Næsta æfing er þriðjudaginn 17 ágúst: 

Stardalshnúkar og Skálafell í Mosó

óhefðbundna leið upp suðvesturöxlina
og niður suðurhlíðarnar


Mjög spennandi og frekar krefjandi leið á færi allra í góðu formi fyrir frekar langa kvöldgöngu óhefðbundna leið
upp þetta fallega borgarfjall um öxlina sem blasir við okkur úr borginni og niður suðurhlíðarnar í skemmtilegu brölti. 

 

skalafell_stardalshnukar_thrihnukar_160907.jpg

Akstur
 

kl. 17:00 frá Össur Grjóthálsi 5
Leggja í NA-horninu.

Um 30 mín akstur
Fólksbílafært

Ekið frá borginni um Þingvallaveg, framhjá Gljúfrasteini og hann ekinn þar til fer að glitta í Leirvogsvatn og Leirvogsá en þar nálægt lítið eitt ofar er afleggjara til vinstri merktur eyðibýlinu Stardalur og er hann ekinn niður eftir og framhjá bænum að góðum stað við Stardalshnúka. 

Tölfræðin

 

  Um 9+ km

 

 4,5 klst. 

    795 m hæð

    730 m hækkun

   183 m upphafshæð

Erfiðleikastig 3 af 6
 

Leiðin

Klöngrast upp magnaða Stardalshnúkana og haldið svo áfram áleiðis að Skálafelli og brölt upp bratt suðvesturhornið sem er vel fært en við prófuðum þessa leið 2010 og þá var hún mjög skemmtileg.

 

Farið á hæsta tind Skálafells og haldið svo niður suðurhlíðarnar í heilmiklu brölti líka mjög skemmtilega leið. 

Gefandi og spennandi leið á þetta fjall sem blastir alltaf við okkur úr bænum. 

Búnaður 

Vatns- og vindheldar buxur og jakki,  hlýtt höfuðfat, ullar- og belgvettlingar, ullarföt innst, góðir gönguskór með ökklastuðningi, kjarngott nesti, 1-2 L af vökva. Keðjubroddar og höfuðljós eru nauðsynlegur búnaður allra yfir vetrartímann og að vori/hausti eftir birtuskilyrðum og snjóalögum.  Nánari búnaðarlisti hér !

Akstur
Sameinumst í bíla og ökum í samfloti að fjallsrótum. Skiptumst á að skaffa bíl og fá far og deilum bensínkostnaði - viðmiðið er 1.500 kr. fyrir hvern hálftíma í akstri sem deilist niður á alla í bílnum (bílstjóri undanskilinn bensínkostnaði ef farþegar eru fleiri en einn). Endurskoðum reglulega þessa reglu frá FÍB og slípum hana til ef mönnum finnst þetta ekki rétt viðmiðunarupphæð.

Tryggingar
Þátttakendur eru ekki tryggðir í göngunum og er bent á tryggingarfélögin í þessu sambandi.
Toppfarar ehf tryggir hvorki þátttakendur, búnað né farangur þeirra.
Þátttakendur ferðast á eigin ábyrgð og eru því hvattir til að kanna með eigin tryggingar.