Næsta æfing er þriðjudaginn 14. september: 

Sauðadalahnúkar

Jósepsdal

Mjög skemmtileg,  frekar löng og krefjandi ganga á færi allra í ágætis gönguformi
á tvö ólík fjöll Sauðadala þar sem farið er um fallegan Jósepsdalinn til baka. 

Tökum höfuðljósin alltaf með hér með, þar sem farið er að skyggja á kvöldin, yfirförum ljósin og rafhlöðurnar
og verum alltaf með auka rafhlöður meðferðis í bakpokanum.  

 
 

saudadalahnukar_olafsskardshnukar_vifilsfell_2009.JPG

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5

Um 15 mín akstur
Fólksbílafært.

Ekinn Suðurlandsvegur og þegar komið er að að Litlu Kaffistofunni er beygt til hægri inn afleggjara sem er ekinn stutt þar til beygt er til vinstri inn afleggjara merktur "Jósepsdalur" og þar ekið að mótorkrosssvæðinu þar sem bílum er lagt. 

Ekki er mögulegt lengur að keyra inn að Jósepsdal og því er of mikið að ganga á Ólafsskarðshnúka í leiðinni. 

Tölfræðin

 

   8 km

 

 3 klst. 

     560 og 580 m hæð

     500 m hækkun

    240 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Gengið á slóða inn að Jósepsdal en snúið upp á báða Sauðadalahnúkana í fremur bröttum grjótskriðum og móbergsklettum og farið niður um Ólafsskarð til baka um Jósepsdalinn.  Ólík fjöll um ólíkar leiðir á þau bæði og krefjandi brölt, en Jósepsdalurinn svíkur engan.


Leiðarval endurmetið ef færi eða veður er erfitt.

Búnaður:  

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar: 
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.