Næsta æfing er þriðjudaginn 21. september: 

Rauðihnúkur

Skarðsheiðartindur nr. 15 af 23
#Skarðsheiðardraumurinn


Mjög falleg en löng og nokkuð krefjandi kvöldganga á færi allra í ágætis gönguformi
á litríkan hnúk í Skarðsheiðinni sem rís undir Skarðshyrnu og Heiðarhorni. 

Höfuðljós í bakpokann hér með og pössum að hafa alltaf auka rafhlöður í bakpokanum.  
 

Mynd: Rauðihnúkur rauðbleikur á lit framan við Heiðarhorn og Skarðshyrnu vestan megin við Skarðsheiðina.
Tekin ofan af tindi  Snóks á þriðjudagsæfingu 18. september 2012.

raudihnukur_180912.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 45 mín akstur
Fólksbílafært.

Ekið um Vesturlandsveg, Hvalfjarðargöng, til hægri þjóðveg 504 um Svínadalsveg og svo annar afleggjari til vinstri að bænum Neðra-Skarði þar sem bílar eru skildir eftir í innra hlaðinu með leyfi bóndans. (sama bílastæði og þegar við gengum á Snók í lok mars).

Tölfræðin

 

   8,5 km

 

 3,3 klst. 

    770  m hæð

     756 m hækkun

    65 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið upp með Neðraskarðsá aflíðandi leið um gras, móa, möl og grýttar brekkur upp á mjög litfagurt og sérstakt fjall sem gefur magnaða sýn á Skarðshyrnu og Heiðarhorn í seilingarfjarlægð frá tindinum. Þrætt eftir fjallshryggnum til enda að Skarðshyrnu og farin sama leið til baka líklega í rökkri eða myrkri NB. 

 
Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.