frábæra kennslu og fróðleik sem mun án efa nýtast vel í ferðunum okkar :-)
Næsta námskeið á vegum Asgard Beyond verður á Sólheimajökli í lok mars mánaðar ef áhugi er á því þar sem broddanotkun og ísklifur verður málið en námskeiðið í fyrra sló í gegn !
Comments